fimmtudagur, október 28, 2004

simavesen

Smá vesen með símanúmerið. Ég (Gunnar) er núna kominn með upprunalega númerið mitt, þó aðeins tímabundið. Síminn minn er því núna 30582539. Læt ykkur vita þegar það breytist aftur. hej, hej

miðvikudagur, október 27, 2004

Ammæli

Ég vill byrja á að óska Tómasi fyrrverandi bekkjarfélaga mínum í sálfræði til hamingju með afmælið sitt þann 26.okt. Og ég vill ennfremur þakka honum fyrir að halda upp á afmælið sitt fyrir tveimur árum. Því hver veit, ef hann hefði ekki gert það þá hefðum við Ragnheiður ekki verið að halda upp á okkar tveggja ára afmæli þann 26. Þessi tvö ár eru búin að líða hratt og hafa verið æðislegur tími. Nú erum við komin alla leið til Danmerkur og ævintýrin halda áfram að gerast á hverjum degi. Við fórum því út að borða í tilefni dagsins í gær og skáluðum fyrir framtíðinni. Eftir það fórum við á kaffihús og enduðum síðan á ágætri mynd í bíó. Góður dagur það.
Vildi fara aðeins frekar út í smáatriði, en nú þarf ég að stökkva í strætóinn og tjekka á kvikmyndahátíðinni sem var að byrja í dag. Fullt af stuttmyndum, heimildarmyndum og já...nóg að gera sem sagt næstu daga. skóli hvað....?
Gun

Verksted eller musik

Nú er gaman í skólanum það er nú vegna þess að við erum byrjuð í svokölluðum aktivitedsfögum sem eru verkleg fög. Ekki að lesturinn sé ekki ágætur en það er gaman að breyta aðeins til. Þannig var að við máttum velja á milli 4 svæða og ég valdi verksted í fyrsta sem er myndlist ofl því tengt og musik i annað val. Það fór eins og áður ( með praktikstaðinn fékk sko praktik í einhverjum sveitabæ 2 klst frá Árósum) að ég fékk ekki það sem ég valdi svo að ég varð að fara í musik og ég sem spila ekki á neitt hljóðfæri, gúlp . . . . En það var sko mjög gaman við byrjuðum á að fara í takt leiki finna taktinn og að syngja með, klappa og nota kroppinn. Svo var farið að tromma á svaka stórar trommur og farið í allskonar leiki í sambandi við það, syngja og tromma og dansa ennþá skemmtilegra og að lokum lærði ég að gera eitt grip á gítar en við eigum eftir að læra fleiri, mig langar soldið að læra á gítar það er svo sniðugt að kunna það. Við erum samt ekkert að fara að læra á gítar núna bara smá intro en samt spennandi.

mánudagur, október 25, 2004

'I háskóla er gaman þar leika allir saman

Nu er ég buin að vera í Peter Sabroe semenariet í rúma tvo mánuði og hingað til erum við búin að liggja í bókunum og sitja á fyrirlestrum þ.e. bekkurinn minn 04E2 á meðan hinn bekkurinn 04E1 er búin að vera í leikjum og að gera leikrit og skúlptúra og tónlist og allskonar svoleiðis. Við skildum ekki neitt í neinu, áttum við ekki að fá að gera neitt svoleiðis og maður var orðinn smá undrandi á þessu öllu saman, en í dag breyttist þetta loksins og hinn bekkurinn situr núna og les og við förum í þetta " skemmtilega" Það er þannig að önninni er skipt niður í 5 þemaverkefni og nú erum við í Det Legende eða leiknum og við erum búin að vera úti í allan dag að læra skemmtilega leiki mjög gaman og hagnýtt. Það kom að því að ég var valin til að "ver ann" og það var bundið fyrir augun á mér og svo áttu hinir að standa í hring í kring um mig og ég átti að reyna að ná taki á einhverjum svo að þegar ég hreyfði mig átti hringurinn að færa sig og komast hja því að ég næði þeim. Þetta endaði ekki betur enn svo að ég náði að bomba hausnum á mér í hausinn á annari stelpu og er komin með þessa grýðarstóru kúlu á ennið bláa og fína en þetta var samt allt í góðu og við skemmtum okkur mjög vel og ég hlakka mikið til næstu daga. takk í bili Ragnheiður Ósk

sunnudagur, október 24, 2004

nýr myndalinkur í safnið

Sá þriðji var að bætast í hópinn. Úff, þeir eiga eftir að verða ansi margir myndalinkarnir ef við höldum uppteknum hætti næstu 3 árin. Stefnan er nú að kaupa sér ótakmarkað geymlsupláss fyrir nokkrar krónur, en núna erum við horfa á Jurassic Park III, þannig að það þarf aðeins að bíða. Þessi kemur eftir party sem sálfræðinemarnir héldu, þannig að þið kannist kannski við þetta þema :)

laugardagur, október 23, 2004

Til hamingju Björg og Abbi!!

Það er alltaf að fjölga Íslendingum hérna í Árósum. Sumir koma með flugvélum, aðrir með bátum, en svo eru þeir sem koma úr maganum á mömmu sinni. Það þekkja Þau Björg og Abbi sem eiga Ásgeir Rafn sem er að verða 11 mánaða...og er að fara eignast lítið systkini eftir hálft ár. HÚRRA FYRIR ÞVÍ!!!

Strákarnir frá Stavnsvej

Hljómar eins og bíómynd ekki satt? Mynd sem fjallar um hóp af strákum sem allir flytja til Árósa að læra. Þar, eins og oftast er með innflytjendur, vilja þeir halda hópinn sem endar með því að á einni og sömu götunni er komin lítil Íslendinganýlenda. Þessi hópur sem eru allaveganna 12 full hús, hittist svo til að taka lagið og fá sér eina og eina kollu. Endar svo niðri í bæ á kareoke bar. Hljómar vel ekki satt? Sannsöguleg mynd. Skemmtileg mynd. Auðvitað er til mynd um konurnar frá Stavnsvej og börnin þeirra....en það er allt önnur saga...

þriðjudagur, október 19, 2004

Hvað er þetta með Svíana?

Þeir eru ansi klárir. Ég er ekki frá því að Hennitz og Mauritz ( H&M) og IKEA hafi skilað inn hærri gróða eftir að við fluttum hingað. Vörurnar þeirra eru þannig að þeir fá unga hönnuði sem eru með á nótunum og gera þetta flott og umfram allt...ódýrt. Og þessar vörur eru út um allan heim. Það er ekki að ástæðulausu að systurnar mínar byrja allar útrlandaferðir á heimsókn þangað (þetta er sem sagt Gunnar shopaholic sem skrifar). Ef þessi búð kæmi heim, myndi hrikta í stoðum 17 veldisins rándýra. Pssst...smá inside info hérna: þið munið eftir H&M merkinu stóra í Smáralind. Það reyndist of dýrt fyrir Svíana að fara þangað og vildu þeir frekar fara á Smáratorg. Það tók Baugur ekki í mál því þá myndu ekki jafn margir fara í Typpalindina. Þið getið því kennt þeim um þetta. Danirnir taka hinsvegar hinn pólinn í hæðina. Þeir eru einnig með sjúklega flotta hönnun, sérstaklega á húsvörum, en krefjast alveg formúgu fyrir. Það er þess vegna ágætt að maður keypti allt í IKEA svo maður freistist ekki.
Annars var að fækka í húsinu. Mamma og María voru að fara, og líða nokkrir mánuðir þar til maður sér þær aftur :(
p.s. fyrir þá sem eru að vesenast yfir commentakerfinu á síðunni er alveg hægt að láta sitt eftir liggja án þess að skrá sig inn. Þið commentið bara "anonymously" og kvittið svo bara undir.
gun

mánudagur, október 18, 2004


Hvern haldiði að maður hafi hitt á Strikinu í góðum fíling...? It´s a small world Posted by Hello

Hvað er Kappelvænget familían að bralla þessa dagana...?

jæja þá er maður bara komin med nettengingu hurra hurra hurra þrefalt fyrir því. jú eins og menn . . . og konur sjá þá er ekki búið að bætast mikið í bloggflóruna hjá okkur undanfarið það er nú vegna þess að við erum ekki búin að komast á netið síðan við komum frá Köben sem var síðastliðinn miðvikudag mikill pirringur yfir því en hann Gunni bankaði uppá hjá húsverðinum og þá kom það í ljós að það þarf að hafa snúru en við erum búin að vera þráðlaus hingað til. Það er allavegana komið í gang og við erum líka komin með skype simanr okkar þar er ragnheidurosk fyrir mig sko og gunnarp1 fyrir gunna þeir sem ekki vita hvað það er þá er það simi á netinu maður downloadar forritinu a skype.com og kaupir mikrofon og tengir við tölvuna það er ekki floknara en það og bara helst sem flestir þetta er svo obboslega sniðugt. Kostar ekkert auka neitt þó maður sé að hringja út.
Það var nú ekkert slakað á eftir að við komum frá Köben það var fullt af prógrammi á fimmtudeginum buðum við Abba og Björgu og 'Asgeiri Rafni í mat mexikoska súpu a´la mamma mjög góð. Svo á föstudeginum komu Margrét mamma hans Gunna og María systir hans í heimsókn þær eru að fara heim á morgun en á laugardeginum fórum við í bæinn og tókum allan pakkann í búðunum 5klst búðaráp. Svo á sunnudeginum var svo túristapakkinn tekinn við fórum í Aros glænýtt safn á 9 hæðum jú jú 9 hæðum við skoðuðum nú bara 5 hæðir sem var nú bara alveg nóg i bili. Þar skoðuðum við sýningu Ólafs Elíassonar sem var þvílík upplifun, miklu flottari en sýningin sem hann var með heima. Svo fórum við að skoða gamla bæinn sem er sona Árbæjarsafn samt mun stærra en það það var voða kósy. Nema hvað að það var ansi MIKIL rigning þannig að það voru blautir fætur sem gengu um Den Gamle by. Svo sýndum við mæðgunum skólana okkar og svo var farið í mat til Bjargar og Abba en þar fengum við dýrindis lasagne nammi namm svo var tekinn leigubíll heim og það var voða ljúft því að það voru allir alveg dauðþreyttir eftir langan dag. Í dag var svo aftur alvara lífsins þ.e. skóli en það er ágætt að komast aftur í rútinuna en Margrét og María foru í góða verslunarferð í dag og það er búið að vera mjög gaman að hafa þær hjá okkur hérna. Núna er Ormslev fjölskyldan að elda Wok meðan ég sit hér og skrifa og ég held að það sé best að fara að sýna smá lit og hjálpa aðeins til. bless Ragnheiður
ný símanr: gunni komin með nýtt gsm fyrir þá sem ekki vita 0045 30582538 og heimasíminn okkar er 0045 82505167
p.s. svo er fullt af myndum einnig komið í hús.

mánudagur, október 11, 2004

Kaupmannahöfn

jæja þá er maður búin að vera í Köben í nokkra daga og það er bara rosa fínt. Gerður og Kjarri voru að flytja inn á öresundskollegiet og það er bara rosa fínt herna hja þeim. Við fórum í mat til Louise og Óla vinar hans Gunna sem er líka frændi hans Kjarra fyndið. Það var rosa fínt líka og góður matur. 'I dag erum við búin að kíkja í bæinn og við Gunni fórum á vaxmyndasafnið það var gaman ég hef nebbla aldrei farið á soleiðis safn. Svo fórum við með Gerði og Kjarra og röltum um hliðargöturnar í kring um Strikið og það var smá upplifun, ég held að það verði erfitt að fara heim til árósa eftir þessa verslunarferð allavegana þetta er smá uppdate skrifa vonandi meira seinna. svo er það bara Fields á morgun viii stærsta verslunarmiðstöð á norðurlöndum.
Ragnheiður

föstudagur, október 08, 2004

Á leið til Köben

jæja þá er maður bara að pakka erum á leið í efterarsferie til Köben Gerður og Kjarri voru að flytja inn á Oresundskollegied í gær og við ætlum að vera hjá þeim þar til á miðvikudag og svo á bara að slaka á heima það sem eftir er vikunnar þetta er ekki slæmt að fá sona frí á miðri önn. Það er reyndar menningarnótt bæði í árósum og Köben í kvöld og við missum af því vegna þess að við verðum í lestinni leggjum af stað kl 22 svoldið seint.... heyrumst síðar Ragnheiður

fimmtudagur, október 07, 2004

Paradisbio

Þetta lofar góðu. Vorum að kaupa afsláttarmiða í bíó hérna í miðbænum sem hljóðar upp á 50% af ákveðnum 12 myndum. Þetta er svona listabíó þar með gömul innréttingum, kaffihúsi, gömlum blöðum, tónlist ofl.ofl. Sem sagt, hálfgerður "a dream come true" að koma loks í eitt slíkt. Hef alltaf langað að opnað eitt slíkt í miðbænum heima, þar sem hægt væri að sjá "godfather-inn" í bíó, kl. 4 á miðvikudegi, þegar maður á vaktarfrí. En...það er reyndar önnur saga. Myndin sem við sáum í kvöld hét "motorcycle diaries" og fjallaði um Ernesto "Che" Guevera þegar hann var ungur. Góð mynd. Mælir hins vegar frekar með "Maria, full of grace" sem ég skellti mér á klukkan þrjú í fyrradag þegar ég var að vafra um í bænum, og rakst á þetta bíó. Það er mögnuð mynd!
Annars hef ég nú lítið annað í farteskinu núna...bið því ykkur bara vel að lifa.

miðvikudagur, október 06, 2004

Heimsókn frá Fróni

Síðastliðinn laugardag tók eg á móti Kristínu H og Hjördísi á lestarstöðinni og hún Kristín var búin að ferðast alla leið frá Íslandi til að heimsækja okkur Hjördísi. Við byrjuðum náttla að taka Íslendingarúntinn um Árósar . . . . Það er sko rúnturinn á milli H&M búðanna hérna. Svo fórum við heim til mín í Kappelvænget maður varð náttla að sýna Stínu slottið sko. Svo kokkuðum við Gunni Wok handa þeim stöllum ( það mætti halda að það væri það eina sem við kynnum að elda) Svo fór ég í heimsókn í sveitina jibbí það var gaman að kíkja á kollegied hennar Dæsí og það var bara svaka huggó. Svo daginn eftir fórum við til Vejle og þar hittum við Gunna á lestarstöðinni og kíktum á strikið á meðan við byðum eftir lestinni og eg fékk nú smá flash back því að þetta strik mynti mig mikið á þegar ég var í Slagelse fyrir um 10 árum maður er orðinn svo gaman hóst hóst. .. . svo varð nú meira um flash back þar sem við fórum í Legoland en þangað höfðu allir komið áður nema Hjördís, flestir þó fyrir ca. 10 árum. Það var mjög gaman í legolandi og þó sérstaklega þar sem við fengum að fara frítt inn í garðinn þar sem skólafélagi Hjördísar var að vinna og reddaði þessu bara fyrir okkur mjög næs það. En það var margt að skoða í landi legokubbanna en þetta var nú bara hálfgert tívoli það var allavegana eitthvað búið að bætast í tækjahópinn síðan ég var þarna fyrir hmmm 10 árum en þið getið séð allar myndirnar á myndalink2 sem var að bætast nýlega við. Það var mjög gaman að hitta Stínu og Dæsi og ég vil bara þakka þeim fyrir skemtilega ferð kveðja Ragnheiður

Ekki sátt

jæja þetta blogg átti að vera um hjólið mitt góða en það er nú bara svo að núna er
eg búin að reyna að skrifa þessa litlu frásögn ÞRISVAR sinnum og er að verða alveg brjál. . því að svo þegar ég ætla að setja það á síðuna þá bara hverfur það í buskann. garg.... nú reynum við í fjórða skipti. . . ég fór niður á lestarstöð í hádegishléinu mínu síðastliðinn föstudag og var eg þar til að kaupa 2 stk lestarmiða ég var inni á stöðinni í ca. 20 mín svo þegar ég kom út var hjólið mitt horfið mín var sko ekki sátt og hljóp í nokkra hrigi í kringum sjálfa sig fór svo smá að skæla (sshhh) svo hringdi hún í kallinn sinn sem kom med det samme. En afhverju var búið að stela mínu hjóli af öllum þessum 300 hjólum sem voru þarna svo fórum við að hugsa smá og þá komumst við að því að DSB sem er lestarfyrirtækið hafði fjarlægt það því að það var ekki lagt á réttan stað en ég hélt að ég hefði lagt því á réttan stað en svo virðist sem þeir hafi málað hvítar línur á götuna og maður á að vera fyrir innan þær annars verður hjólið fjarlægt. Þá veit maður það, ég meina hvernig átti ég að vita það sjálfur útlendingurinn það er ekki eins og maður sjái mikið af hjólum á 'Islandi ........ er búið að finna upp reiðhjólið á Íslandi hmmmm......... kveðja Ragnheiður

þriðjudagur, október 05, 2004


þessi er nýkominn úr legolandi og tók fullt af myndum sem má sjá á myndalinknum Posted by Hello

nýjustu fréttir úr baunaveldi (hvaðan kemur annars þessi baunalíking?)

Jæja, þá er víst kominn tími til að skrifta. Það hefur gengið á mörgu hér í Danamörkinni og óhætt að segja að mörgum verður ekki kápan úr því klæðinu (nema Ragnheiði) og að sjaldan sé ein báran stök. En svona var nú það. Síðan seinast erum við búin að túrhestast aðeins í Legolandinu hérna í nágreninu og og er von á myndum þaðan núna hvað úr hverju (hvernig segir maður þetta annars?) . Já, það rifjaði upp skemmtilegar minningar að koma aftur þangað, en mér fannst þetta reyndar farið að líkjast litlu tívolíi í stað flottra legobygginga. E-r sagði mér að stefnan væri að koma með eitt tæki á hverju ári. Ég hefði reyndar frekar viljað sjá eitt stórt legovirki á hverju ári. En þetta var mjög gaman!
Hérna heima ganga hlutirnir fyrir sig eins og þeir hafa gert seinustu árin, og grámyglulegur hversdagsleikinn að gera út af við okkur. Nei, ég segi nú bara svona. Ástæðan fyrir þessari kaldhæðni er að við ætlum að skella okkur í smá vetrarfrí til Köben og ryðjast inn á Gerði og Kjarra. Þau verða nýflutt inn í íbúðina síðan og vita ekki einu sinni hvaðan á sig stendur veðrið þegar við ryðjumst inn. Þau vita ekki að við erum að koma, hehe þetta verður grín hjá okkur...og uss...bannað að segja! Svo er nú von á góðri heimsókn. Mamma og Mæja lil´sis koma á föstudaginn 15. og verða í 4 nætur. Það verður nú yndislegt að sjá þær aftur.
hej, hej!

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed