miðvikudagur, júlí 25, 2007

Minimalistísk stemming á Prags B.



Maður lifandi, það var tekið á því í gær! Ég finn bara hvernig harðsperrurnar eru að verða verri og verri. Já, flutningarnir eru yfirstaðnir og gengu þeir bara mjög vel fyrir sig, þrátt fyrir að við vorum bara þrjú. Árni Richard bjargaði okkur fyrir horn og án hans værum við líklega enn að ferma niður. Sem gjöf á móti fékk hann þessa ágætu hreyfingu :) Það má segja að þarna hafi útsölurnar komið í hausinn á okkur, reyndar ekki jafn mikið og í hausinn á Ragnheiði, því hann virtist bara soga til sín alla mögulega lausa hluti.

En eins og sjá má á myndinni er íbúðin frekar tómleg og látlaus. Fullt af tómum snögum á veggjunum (eftir myndir ofl) og því ekkert að gera nema nýta það sem við höfum. Þessi IKEA poki t.d., sem nú þjónar hlutverki óhreinatauskörfu, verður bara að segjast taka sig vel út á vegginum. Að auki komst ég að því að það er meira að segja hægt að nota hann sem körfu þegar henda á óhreinum sokkum í óhreina tauið! Svo það er nóg hægt að gera sér hér til dundurs... ;)



En nú tekur næsta skref við: málningar- og viðhalds aðgerðir. Við ætlum að koma íbúðinni í samt horf aftur, til að fá sem mest borgað af tryggingunni tilbaka. Ég fékk algeran gullmola frá húsverðinum í dag, varðandi hvort mála ætti loftið:

Húsv: hafiði reykt inní íbúðinni?
Ég: Nei.
H: Hafiði haft gesti sem hafa reykt inní íbúðinni?
É: Nei.
H: Hmmm...hafiði eldað heitan mat?
É: Já, að sjálfsögðu!
H: Já, þá þurfið þið að mála! Gufan sko fer út um allt....
É: Hahahaha...

Þetta er nú meiri hálfvitinn :)

2 Comments:

At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahaha tvilikt gott rad;)

En va hvad tad er skritid ad sja ibudina svona toma, orruglega skritid fyrir ykkur ad bua nuna i svona tomri ibud i viku hehe=)

Aetladi annars bara ad kasta a ykkur kvedju, tar sem tid verdid ekki med netid strax i nyju ibudinni og madur a ekki eftir ad heyra i ykkur i soldinn tima..;)

kv.Tinna Kristin

 
At 6:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ha, Þetta eru algjörir snillingar þessir húsverðir. Svo týpiskt fyrir þessa dúdda. Annars vorum við að skrifa undir í dag, svo þið eruð velkominn í nýju íbúðina okkar.

Kveðja,
Björn H

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed