miðvikudagur, október 26, 2005

Kobenhavn her kommer vi

Þá hefur ákvörðun verið tekin við ætlum að pakka niður föggum okkar og halda í stórborgina. . . fyrir þá sem ekki skilja hvað ég er að fara þá höfum við ákveðið að flytja til Kaupmannahafnar þann 1 febrúar en ég klára praktikina 31 janúar. Ég er búin að sækja um í Hovedstadens Pædagogseminarium og ætti nú að öllum líkindum að fá þar inni er búin að tala við þá þar og sonna. Já það ætti að vera pottþétt alveg 117% en svo erum við að bíða eftir að fá íbúð og erum komin með eitt tilboð í íbúð en erum að spá í að neita því þar sem innflutningsdagur er 1.12. og það er alveg 2 mánuðum áður en við ætlum að flytja en þá megum við ekki segja nei aftur því þá förum við aftast í röðina á biðlistanum. En allavegana þá erum við að sækja um á Öresundskolleginu sem er stærsta kollegí í Danmörku með ca 1500 íbúa. Það er nebbla í fínni fjarlægð frá bænum og fínt verð ofl. En þá vitiði það en þetta er búið að vera mikið heilabrot hvort við ættum að flytja en nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið með það. Látum þetta duga í bili. Ragnheidur stórborgarpía kveður

þriðjudagur, október 25, 2005

Daninn er sko þannig að...

Já, nú er ég búinn að vera bæði í skóla hér og í vinnu og er nú búinn að komast að nokkru sem a.m.k. á við Dani á báðum þessum stöðum. Það er hve duglegir þeir eru að taka með sér nesti. Nú er ég að vinna á stórum spítala og þar sem er ansi stórt, gott og sérstaklega ódyrt mötuneyti sem er skammt frá (heit máltíð á 25 dkr, góð samloka á 16 dkr og kókflaskan á 6 dkr!). Samt sem áður er ég næstum sá eini af u.þ.b. 40 manna vinnustað sem fer og fæ mér að snæða þar! Flestir aðrir eru með lítinn nestispoka með ávöxtum eða grænmeti líkt og agúrkubita, tómat eða gulrót og þá oftast nóg af gulrótum. Þá skiptir engu hvaða starfstétt er um að ræða, hvort sem það eru læknar, sálfræðingar, pædagogar...allir koma þeir með lítið og sætt nestisbox með rúgbrauðinu sínu í eða ennþá grófara (og þá á ég við grófara rúgbrauð). Þeir eru alveg aðdáunarverðir hvað þetta varðar!
Nú er það bara að hafa opið auga fyrir öðrum aðstæðum og sjá hvort það sama eigi við fólk þar (á maðurinn ekkert líf?).

Helgin

Það er nú meira hvað ég er orðin léleg að blogga. Helgin var hin fínasta við fórum í mat til Sindra og Rögnu á föstudaginn þar sem Bjössi og Regína voru líka. Eftir matinn kom svo Halla frá Köben með Mexíkóahatt, greynilega verið fjör þar. Við spiluðum svo popppunkt þar sem Gunni og Bjössi tónlistarspekingar unnu. (Ég get sko ekkert í þessu spili) Skemmtilegt kvöld. Á laugardeginum buðum við Emil, Siggu Lóu og Selmu í pönnsur og kaffi. Það var svo gaman að við ákváðum að fara í heimsókn til þeirra um kveldið og spila póker. Við spiluðum svo líka pakk sem ég hef ekki spilað síðan ég var í Digranesskóla. Svo fór ég að horfa á Gunni spila fótbolta á sunnudeginum nema hvað að ég byrjaði á að fara á vitlausan fótboltavöll (mín ekkert allt of bright þessa dagana) en ég fann nú rétta völlinn að lokum. En mikið svakalega er orðið kalt úti ég hélt að tærnar væru dottnar af eftir leikinn mér var svo kalt.
Læt þetta vera lokaorðin í bili. Ragnheidur Osk

föstudagur, október 21, 2005

morgen bayer er tilbage


Tad er naumast hvad sumir taka daginn snemma!! Posted by Picasa

laugardagur, október 15, 2005

Góð kaup?

Já, ekki að það sé gúrkutíð í bloggheiminum þessa dagana en ég á til með að deila nýjustu matarinnkaupunum okkar með ykkur. Það var nefninlega slegið met í kjúklingabringum hvað varðar verðlag...tvö kíló á 50 DKR, og hvað með það þó þær séu frá Rúmeníu :) Nei, þær eru nú ekki þaðan, en það gæti hins vegar verið ástæðan fyrir þessu verði. Nú er um að gera fyrir búðareigendur að undirbúa sig vel fyrir komandi krísu í kjúklingabransanum vegna fuglaflensunnar sem er núna bara komin alla leið til
Evrópu. Úff...þetta angraði mann ekkert svo mikið þegar hún var sem mest áberandi þarna um árið í Asíu, en núna fer þetta að vera komið óþægilega nálægt, jafnvel þó þetta sé í Rúmeníu. Hvert verður hún komin eftir eitt ár eða skemur? En ég ætla nú samt að halda áfram að borða kjúkling hvað sem þessu líður...a.m.k. í bili

Prins er fæddur


Jens og Ragnheidur alveg i skyjunum...  Posted by Picasa

Já hún Mary er búin að fæða erfingja. Við erum alveg í skýjunum með þetta. . . Allavegana nóg um það. Pabbi er í heimsókn hérna frá Noregi og fórum við á menningarnótt í gærkvöldi, ég, Gunni og pabbi. Það var nú ekki nálægt sami fjöldi og á menningarnótt Reykjarvíkurborgar en þetta var mjög gaman. Við fórum upp í ráðhústurninn og horfðum yfir borgina mjög gott útsýni þar. Svo fórum við að borða á Valhalla sem er sona hlaðborð með forréttum (fiskréttir aðallega) aðalréttum(nautakjöt, svínakjöt og kalkúnn) svo ísbar í eftirrétt. nammi namm. Við skoðuðum svo eina listasýningu og fórum í Aros rétt fyrir lokun og enduðum svo kvöldið á að fara í gamla bæinn og sjá hvernig bjórinn var bruggaður hér á árum áður en var hann nú helst til súr. Nú er pabbi og Gunni að horfa á boltann.
Segi þetta gott í bili kveðja Ragnheidur

mánudagur, október 10, 2005

the game

yeeessssssss. klukkaður seinastur...hehehe alveg eins og í den. Hvað meinarðu, klukkaðirðu mig fyrir tveimur vikum? ekki tók ég eftir því, þú verður sko að snerta með báðum höndum og segja "klukk". Jájá, svona eru reglurnar.
Hérna kemur það þá:

1. Þegar ég borða með hnífapörum nota ég vinstri hendi fyrir hnífinn og þá hægri fyrir gaffalinn...samt er ég ekki örvhentur!! - en örfættur.

2. Ég fékk einu sinni rosalega flotta byssu frá frænku minni í afmælisgjöf og sá ekki sólina fyrir henni. Frænka nýkomin frá U.S.A. og svona byssur ekki á hverju strái...þess vegna man ég enn skelfinguna þegar ég uppgvötaði að ég hafði týnt henni...tveimur klukkutímum eftir að ég fékk hana.

3. Ég var einu sinni dauðarokkari og stundaði flösuþeytingar. Ég var með hár niður á axlir og fór á dauðarokkstónleika og sveiflaði faxinu í takt við ehh...taktinn. Þessu fylgdu stundum hvimleiðar harðsperrur á hálsinum daginn eftir.

4. Þegar ég var í leikskóla kallaði ég hann ekki leikskóla neiiiii....það var vinnan mín. "Jæja litli vinur, í hvaða leikskóla ert þú?" Ég: "Ég! ég er ekki í leikskóla...ég er í vinnu eins og pabbi (voða hreykinn)"

5. Ég get verið afar vandvirkur þegar ég fæ mér poppkorn, mér finnst nefninlega bestu poppin þau sem eru með dágóðar leifar af bauninni enn eftir. Þessi popp finnast oft á neðarlegar í skálinni. Þetta fer í taugarnar á sumu fólki :)

ÞAð eru víst enn e-r eftir í leiknum og hér með klukka ég Björn Hildir , Hildi systu (blog.central.is/gugirls) Kjarra , ogogog...hann Emil kallinn. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því!

kv
Gun

sunnudagur, október 09, 2005

Pabs i heimsokn

Þá er pabbi líklegast kominn til Hamborgar að tjekka sig inn á enn eitt hótelið. Það var þó ekkert hótelherbergi sem hann fékk hér í Árósum heldur hlýleg íbúð með fínum bedda í stofunni. Pabbi eða stóri bróðir minn, eins og hann vildi láta kynna sig :) kom hingað á föstudag og dvaldi hjá okkur yfir helgina. Við höfðum það bara mjög fínt og dóluðum um í bænum og dekruðum við okkur. Tad vild einnig svo til ad felagi minn Oli og kaerasta hans Louise komu til Arosa fra Kaupmannahofn og nadum vid ad sameina thetta a laugardagskvoldinu that sem vid forum ut ad borda og horfdum svo a Dani vinna Grikki 1-0.
Hann var nokkud serstakur matsolustadurinn sem vid forum a en hann var med mjog einfaldan thriggja retta matsedil...annadhvort fekkstu ther kjot eda fisk i adalrett! Vinkona Louise sem var einnig med okkur hafdi hins vegar enn minna val en vid thar sem hun var grænmetisæta og kemur vist ekki aftur a thennan stad :) Hun fekk ser bara tvo umganga af kartoflusupu. Tad var svolitid skondid Thjonninn: "jæja, a eg ad taka diskana ykkar" og kemur svo med tad nakvæmlega sama aftur handa henni :) En mjog godur stadur sem eiga erfitt med ad akveda sig hvad their eiga ad fa ser :) (Skt. Olaf fyrir forvitna). Vid forum nefninlega a thennan stad thar sem pabbi hafdi bordad a honum fyrir fjorum adur sidar eda svo med donskum samstarfsmanni sinum...sem nema hvad, var ad sjalfsogdu lika tharna lika nuna!
Svo er nú stutt í næstu heimsókn en á fimmtudaginn kemur pabbi Ragnheiðar í heimsókn frá Noregi og verður hjá okkur í nokkra daga.


Pabs og Gunz Posted by Picasa


ad skoda myndirnar eda skoda ekki...tad er spurningin. Aetlar thu? Posted by Picasa

þriðjudagur, október 04, 2005

Algjör ljóska. . . eða þúst .. ekki .........

Þúst mar er geðkt að reyna að vera kúl og þúst lita á sér hárið ljóst eða . . þúst sona ljóst/skollitað og þá bara kaupir maður lit sem á stendur blond og myndin sínir að með minn hárlit sumsé þá eigi maður að fá sona skollitað hár eftir ca 25 mín. Mín skellir þessu á hausinn og viti menn 25 mínútum síðar er konan(ljóskan) orðið ljós. . . nei dökkhærð úpsadeisí. Mín las ekki nógu vel á pakkann og þar stendur að maður verði fyrst að aflita hárið á sér aður en mar setur litinn í. Mega ljóska eða hvað. Nei ég er dökkhærð orðin og með svo viðkvæmt hár að hún getur ekki litað á sér hárið fyrr en eftir allavegana 2 mánudi, svo þetta verður haustlitur ársins. Vildi bara deila þessu með ykkur. Ætla að skella mér í heimsókn til Nýju miðbæjarrottanna he he Edda og Jósa eru nebbla fluttar á Herningvej mega öfundsjúk það er sko down town Aarhus. En þær eiga það samt alveg skilið búnar að búa einhverstaðar úti Lystrup, það er sko langt langt í burtu. ble Ragnheidur

mánudagur, október 03, 2005

Krogerup Hojskole

Já þá er helgin búin og veruleikinn tekinn við. Helgin var með eindæmum skemmtileg þar sem ég og Gunni fórum í heimsókn til Gerðar og Kjarra en þau eru í Lýðháskólanum Krogerup á Sjálandi. Það var vinahelgi og þá áttu sumsé nemendurnir að bjóða vinum sínum að koma í heimsókn og á laugardeginum var heljarinnar dagskrá þar sem við fengum að sjá hvað þau eru að gera. Gerður er í design og Kjarri í ljósmyndun og svo eru þau í Dönsku og friluftsliv þar sem þau fara í útilegur og læra á kajak og allskonar hluti sem að maður getur gert utandyra. Svo var líka hægt að vera í keramik og allskonar sniðugt. Maður vildi nú bara skrá sig í skólann. He he. En svo á laugardagskveldið var partý sem Gunni missti því miður af því hann þurfti að ná sínu flugi til 'Islands. En þetta party var svaka stuð Dj og manni fannst maður bara vera kominn á ball. Svaka hressir krakkar sem eru þarna með þeim í skólanum frá 'Islandi, Danmörku, Póllandi, Japan, Ungverjalandi og fleira og fleira. En nú er ég svo í skólanum í viku á svokölluðu innkalli. Þar sem allir fá sér frí úr praktíkinni og fá smá kennslu. Gaman að hitta fólkið aftur eftir langt hlé.
kv. Ragnheidur

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed