mánudagur, mars 27, 2006

Kallinn loksins búinn að finna sér samastað

Jæja, þá er langri leit lokið. Eftir að hafa þrætt bókasöfnin hér í köben (Amager, Den Sorte diamant, Fiolestræde) til að finna sem ákjósanlegasta námsaðstöðu, tel ég mig hafa loksins fundið hana hérna í CBS eða Copenhagen Buisness School. Hérna er flest allt sem hugurinn girnist. Góður aðgangur að neti, hrikalega gott mötuneyti, safnið opnar snemma (klukkan 8, en ekki 10 eins og öll hin) en svo líklega það besta er að hér er ekki lás á gagnasöfnin frá Árósarháskóla en eins og öll hin eru með. Mjög svekkjandi, þar sem gagnasöfnun er einn mikilvægasti þátturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Ef ég ætla að segja hve margir fullorðnir eru með adhd þá verð ég að komast í rannsoknir sem segja svo til um. Hin bókasöfnin voru reyndar með aðgang að gagnasöfnum, en sem komust bara ekki í námunda við hið frábæra kerfi sem Ársósar voru með (fjöldi blaða, greinar í fullri lengd, einfaldleiki og betri leitarvél). Þar hafiði það.
En ekki nóg með að skólinn hér er mjög nýr og glæsilegur (enda heita fyrirlestrasalirnir t.d PriceWaterHouseCoopers eða –e-r önnur fjármálafyritæki (greinilegt hverjir styrktu byggingu hans)), þá er Fitnessdk bara hérna í næsta húsi! Það er reyndar ansi stutt í það frá þar sem við búum, en við komum nú ekki til með að búa þar mikið lengur (hjúkk).

laugardagur, mars 25, 2006

Hjólastólakörfubolti

'Eg verð að segja að það er búið að vera mjög gaman í skólanum síðan ég byrjaði í sundinu og íþróttum. Við fáum kynningu á allskonar íþróttum sem ég held að ég hefði annars aldrei prófað eins og klifur og hjólastóla körfubolti. 'I gær kom nefninlega maður frá Kobenhavns idræts forbund og kynnti okkur fyrir íþróttum sem hægt er að stunda ef að maður er fatlaður. Byrjuðum á blindrabolta þar sem bundið fyrir augun á okkur og svo voru 3 í hvoru liði og svo bolti með bjöllu inní sem maður átti að koma í mark andstæðinganna. Mjög sniðugt og það er keppt í þessu á ólympíuleikunum. Svo fórum við í hjólastólakörfubolta sem var bara mega gaman ég held bara það skemmtilegasta íþrótt sem ég hef prófað mæli með að fólk prófi þetta ef það hefur færi á.
Í gærkvöldi fórum við í 30 ára afmæli hjá Baldvini úr Guðrúnu íslendingafótboltaliðinu hérna í Köben og þar var karíókí, gítarspil, grillaðar pulsur og mikið fjör. Hann bauð barasta öllu fótboltaliðinu og mökum og fjölskyldu og vinum svo það var ágætis fjöldi af fólki þarna.
Í kvöld erum við svo að fara í bíó að sjá V for Vandetta.
Kveðja Ragnheidur

fimmtudagur, mars 23, 2006

skrif

Fyrst við erum svona að ræða ritgerðaskrif og tilraunir (sjá neðari skrif), þá er ég búinn að vera etja kappi við smá ritstíflu. Var svo komið að hún var farin að smitast yfir á bloggskrifin mín, enda er búið að vera ansi fátæklegt um að litast þar seinustu misseri (amk samkvæmt bloggstaðli Gun). Þá fannst mér nú nóg komið, vera má að ritgerðin sitji á hakanum í nokkrar vikur eða mánuði, en þegar bloggið er farið að drabbast niður og þið lesendur góðir farnir að koma í hverja fýluferðina á fætur annarri (að ég tali nú ekki um myndasíðuna), að þá segi ég nóg komið! Ég ákvað því að snúa vörn í sókn og reyna drita eins mikið niður á bloggið sem ég gat, hvort sem vit er í því eður ei. Þá fáið þið ykkar skammt og ég el mér von í hjarta um að þetta virki á ritgerðaskrifin eins og ritgerðaskrifin (or the lack there of) virkuðu á bloggskrifin, en samt með öfugum áhrifum (hmm...skiljiði?).
Svo nú er bara að sjá og vona...

Smá hvatning frá ykkur mundi örugglega samt ekki saka ritgerðaskrifin :)

dugnaðurinn

Mikið rosalega er ég ánægður með sjálfan mig. Dugnaðurinn í manni. Búinn að koma mér á fætur fyrir klukkan átta alla þessa viku, og koma mér fyrir framan tölvuna í þeim tilgangi að verða e-ð áleiðis með ritgerðina góðu. Það eru engin smá áhrif sem dagsbirtan gerir fyrir andann, líkaminn er bara búinn að taka við sér þegar klukkan slær hálf átta.
Það gæti reyndar líka verið að það séu e-r áhrif frá sambýlisfólki mínu sem þurfa að vakna hálf sjö og hálf átta, það virkar hvetjandi (eða truflandi) og því fín ástæða til að rífa sig upp. Svo gæti það líka verið vinnumennirnir sem byrja með múrbrjótinn klukkan 07:00 í húsinu við hliðiná. Eða það gæti líka verið blanda af þessu öllu.
Gæti verið ansi löng tilraun að reyna finna útúr þessu orsakasamhengi um hvað hafi áhrif á upprisuna. Held ég haldi mig bara við dugnaðinn í sjálfum mér og eigni honum morgunrisuna (nei, ekki þá morgunrisuna hehe).

Blátt blað

Við skötuhjúin erum búin að vera dugleg að skoða Bláa blaðið á netinu undanfarna daga, og höfum rekist á urmul af áhugaverðum myndum og vörum sem okkur þykir mikið til koma. Það er meira að segja komið út í það að við höfum pantað okkur nokkrar vörur þaðan á mjög góðu verði, lítið notaðar og í fínu ásigkomulagi. Ehemm...kannski smá útidúr hérna, en það er svo fyndið að við vorum að minnast á þetta blað við einn og hann hélt að við værum að tala um KLÁM (blátt blað?)!! Ótrúlegt hvernig hugur sumra virkar, það er bara eins allt snúist um kynlíf og...já, látum það kannski gott heita, en merkilegt finnst ykkur ekki?
Að sjálfsögðu erum við að tala um Den Blå Avis sem er blað og netsíða sem auglýsir ýmis konar notaðar vörur, frá tölvuleikjum, borðbúnaði og bílum á góðu verði, og sumt meira að segja gefins. Við erum nefninlega búin að versla okkur eitt stykki frystir og eitt stykki glerskáp á samtals 500DKR, og erum að bíða eftir svari í fataskáp á litlar 600DKR. N.B. Þessar vörur mundu allar hver kosta um 2.000DKR nýjar, sem við vorum upprunalega að spá í að gera. Efast um að við eigum eftir að kaupa nokkuð án þess að ráðfæra okkur við Bláa blaðið fyrst.

þriðjudagur, mars 21, 2006

You must nourish to be good and productive students...

Jæja, þá fer að styttast í matarpásuna hérna í Det Kongelige Bibliotek og ég get alveg lofað ykkur að sama hve auðvelt ég á með að gleyma hlutum, þá eru engar líkur á því að þetta hlé gleymist. En bara svona til öryggis þá hefur bókasafnið smá svona reminder í hátalarakerfinu sínu. Málið er að þessi reminder minnir svo mikið á e-a framtíðarmynd í anda t.d. “the Island”, þar sem fólki er sagt hvað það eigi að gera og hvenær það eigi að gera það. Allow me to explain. Klukkan nákvæmlega 13:04 heyrast undurfagrir tónar um allt safnið, rennandi vatn, hljómar frá hörpu ásamt öðrum dáleiðandi hljóðum. Einnig heyrist í vélrænni hvíslandi rödd sem þylur e-ð óskiljanlegt. Námsmennirnir standa allir upp frá bókunum sínum og fara í hópum að dyrum mötuneytisins sem opnar nefninlega á þessum tíma. Enginn segir neitt, allir labba stjarfir af stað, hugsandi það sama “borða...næring...gott”. Þetta tónlistarinnslag er svo í um fimm mínútur og breytist á tveggja vikna fresti. Mjög sérstakt og skemmtilegt.

mánudagur, mars 20, 2006

sveittur dagur

Þvílíka syndaaflausnin (svitaaflausnin?) sem við gengum í gegnum í dag ég og Fúsi. Við ákváðum nefninlega að skella okkur í spinning tíma í ræktinni í dag og losa okkur við öll eiturefnin í líkamanum eftir átök helgarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið hjá okkur en örugglega ekki það seinasta. Þvílíkt gott fyrir þolið og svo styrkjandi fyrir fótavöðvana sem mun koma sér vel fyrir fótboltann í sumar og svo maraþonið...þegar að því kemur.
En ekki nóg með að við svitnuðum amk um hálfan líter þar, þá fórum við í "spa event" strax eftir tímann með Ragnheiði og Gerði. Það var enn meiri sviti en núna inní gufubaðinu. Þar kemur svo starfsmaður og dælir vatni á steinana með e-r ilmblöndu í, og sveiflar svo handklæði um svo heitt loftið streymir um mann allan. Eftir það sprautar hann svo yfir mann köldu vatni, og svo áfram þannig til skiptis. Ahhh...alveg unaðslegt. Líkaminn var orðinn alveg eins og deig eftir þetta...held við eigum eftir að sofna vel í kvöld.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Zoologisk have og skóli

Á laugardaginn fóru Gunnar, Ragnheidur og Sigfús í dýragarðinn í Kaupmannahöfn það var kaldur en sólríkur dagur og fannst þremenningunum sniðug hugmynd að heylsa nú uppá dýrin. Þetta var hin skemtilegasta ferð.
Um næstu helgi ætla ég Ragnheidur svo að skella mér á íbúðarmessu . . . hvaða hvaða hvað er það nú nei það er verið að halda svona sýningu í Forum hérna í Kaupmannahöfn boligmesse heitir útstillingin, þar sem eru allskonar básar og innblástur fyrir innréttingu heimilisins. Hlakka mikið til. Gerður ætlar að koma með mér og kanski Gunni ef það er fleiri áhugasamir þá latið vita he he.
Það er allt á fullu í skólanum þar sem ég er að vinna mega stærsta hópaverkefni sem ég hef verið í. Við eigum sumsé að gera 35 síðna verkefni. Við erum 18 í hópnum og eigum að finna okkur sameiginlegt efni og skrifa um það í minni hópum en vandamálið er að við erum svo fáránlega ósammála einn hópur vill skrifa um hið margbrotna samfélag einn um félagslega uppdeilingu í Kaupmannahöfn og minn hópur vill skrifa um aðlögun innflytjenda í danskt samfélag. Þetta erum við síðan búin að reyna að tvinna saman í núna einn og hálfan mánuð þar sem við sitjum öll 18 stk í 6 til 8 tíma 1 sinni til 2 í viku og reynum að finna lausn. Bara að láta ykkur vita þá vill enginn gefa eftir og við fengum að vita í dag að við fengjum að skrifa hver hópur í sínu lagi. Hjúkk því ég held að þetta hefði aldrei getað endað vel nú eigum við nebbla að skila problemstilling 4 april svo við verðum að halda vel á spöðunum og leggja ekstra vinnu í þetta til að ná þessu í tíma.
Svo er konan komin með vinnu á leikskóla bara sona afleysingar þegar starfsfólkið er veikt eða í fríi gæti verið sona 10 tímar á viku passar mér mjög vel og er í sömu götu og skólinn minn. Ekki amalegt að geta unnið á leikskóla með skóla.
Kveð í bili Ragnheidur

föstudagur, mars 10, 2006

Nú má Ronaldinho fara vara sig...

Er buinn ad vera allsvakalega virkur i hreyfingunni thessa vikuna. Fusi er buinn ad festa kaup a korti i fitnessdk, og erum vid tvi bunir ad vera duglegir ad taka a tví -og thrihøfdanum og hvad their heita nu allir thessir vødvar (høfdar?).
Ekki nog med tad, heldur er eg buinn ad sparka i nokkrum sinnum i fotbolta med einu Íslendingalidinu Gudrún herna í Køben, ég held tvi ekki lengi ad næla mer i eitt gott stykki form. Nafnid a ithrottalidinu er nu ansi skrautlegt, en mér skilst ad nafnid eigi ad vera létt grín, og grunar mig ad nafnid Gudrún se tad sama fyrir fotboltan og hljomsveitin Úlpa se fyrir tonlist. Tid getid spád í thessu ef tid viljid :)

e.s. afsaka dønsku stafsetninguna

I predict a riot!

Vid fórum á mjøg skemmtilega tónleika í gær med Kaiser Chiefs, ansi hressu og gódu bandi frá U.K. Their voru haldnir á stad sem heitir VEGA, sem er svona mjøg rúmgódur og flottur 1.500 manna stadur. Thetta er einmitt eitt af tvi sem eg ætla reyna lata ekki fram hja mer fara herna i Køben, sem er ad fara a svona "millistora" tonleika. Thetta eru svona tonleikar sem eg er ekki vanur tvi tad er eiginlega enginn svona stadur heima a islandi, tad er annadhvort bara NASA og Gaukurinn, eda Laugardalshollin. Er tvi held eg mjøg erfitt ad fa svona millistor bønd sem myndu aldrei fylla Høllina og væru of dyrir fyrir Gaukinn, enda kostadi bara 200dkr inn a tonleikana i gær. Mundi eg tvi segja ad tad er mikil thørf a svona stad heima. Reyndar held eg ad 12 milljarda krona tonlistahøllin sem er ad fara risa eigi ad bæta adeins ur tvi.

annars mundi ég segja að lineup-ið fyrir næstu Hróaskeldu sé orðið ansi freistandi, og ekki er allt komið enn...

föstudagur, mars 03, 2006

hvur röndóttur!



Ég og Davíð hittumst á pöbbinum. Greinilega maður með góðan fatasmekk :)



Svo bættist einn hálfbróðirinn í hópinn.



p.s. getur e-r séð hvað er eins á myndunum báðum, að peysunum og skyrtunum undanskildum?

fimmtudagur, mars 02, 2006

Not so big moving day

++ Já, það verða íbúðarskipti nú um helgina, þ.e. við förum frá þeirri sem við erum í núna, til íbúðarinnar sem við hliðina á okkar. Spurning um að slá tvær flugur í einu höggi og halda svona innflutnings –og útflutningspartý í einu, eða kannski bara flutningspartý. Þar geta gestirnir tekið þátt í að flytja dótið yfir og partýið verður svona mest á ganginum bara. Fermum allt dótið okkar yfir með svona kínverskri keðju. Það er spurning...

++ Annars rámar mig í umtal um íslenska knattspyrnuliðið þegar við vorum ekki alveg sátt við stöðu liðsins okkar á FIFA listanum hérna fyrir nokkrum árum. “Ég meina kommon...liðið fyrir ofan okkur er Trínidad og Tóbagó...how lame is that?” Já, frekar lame...a.m.k. fyrir Trínidad.

++ Ég verð samt að tjá mig aðeins um útrásina okkar góðu og þá hér í Danaveldi. Ég er að sjálfsögðu fylgjandi henni en mér finnst samt svona frekar mikill óþarfi að Íslendingar eru að fara í samkeppni hvorn við annan á erlendri grundu. Það hljóta að vera fleiri fiskar í sjónum. Nú eru Kaupþing og Landsbanki farnir að kaupa til sín toppstjórnendur frá hvorum öðrum í dönsku bönkunum sem þeir eiga stóra hluti í hérna, og Baugur og Björgúlfsfeðgar farnir að bítast um fasteignarmarkaðinn í sínum dönsku fasteingarfélögum. Það kannski segir okkur e-ð um keppnisskapið okkar eins og einn félaginn minn orðaði það.

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed