þriðjudagur, janúar 30, 2007

I smell smoke

Fannst ég vera búinn að finna einkennilegan fnyk í íbúðinni seinustu mínútur. Var ekki frá því að um brunalykt væri að ræða. Er ég því búinn að hnusa hér og þar í íbúðinni og búinn að fullvissa mig um að lyktin kemur ekki héðan. Lít ég þá út um gluggann minn og sé ágætan reykjastrók leggja frá íbúðinni ská fyrir neðan. Mig grunar að það sé kviknað í og rek hausinn út um gluggann. Neinei, þá eru bara grannarnir að grilla svona í góða verðrinu útá svölum, í lok jan!

spennitreyja

Já, spennan er í hámarki hér í Danaveldi og ekki aðeins útaf handboltaleiknum! Ég á nefninlega mjög erfitt með að hafa augun af símanum því ég á von á símtali hvað að hverju frá Barna- og unglingaráðgjöfinni í Helsingor, en þar var ég einmitt í mínu fyrsta starfsviðtali nú fyrr í dag. Þetta gerðist ansi fljótt fyrir sig, því það var bara á miðvikudaginn sem ég skilaði inn starfsumsókn og svo tæpri viku seinna er bíð ég eftir símtali!
Staðan sem ég sótti um var ný innan kerfisins og er ætluð að búa til úrræði fyrir börn með ADHD, nokkuð sem maður er ansi kunnugur fyrir. Viðtalið var mjög erfitt (spurningarlega séð) því það var sífellt verið að spyrja hvað "ég" gæti komið með nýtt inní starfið, hvernig ég mundi reyna byggja það upp, og fleiri þess háttar spurningar. Nokkuð erfiðar spurningar fyrir nýútskrifaðan sálfræðing. Ég náði samt að koma með nokkra góða praktískar hugmyndir og punkta um það sem ég gæti lagt til málanna og fannst mér að ég hafi skorað nokkur stig þar.
Andrúmsloftið var fannst mér nokkuð gott, sjö kvenmenn á miðjum aldri sem baunuðu á mig spurningum sem ég svaraði eftir bestu getu. Að auki náði ég nokkrum sinnum að slá á létta strengi aukreitis. Það verður því fróðlegt að sjá hvort frammistaðan mín hafi dugað til eða hvort þau vlji fá e-n reyndari sálfræðing sem er fastur í gömlum skorðum eða einn ungan og ferskan með fullt af hugmyndum! Jæja, verð að hætta núna því mér finnst endilega a síminn sé ða fara hringja bráðum...

laugardagur, janúar 27, 2007

Óskars”season” er hafið. Nú ber vel í veiði

Þá er búið að tilkynna hvaða myndir hlutu Óskarstilnefningu fyrir árið 2006. Ekki get ég sagt að ég hafi mikla skoðun á hvaða myndir eiga eftir að hreppa hnossið enda hef ég ekki séð nema brot af myndunum. Ólíkt fyrri bíoárum á Íslandi. Hérna fer ég bara svo miklu sjaldnar í bíó. Maður hefur líklegast e-ð betra við peningana að gera (reikningar). Það hefur nú samt sem áðu gripið um sig smá spenningur í kjölfar tilnefninganna því þá er einnig ljóst hvaða myndir eru skyndilega í boði á netinu í DVD gæðum. Óskarsakademían hefur fengið eintök af öllum myndnum sem komu til greina, og e-s staðar í því ferli hafa myndirnar ratað inná alnetið. Það ber því vel í veiði fyrir niðurhalsseggi eins og mig. Þetta gæti kannski verið ástæðan fyrir því að ég hef farið svo lítið í bíó undanfarið...?

föstudagur, janúar 26, 2007

Viggó Viðutan hvað ?!?

Ég var ágætlega viðutan við mig í gær. Ætlaði að skella mér í ræktina og henti dóti úr fataskápnum í æfinartöskuna. Ég hefði betur átt að skoða hvað leyndist í þessari fata hrúgu, því þegar ég tók uppúr töskunum fann ég út að ég hafði tekið bol og íþróttajakka en ekki íþróttabuxur (sem voru n.b. úr sama efni og sama lit)! Ég fór í bolin og fór fram í afgreiðslu og spurði hvort þeir ættu ekki e-ð í tapað fundið sem þeir gætu lánað mér
Afgreiðslumaður: Af hverju?
Ég: Því mig vantar íþróttabuxurnar mínar
A: í hverju ertu þá núna?
É: Þessum gallabuxum hérna en...
A: Það má alls ekki vera í gallabuxum í ræktinni!
É: Rólegur, ég ætlaði að kanna hvort þið gætuð lánað mér e-ð úr tapað/fundið
A: “Bíddu aðeins”. Fer til kollega síns sem spyr mig svo aftur af hverjum mig vantar buxur.
É: Því ég gleymdi mínum heima og er bara í þessum hérna og...
A. Það má alls ekki fara í galla...
É: Ég greip frammi fyrir honum. “Nei, ég ætlaði það heldur ekki. Þess vegna vantar mig lánsbuxur”.
A: Nei, það gengur ekki, hvernig heldurðu að það mundi vera ef sá sem hefur týnt flíkinni, væri hérna og mundi sjá þig í þeim?
É: ÆTLI HANN YRðI EKKI BARA ÁNÆGÐUR AÐ FINNA ÞÆR AFTUR HELVÍTIÐ ÞITT!! - langaði mig að öskra uppí eyrað á honum og var strax farinn að sjá eftir því að spyrja Dana um greiða. Það er alltaf eins maður sé að biðja um frumburðinn þeirra í hvert sinn! Ég ákvað að heillavænlegra væri að segja: Áttu þá ekkert svona ársgamalt drasl?
A: Nei, við hendum alltaf reglulega og eigum eiginlega ekkert eftir.
É: Hann var kominn í svo bullandi þversögn við sjálfan sig en ég sá í hvert stefndi. Djö...hefði átt að segja hitt frekar. Hefði verið meira "feis". Í staðinn bölvaði ég honum í hljóði og fór heim og henti dótinu inní skáp aftur.

Í dag gerði ég aðra tilraun, en það var eins og við manninn mælt, hvað tók ég uppúr töskunni annað en íþróttabol og íþróttajakka enn eina ferðina! Ég þakkaði hins vegar mínum sæla yfir að hafa tekið stuttbuxur með til að hlaupa í á brettinu (íþróttabuxurnar eru sko til að geyma Ipodinn í, ekki góðar til að hlaupa í innivið).
Ég gat þó huggað mig við það að ég hafði gleymt handklæðinu...
Ég er ekki alveg í lagi suma daga...

Nyhedsavisen "on fire"

Danirnir eru ágætlega duglegir við að birta fréttir sem sem gera lítið úr árangri
Íslendinga hérna og þá sérstaklega úr Nyhedsavisen. Þeir birtu um daginn eina grein yfir það sem stóð uppúr á árinu og tilgreindu atburð sem þeir kölluðu blaðabrennurnar á Amagerströnd. Ekki hafði ég heyrt um þær áður, en þá virðist sem blaðberar fyrir Nyhedsavisen sem voru sóttir frá Póllandi virtust ekki hafa skilið upp né niður í starfi sínu og kunnu ekki einu sinni að lesa kortið til að sjá hvar þeir áttu að dreifa blöðunum. Sumir af þeim höfðu því brugðið á það ráð að losa sig við blöðin með öðrum hætti og hent tugum af blaðabunkun í höfnina. Einum datt í hug það snjallræði að kveikja í þeim á Amagerströnd sem var frekar afvikin um þessar mundir. Þetta fannst öllum snjallræði og fleiri og fleiri bættust í hópinn. Þetta komst af sjálfsögðu upp eftir skammt (enda gríðarlegur reykur sem kom af þessu). Pólverjarnir voru reyndar með e-r afsakanir og sögðu að allt væri í kaós hjá þessu fyrirtæki og að erfiðlega hefði gengið að fá lykla af stigagöngunum. En kommonn, hve stúpid geturðu verið ef þú getur ekki einu sinni fundið út úr korti, eða bara spurt um nánari leiðbeiningar. Héldu þeir að auki virkilega að brennurnar mundu ganga til lengri tíma litið. Nú held ég a.m.k. að ein ástæða sé komin fyrir þvi af hverju dreifing blaðsins sé ekki búin að vera eins og góð og áætlað var...

fimmtudagur, janúar 25, 2007

éttu, annars rýrnun!

Alveg magnað hvað matarlystin breytist hjá mér eftir að ég byrjaði í ræktinni. Nú heimtar líkaminn bara hágæða prótín eftir hverja æfingu og ekki nóg með það, heldur vekur hann mig stundum á næturnar með hávaða garnagauli. Ég er nú ekki farinn að hafa kjúklingalæri á náttborðinu ennþá, en fæ mér þess í stað stundum prótinsjeik á kvöldin. Ég man samt að halda honum sem lengst frá sófanum (þeim er víst e-ð illa til vina). Bara verst hvað maður rekur mikið við af´essu...

þriðjudagur, janúar 23, 2007

anall

Já, svei mér þá ef þessi annáll frá Ragnheiði hefur ekki kveikt í mér smá löngun til að gera einn svipaðan sjálfur. Þetta verður hins vegar ekki atburðannáll eins og hjá henni enda mundi það vera ansi mikil endurtekning. Þess í stað ætla ég að gera svona tónlistarannál fyrir árið eða svona “mest spiluðu diskarnir”. Það kemur í stað “bestu diskarnir árið 2006”, því þeir sem ég spilaði mest þetta árið komu ekki endilega út á árinu. Að auki hef ég nú oft verið svona “semi-eftirá” með nýja tónlist og sem dæmi um það þá hef ég oft kannað nýjustu diskana og ákveðið að mér líki ekki við þá, en breyta svo um skoðun ári seinna þegar allir aðrir eru búnir að nauðga þeim. Þetta ætti því frekar að heita “best of...2005” ef e-ð. Þetta endurspeglar því frekar svona tónlistasmekk minn þetta árið og hvaða múíksanta ég uppgvötaði þetta árið. Sumt af þessu er hins vegar ekki mjög nýtt af nálinni. Ég mæli með að fólk gefi sér tíma og kanni viðeigandi diska eða sérstaklega lög sem ég tel upp, því það er aldrei að vita nema það heyri e-ð sem þeim muni geta líkað.

Bestu diskarnir (í engri sérstakri röð)

The Streets: Ég útskýrði vel hvaðan þessi hrifning kom eftir seinustu Hróaskelduferð mína. Alveg merkilegt hvað svona hand-picked lög (samnefni yfir best of cd) geta gert til að breyta skoðun manns á tónlistarmanni. Hafði áður álitið hann sem frekar pirrandi white-trash týpu, en lít núna á hann sem ljóðrænan og góðan rappara sem er einn þeirra fáu rappara sem ég get hlustað á. Lög eins og Has it come to this og It´s too late og Dry your eyes mate, ættu allir að hlusta fyrst á áður en þið dæmið hann. Fyrsta og önnur platan mun betri en sú seinasta.

Flaming lips: Yoshimi Battles the Pink Robots (2002) – eflaust einn sá mest spilaði 2006. Ekki glænýr af nálinni, en hvert lagið öðru betra. Skiptir eiginlega ekki máli hvað þið heyrið af honum, mæli þó sérstaklega meðAre you a hypnotist, Fight test, og Do you realize. Féll þó í þá gildru að download.$%$#, ehemmm...”nálgast” alla hina diskana þeirra í einu, sem endaði í of miklu tónlistarflóði sem ég gat ekki melt almennilega. Nýjasti diskurinn þeirra At War with the Mystics og The Soft Parade gáfu þó ágætis fyrirheit.

Leonard Cohen: Eitt af “uppgvötunum” mínum þetta árið“. Eins og ég sagði, ekki alltaf fyrstur með fréttirnar”, og til að bæta gráu ofaná svart er þetta Best of diskur sem ég hlustaði á. En ef þið viljið fá á tilfinninguna að þið séuð “intellektjúal artý” týpur, þá mæli ég með að þið skellið Cohen á með rauðvínsglas um hönd og kertaljós, og hlustið sérstaklega á lög eins og So long Marianne, Suzanne, Who by Fire og The Partisan.

Nick Cave
: Sama uppi á teninginum hér. Hafði oftast álitið Cave sem frekar þungan og fullmyrkran fyrir minn smekk, en eftir að ég komst yfir Best of... plötuna hans að þá sá ég að hann hefur samið heilmikið af mögnuðum lögum (en samt mikið af tormeltun lögum einnig). Flestir kannast eflaust við Into my arms, og hið kraftfmikla Do you love me, en færri við lög eins og Henry Lee og hið einstaka The one I´ve been waiting for.

Kaiser Chiefs: Unemployement. Svo geta tónleikaferðir einnig skipt sköpun (sköpum? (í alvöru, hvernig?)) í tónlistarsmekk manns. Var nokkuð spenntur fyrir tónleikum þeirra hérna í Köben og kynnti mér því rækilega plötuna þeirra. Eftir tónleikana þá voru þeir búnir að stimpla sig endanlega inní tónlistarminni mitt.

Keane – Under the Iron Sea, og Hopes and Fears. Kynntist þessu bandi fyrir alvöru þetta árið og þvílíka magnið af góðe efni sem kemur frá þeim. Að vísu margt keimlíkt, en að sama skapi flest jafn gott. Þarf líklegast ekki að kynna frekar, en mæli með að fólk kíki á diskana þeirra þvi þar er fullt af efni sem ekki fór í spilun á útvarpsrásum allra landsmanna.

Jeff Who – Death Before Disco: Bjartasta von Íslendinga að mínu mati. Ef e-r er ekki búinn að rúlla þessum í gegn og hefur aðeins dansað við Barfly á skemmtistöðum borgarinnar, þá á hinn eftir góða upplifun í anda The Strokes.

The Killers – Hot Fuss. Eldri diskurinn þeirra er mun betri en sá nýji að mínu mati (enda kom sá nýju út 2006 og því varla við því að búast að ég sé búinn að melta hann almennilegaJ). Allt hörku hressir slagarar þar á ferð!

Arctic Monkeys – Whatever people say I am, I am not. Þessi rétt skreið inn á listann. Heyrði í þeim snemma árs en það var ekki fyrr en undir lokin að ég augun opnuðust. Kraftmikið rokk með nokkrum hörku slögurum. Allir kannast við I bet you´ll look good on the dancefloor, en hvað með lögin A certain romance og Dancing shoes?

Coldplay – Castels. Eftir að vera búinn að hlusta samfleytt á Coldplay í fimm ár, sá ég fram á pásu í þeim málum þar sem þeir voru sjálfir búnir að lofa pásu í útgáfum. Það var þó áður en þeir gáfu út samansafn af B-hliðar lögum af smáskífum og öðru efni sem rataði ekki inná hina diskana þeirra. Fullt af eðalalögum a la Colplay og brúar bilið þar til næsta skífa þeirra lítur dagsins ljós. Crest of waves og Things I don´t understand raða sér einna hæst.

Þessir rötuðu einnig hátt:

Depeche Mode: Væri eflaust á toppnum ef ég hefði drattast á tónleikana með þeim á Parken, já eða í Árósum.

Ampop – My Delusions: Engin rakin snilld, en samt ansi mikið spilaður og vel virði góðrar hlustunnar.

Pink Floyd: Eru stöðugt í spilun og tek ég jafnan gott Floyd-ara tímabil. Eftir Roskilde hinsvegar, þar sem ég bókstaflega táraðist á tónleikunum, met ég þá enn meir en áður. Ef e-r efast um þá, þá fær lagið til dæmis Comfortably Numb alla til að snúast til betri vegar.

Þessi kemur sterkur inn á nýju ári:

Hotel Costes – 2006: Samansafn safaríkrar House tónlistar og ekta “kaffihúsatónlist” tekið saman af plötusnúði hins þekkta hótels Costes í París. Þeir sem hlusta í laumi á Party Zone á Rás 2 ættu að kíkja á þessa eðalblöndu af þvi besta í house tónlist 2006. Er þegar búinn að “nálgast” 2003, 2004 og 2005 og er ekki svikinn.

vona að þið hafið enst lesturinn og orðið e-u fróðari

mánudagur, janúar 22, 2007

snjói snjó

Það snjóaði í dag. Ég sem hélt að við værum að fara að hætta að hafa snjó hérna í Danmörku þökk sé global warming. En maður getur víst ekki hrósað happi of snemma nei nei. Það var sko ekkert gaman að hjóla í skólann mér leið allavegana eins og í byl. Lásinn var meira að segja frosin. suss vona að þetta verði ekki slæmt. og fari helst á morgun. Líklegt, held ekki.
Svo er mar að fara í próf á miðvikudaginn lokapróf í Íþróttum. Nú er ég búin að vera í þessum skóla í 2 og hálft ár og þetta er fyrsta prófið sem ég fæ einkun fyrir. Eð annað en heima. Maður hefur alltaf bara fengið náð/ekki náð einkun. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer. 'Eg hlakka allavegana til að vera búin að þessu. Því svo fæ ég vikufrí, ekki slæmt, áður en ég byrja svo verknáminu mínu á Jordkloden/jarðarkúlunni leikskóla á Innri Norðurbrú. Þetta er seinasta verknámið mitt.
EKki mikið meira að frétta hérna hjá mér í bili. kv Ragnheidur

föstudagur, janúar 19, 2007

annáll ársins 2006

Þetta er kanski fullseint en hérna kemur allavegana smá annáll fyrir árið 2006

-Janúar
já í janúar bjuggum við enþá í Árósum hugsa sér mér finnst það svo langt síðan. Þessi mánuður fór í að pakka öllum okkar eigum í kassa og bubluplast. 'Eg kláraði líka praktikina mína í Rend og hop. Sá sem veit hvað rend og hop þýðir fær plús í kladdann:)
- Febrúar
1. Febrúar leigdum við fluttningabíl og keyrðum til Köben og fluttum við Gunni inná Gerði og Kjarra á Öresundskollegiið. Ég byrjaði í Hovedstadens pædagogseminarium 5. feb fluttum við inní Svanemöllen í silfurlituðu íbúðina. Med sameiginlega klósettinu með grannanum og sameiginlegu sturtunni með sören, dan, anne, marie og já öllum í fokkin húsinu. Þar voru haldin nokkur teitin með Gerði, Kjarra, Rex og Bjössa og Fúsa sem rann í hlað 23 febrúar. Fengum tilboð í íbúð á Prags Boulevard !! Hver veit hver veit Gunni byrjaði á fullu á kandídatsritgerdinni sinni.
- Mars
Byrjaði að vinna sem vikar í Spiretoppen sem er ekki grænmetismarkaður heldur leikskóli. 5. mars fluttum við í aðra íbúð en sama klósett ef þið fattið mig, við fluttum kanski ekki inná klósettin en já íbúðina við hliðiná, sem var sem betur fer ekki með silfurlituðum veggjum. Fúsi kallinn flutti inn með okkur þar. Gunni fór á Kaiser chefs með Kjarra, Óla og Louise. Gunni byrjaði í Guðrúnu. Skoðuðu dýrin í dyragarðinum í Köben. (Mamma hvernig segir mar aftur Dýragarður á Dönsku he he)'Eg prófaði Hjólastólakörfubolta ekkert sma´skemmtilegt.
- Apríl
3. apríl fluttum við inní endanlega íbúð á Prags Boulevard 54 ekkert smá sátt. Kjarri, Gerður, Bjössi og Fúsi hjálpuðu okkur að flytja. Gunni kíkti í heimsókn til Árósa. Byrjað að selja skyr.is í Dk heitir bara skyr samt hérna. Gunni klárar fyrstu 16 síðurnar af verkefninu sinu til vejlederens síns þar af urdu 3 af þessum síðum í endanlega verkefninu. Mams kom í heimsókn með allar Arnarsmárapíurnar með sér. Good times.
- Maí
Kíktum í Fælledparken á 1. maí mótmæli margmenni mætt á svæðið. Ég lenti í árekstri á hjólinu mínu keyrdi inní bíl. Margrét og Leifur komu í heimsókn. Hjördís, Jóhanna, Kristín H, Kristín Erla, Kristín Rut, og Íris komu í eftirminnilega heimsókn til Köben. Silvía Night var púuð af sviðinu í júróvisjon. Gunni kíkti á Radiohead í KB hallen. Fórum út að borða á Umami nammi namm segi ég bara. Gerður Flutti heim gráti grát. Fúsi flutti heim gráti grát.
- Júní
Leifur kom í stutta heimsókn. Ég kláraði önnina og þar með ordin löggiltur sundkennari allavegana hér í DK. Kjarri flutti heim Gráti grát. Gunni fór á Hróaskeldu.
- Júlí
Þóra Stína kom í heimsókn í 11 daga vei vei. Við kíktum saman á Hróaskeldu á sunnudeginum og sáum ýmis skemtileg bönd. Kíktu til Malmö. Skoðuðum íslendingaslóðir með Guðlaugi Ara og Bjössa og Regínu. Fórum í útisundlaug með 10 stökkbrettum í góða góða veðrinu. Fórum til Helsingör og Helsingborg með Rex. Fórum til Porec í Króatíu og hittu ma og pa. Góð ferð. Gott veður. Kíktum líka til Slóveníu og Feneyja.
- Ágúst
11. ágúst varð Gunni 28 ára. of heitt til að gera neitt. 'Eg hljóp boðhlaup með skólafélögum mínum í Fælledparken. Boten ANna gerði allt vitlaust bæði í DK og á 'Islandi.
- September
Fórum í pílagrímsferð til Árósa og kvöddum Emil og Siggu Lóu sem voru á leið til Íslands mánuði seinna. Hittum gamla vini og kíktum á Festuge. Gunni fór á Rolling STones í Horsens með Bjössa og EMil. Ég fór í stutta heimsókn til 'Islands.
- Oktober
Gunni fór til Íslands. Ég fór til Tékklands. Keyptum okkur flatskjá. Já og svo það skemmtilegasta sem gerðist í mánuðinum var að hún elskulega litla systir mín hún Arna kom í heimsókn.
- Nóvember.
27 nóvember varð ég 24 ára. Gunni kláraði Kandídatsverkefnið sitt. Keyptum okkur ekspressókaffivél á 20 kall. Fórum á árshátið Guðrúnar. Svakalegt stuð. Pabbi kom í heimsókn frá Bergen ýmislegt gert i því tilefni.
- Desember
Keyptum fullt af jólagjafapökkum handa ykkur elskurnar mínar. Flugum heim 18 des. Eyddum jólunum í góðu yfirlæti með fjölskyldu og vinum. Sakna ykkar allra og vonandi að 2007 verði jafn viðburðaríkt og 2006.

laugardagur, janúar 13, 2007

leiddur til slátrunnar

Þá er núna kominn tími á klippingu. Kosturinn við Danmörku er að hægt er að fá klippingu á 90 dkr annars vegar og svo þessa á 300 dkr. Munurinn liggur í þessir ódýru eru rét búnir með eitt eða tvö ár í námi en geta samt sem áður opnað stofu. Oftast eru það innflytjendur sem rekar þær stofur. Hinir eru búnir með 4 ár eða meira. Ég hef nær alltaf farið á þessu ódýru stofur, en stundum fengið lakari klippingu fyrir vikið. Ég hef fundið eina mjög góða á Svanmollen, síðan við bjuggum þar fyrir um ári og látið mig hafa það að ferðast í 30 mín til að fá góða klippingu. Ég hef þó ekki alltaf nennt því og hef þvi verið að prófa mig áfram hérna í nágreninu. Það hefur verið svona happadrætti í anda Forrest Gump “You never know what you´re gonna get”, hvernig maður kemur klipptur út frá stofunni. Til að mynda lét ég snoða mig eftir seinustu heimsókn á eina klippistofunna. Ég ætlaði þvi að heimsækja minn góða kunningja í Svanemollen en því miður er hann í fríi til 23.jan. Ég ákvað því að prufa einn hérna í húsinu við hliðiná. Mér leist ekki á blikuna frá þvi ég steig þar inn. Þegar ég spurði hvort ég gæti fengið klippingu hér, benti maðurinn benti bara á stólinn Ég fór úr og svo benti hann mér aftur á stólinn. Ég settist og grunaði að væri svona silent typa. Svo sest ég og hann setur svuntuna og það á mig og spyr svo: “Maskin?” (Rakvél). Ég reyndi að útskýra hvort hann gæti klippt mig með skærum á kollinum en gæti notað vélina á hliðarnar. “Saks?” fékk ég á móti. Smá tungumálaörðugleikar. Úff...það er verið að fara slátra mér hérna, hugsaði ég. “Já”, sagði ég og benti svo á “maskin” og stærsta blaðið. “Maskin?” fékk ég til baka. Þá gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei gert. Ég stökk upp og gaf honum einn svellkaldan á hann beint í smettið! Nei, nei. En ég stóð upp og sagðist ætla fara á annað stað. Greyið maðurinn vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og náði í konuna sína til að vera túlkur okkar á milli. Ég held ég bíði til þess 23.jan.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Gunni eyðilagði sófann

Já það er rétt, það þurfti eð þessu líkt til að ég tæki upp bloggpennann. Því einhverveginn efast ég um að hann mundi skrifa þetta... eða hvað maðurinn skrifar nú um innslög svo hver veit:) Nú yða lesendur líklega í skinninu að vita hvernig kallinn gerði þetta, þannig er mál með vexti að Gunni fór að búa sér til Próteinsjeik með banana, mjólk og próteindufti og þegar þetta var allt saman tilbúið tekur hann sér einn til tvo sopa og leggur könnuna svo frá sér á sófaarminn nema hvað að sófaarmurinn var ekki eins stöðugur og kallinn hélt og ca 529ml af próteinsjeik flæddu yfir sófann. Já og ofaní allar smugur sem það fann. Við erum nú búin að reyna að þrífa hann og núna stendur Gunni með hárblásara í hönd og reynir að þurka hann og stofan ilmar af súkkulaði og banana. Vonandi bara að það breytist ekki í miglufýlu púha.

gunni vildi láta fylgja með að honum fyndist þetta bara miklu betra sona það væri miklu betri lykt í íbúðinni núna hann er svo hrifinn af bananasúkkulaðiilmi.

Kveðja Ragnheiður

back to school

Þá er ég kominn aftur í leikskólann. Nei, ég er samt ekki genginn aftur í barndóm. Kannski að vissu leyti þó, því ég fékk mér afleysingarvinnu í leikskóla hérna í nágreninu. Ágætt til að fá aðeins meiri pening í budduna, smá æfingu í dönskunni og svo er nú bara gaman umgangast þessi litlu kríli. Það er samt spurning hvort að danskan eigi eftir að bætast e-ð því krakkarnir tala nú ekki alltaf sérlega skýrt, með annaðhvort munninn fullan af mat eða nebbann fullan af hori :) Þannig ef eg ég byrja að tala nefmælta dönsku, þá vitið af hverju.

mánudagur, janúar 08, 2007

dagbækur, gulls í gildi

Ég get glaður tilkynnt þeim sem voru ekki svo heppin að fá eintak af nýjustu bloggbókinni í bókaverslunum fyrir jólin, geta huggað sig við það að ég luma enn á nokkrum eintökum sem verða seld hæstbjóðendum. Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að tala um, þá hef ég seinustu prentað út þessa bloggpósta okkar Ragnheiðar og látið binda inn. Við erum bara svo gamaldags að okkur þykir enn gaman að skoða þetta á prenti. Og gaman er það, miðað við þetta gullfiska minni mitt, þá ætti ég að vera búinn að steingleyma þessari dvöl okkra hér úti. Það er því ansi gaman að hressa upp á minnið sitt og kíkja á hvað maður var að gera fyrir tveimur árum síðan núna í
þessum bókum...hvernig ætli það verði að kíkja í þær eftir tíu ár?



Þrátt fyrir að maður hafi nú verið ágætlega duglegur að blogga, þá er það nú samt ekki ástæðan fyrir að bókin lítur út eins og símaskrá. Mig grunar að 200gr (og aaalltof þykki) pappírinn eigi e-n hlut að máli

björninn risinn úr dvala

Heyrðu, við vorum með blogg...alveg rétt. Já, krakkarnir á Prags Boulevard eru heldur betur búin að hafa það gott síðan þeir létu vita af sér seinast. Seinast þegar við fréttum af þeim voru þau í óða önn við að heimsækja ættingja sína sem þau höfðu ekki séð lengi lengi, og voru að fara opna dularfulla pakka sem birst höfðu undir jólatrénu þeirra einn góðan veður daginn. Jahá, það var sko spennandi!

Ég hef nú aldrei verið sá sem segir frá öllu sem gerist í lífi mínu/okkar og hef frekar reynt að týna til það sem svona þykir markverðast eða sem hefur vakið upp stundum misáhugaverðar pælingar. Þar sem jólin voru yfirfull af þessháttar atburðum og ég hef ekki haft það í mér að gera skil á þeim öllum með jöfnu millibili, ætla ég að leyfa mér að skoppa að mestu yfir það tímabil. Enda voru jólin kvödd núna um daginn og flestir teknir við að hefja nýtt og heilbrigt líferni. Það er því við hæfi að ég sláist í hópinn og útlisti því hér með hvað líkaminn er sáttur við mig núna. Allur þægilega dofinn eftir átökin í ræktinni og getur ekki beðið að fá sína hvíld svo hann geti náð saman aftur slitnum vöðvaþráðum og bætt um betur svo úr verði myndarlegur vöðvamassi.

Það var hafist strax handa eftir heimkomu frá klakanum og skellt sér í badmintontíma í klúbbi sem er hérna steinsnar frá íbúðinni: Amager badminton klub. Að vísu fór ég í tíma fyrir mjög reynda spilara (hafði ansi gott álit á sjálfum mér sem spilara, þ.e.a.s. fyrir tímann :) En þó þetta hafi verið meiriháttar skemmtilegt að spila við svona hörkuspilara, þá var þetta aðeins of hátt level fyrir mig, a.m.k. um þessar mundir (Og ég hélt að maður gæti ekki fengið harðsperrur eftir badminton...). Ég þarf því aðeins að öðlast aftur tilfiningu fyrir spaðanum. Ég fór því strax aftur í annan tíma á sunnudeginum sem var fyrir spilara á mínu reki og held ég láti þar við sitja, einn tími á viku á sunudögum héðan í frá næstu mánuði!

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed