Verksted eller musik
Nú er gaman í skólanum það er nú vegna þess að við erum byrjuð í svokölluðum aktivitedsfögum sem eru verkleg fög. Ekki að lesturinn sé ekki ágætur en það er gaman að breyta aðeins til. Þannig var að við máttum velja á milli 4 svæða og ég valdi verksted í fyrsta sem er myndlist ofl því tengt og musik i annað val. Það fór eins og áður ( með praktikstaðinn fékk sko praktik í einhverjum sveitabæ 2 klst frá Árósum) að ég fékk ekki það sem ég valdi svo að ég varð að fara í musik og ég sem spila ekki á neitt hljóðfæri, gúlp . . . . En það var sko mjög gaman við byrjuðum á að fara í takt leiki finna taktinn og að syngja með, klappa og nota kroppinn. Svo var farið að tromma á svaka stórar trommur og farið í allskonar leiki í sambandi við það, syngja og tromma og dansa ennþá skemmtilegra og að lokum lærði ég að gera eitt grip á gítar en við eigum eftir að læra fleiri, mig langar soldið að læra á gítar það er svo sniðugt að kunna það. Við erum samt ekkert að fara að læra á gítar núna bara smá intro en samt spennandi.
Hæ hæ gaman að heyra að þú færð loks að gera það sem hinn bekkurinn er búinn að vera að gera. En leiðinlegt að þú fékkst ekki praktikina sem þú valdir, hvernig praktik er þetta, með börnum eða fullorðnum, búin að gleyma því sem þú varst búin að segja mér með það :)
kveðja Gerður