miðvikudagur, október 06, 2004

Ekki sátt

jæja þetta blogg átti að vera um hjólið mitt góða en það er nú bara svo að núna er
eg búin að reyna að skrifa þessa litlu frásögn ÞRISVAR sinnum og er að verða alveg brjál. . því að svo þegar ég ætla að setja það á síðuna þá bara hverfur það í buskann. garg.... nú reynum við í fjórða skipti. . . ég fór niður á lestarstöð í hádegishléinu mínu síðastliðinn föstudag og var eg þar til að kaupa 2 stk lestarmiða ég var inni á stöðinni í ca. 20 mín svo þegar ég kom út var hjólið mitt horfið mín var sko ekki sátt og hljóp í nokkra hrigi í kringum sjálfa sig fór svo smá að skæla (sshhh) svo hringdi hún í kallinn sinn sem kom med det samme. En afhverju var búið að stela mínu hjóli af öllum þessum 300 hjólum sem voru þarna svo fórum við að hugsa smá og þá komumst við að því að DSB sem er lestarfyrirtækið hafði fjarlægt það því að það var ekki lagt á réttan stað en ég hélt að ég hefði lagt því á réttan stað en svo virðist sem þeir hafi málað hvítar línur á götuna og maður á að vera fyrir innan þær annars verður hjólið fjarlægt. Þá veit maður það, ég meina hvernig átti ég að vita það sjálfur útlendingurinn það er ekki eins og maður sjái mikið af hjólum á 'Islandi ........ er búið að finna upp reiðhjólið á Íslandi hmmmm......... kveðja Ragnheiður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed