mánudagur, október 18, 2004

Hvað er Kappelvænget familían að bralla þessa dagana...?

jæja þá er maður bara komin med nettengingu hurra hurra hurra þrefalt fyrir því. jú eins og menn . . . og konur sjá þá er ekki búið að bætast mikið í bloggflóruna hjá okkur undanfarið það er nú vegna þess að við erum ekki búin að komast á netið síðan við komum frá Köben sem var síðastliðinn miðvikudag mikill pirringur yfir því en hann Gunni bankaði uppá hjá húsverðinum og þá kom það í ljós að það þarf að hafa snúru en við erum búin að vera þráðlaus hingað til. Það er allavegana komið í gang og við erum líka komin með skype simanr okkar þar er ragnheidurosk fyrir mig sko og gunnarp1 fyrir gunna þeir sem ekki vita hvað það er þá er það simi á netinu maður downloadar forritinu a skype.com og kaupir mikrofon og tengir við tölvuna það er ekki floknara en það og bara helst sem flestir þetta er svo obboslega sniðugt. Kostar ekkert auka neitt þó maður sé að hringja út.
Það var nú ekkert slakað á eftir að við komum frá Köben það var fullt af prógrammi á fimmtudeginum buðum við Abba og Björgu og 'Asgeiri Rafni í mat mexikoska súpu a´la mamma mjög góð. Svo á föstudeginum komu Margrét mamma hans Gunna og María systir hans í heimsókn þær eru að fara heim á morgun en á laugardeginum fórum við í bæinn og tókum allan pakkann í búðunum 5klst búðaráp. Svo á sunnudeginum var svo túristapakkinn tekinn við fórum í Aros glænýtt safn á 9 hæðum jú jú 9 hæðum við skoðuðum nú bara 5 hæðir sem var nú bara alveg nóg i bili. Þar skoðuðum við sýningu Ólafs Elíassonar sem var þvílík upplifun, miklu flottari en sýningin sem hann var með heima. Svo fórum við að skoða gamla bæinn sem er sona Árbæjarsafn samt mun stærra en það það var voða kósy. Nema hvað að það var ansi MIKIL rigning þannig að það voru blautir fætur sem gengu um Den Gamle by. Svo sýndum við mæðgunum skólana okkar og svo var farið í mat til Bjargar og Abba en þar fengum við dýrindis lasagne nammi namm svo var tekinn leigubíll heim og það var voða ljúft því að það voru allir alveg dauðþreyttir eftir langan dag. Í dag var svo aftur alvara lífsins þ.e. skóli en það er ágætt að komast aftur í rútinuna en Margrét og María foru í góða verslunarferð í dag og það er búið að vera mjög gaman að hafa þær hjá okkur hérna. Núna er Ormslev fjölskyldan að elda Wok meðan ég sit hér og skrifa og ég held að það sé best að fara að sýna smá lit og hjálpa aðeins til. bless Ragnheiður
ný símanr: gunni komin með nýtt gsm fyrir þá sem ekki vita 0045 30582538 og heimasíminn okkar er 0045 82505167
p.s. svo er fullt af myndum einnig komið í hús.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed