miðvikudagur, september 29, 2004

bjúrókrasía í danaveldi

Fórum í dag og ætluðum að skila inn umsókn fyrir húsnæðisstyrk, en af e-m ástæðum er lokað á miðvikudögum. Virðist vera frekar algengt hérna að stofnanir loki á þessum dögum. Við fengum að vita þetta á húsnæðismiðluninni og spjölluðum bara við þá í staðinn. Þar kom í ljós að jú, heita vatnið og hiti er innifalið í leigunni eins og stóð á leigusamninginum. Þar stóð hins vegar ekkert um að þetta gjald sem við greiðum þar, er áætlað meðaltal fyrir notkun á þessu tvennu, og að í maí á næsta ári, kemur svokallaður bakreikningur. Þar gæti maður fengið í hausinn allt að 10.000 dkr. reikning ef maður hefur farið yfir þetta staðlaða meðaltal (hefur gerst fyrir íslendinga)! Það er eins gott maður frétti af þessu, annars hefði maður eflaust ekkert skilið hvað allir væru að kvarta yfir þessu dýra heita vatni, og tekið sína daglegu 15-20 mínútna sturtu! Nú neyðumst við bara til að fara í sturtu saman...oohhhhh......
gunni

þriðjudagur, september 28, 2004

annar myndalinkur

Það var einn lítill sætur myndalinkur að fæðast. Við skírðum hann myndalinkur2. Hann er aðeins 1 mappa en hann á örugglega eftir að stækka og dafna og verða alveg eins og stóri bróðir. Hann var orðinn svo stór að hann var að springa! Endilega kíkið á hann.

mánudagur, september 27, 2004

What did you learn in school today, what did you learn in school...?

Það erum stundum sagt um Danina að þeir séu "ligeglad" á hinu og þessu, þ.e. kærulausir/ áhyggjulausir. Ekki með stöðuga forsjárhyggju sbr. Kristjaníu, töluverða öldrykkju, og mikla neyslu á feitum mat. Þetta eru bara nokkur dæmi sem eru reyndar miklar staðalmyndir. Danirnir í skólanum borða alveg einstaklega mikið að MJÖG grófu rúgbrauði og gulrótum! Þannig að þetta er nú ekki algilt að sjálfsögðu. En allaveganna, þá er þessi forsjárhyggja ekki mikið til staðar í skólanum ef við tökum námið sjálft sem dæmi. Hérna er þetta sett í hendurnar á nemandanum sjálfum, þ.e. að tileinka sér námsefnið. Tímafjöldi er í lágmarki (sem samræmist venjunni um minni tímasókn eftir því sem námsstigið verður hærra), og námsmatið jafnvel próflaust eða þá svokölluð heimapróf. Þá tekurðu prófið með þér heim og skilar ítarlegu svari sem jafnast reyndar á við ritgerð. Það er því ekki þessi stöðuga pressa á að reyna kunna námsefnið utanað, eða í formi prófsvara, heldur getur maður tileinkað sér efnið á sinn máta. Mér finnst þetta mun betra, nú get ég komist í gegnum þetta án þess að læra neitt!! :) nei, nei auðvitað geri ég það ekki, enda ábyrgðafullur ungur maður! En, það er reyndar hættan, maður getur gert það. Það sem mér finnst reyndar vanta upp á enn sem komið er, er skortur á umræðuhópum og verklegum æfingum...en mig grunar nú að þær séu ekki langt undan.
gun

í lokin...kannast e-r við textann á fyrirsögninni? smá hint...þetta er sungið með dönskum hreim.

sunnudagur, september 26, 2004

MYNDIR

hæ hæ erum búin að fá nýja sendingu af glænýjum myndum ferskar beint frá danaveldi kíkið á úrvalið og P.s. endilega segið skoðun ykkar á hverju sem helst myndum og bloggi það er alltaf gaman að lesa vinalega línu að heiman og já svo er gestabókin í fullum gangi en þar má því miður ekki nota séríslenska stafi því þá skíljum við ekkert. Við erum orðin svo dönsk nei nei gestabókin er svo útlensk takk og bless Ragnheiður

föstudagur, september 24, 2004

Oplevelsestur

Jæja þið segið það, ég vaknaði á miðvikudagsmorguninn og sá þá allt í nýju ljósi nei nei ég hérna var á leið í oplevelsestur það sem ég vissi ekki þá ef ég bara. . . .. hefði vitað. . . . Við lögðum af stað frá skólanum half níu við keyrðum langa leið þar til við komum að rjóðri einu. . . bla bla bla til að gera langa sögu stutta þá áttum við að byggja okkkur tjald úr einhverjum viðardrumbum og plastyfirbreiðum og það gekk nú bara mjög vel þar sem í okkar hópi ( okkur var skipt í 4 hópa) var fyrrverandi skátaforingi en það var bara allt of lítið. Það ringdi svo mikið að ég hefði ekki trúað því og það gerði ferðina að frekar sona overlevelsestur enn oplevelsestur sem betur fer var ég búin að kaupa mér bleik blóma gummistígvel og var í góðum regngalla. Það var ýmislegt brallað eins og að semja lag og ljóð og fara í nafnaleiki og allskonar til að kynnast og svo áttu allir leynivin eins og í Arnarsmára :) en því miður fór minn leynivinur heim strax sama dag svo ég gat ekki gefið henni regnhlífina sem ég hafði keypt handa henni:( ég var mest hugmyndarík finnst mér allir hinir keyptu nammi og þá meina ég allir. Svo var gerður varðeldur og það var voða kósý að hlýja sér við hann. Svo var farið að sofa, sem betur fer var hægt að gista inni einhverju húsi ef það yrði of kalt, ég þraukaði 3 tíma í tjaldinu í svo mikilli kremju og ég svaf í brekku by the way þá gafst ég upp og fór upp í húsið þar sem voru yndislegar dýnur en samt alveg jafn kalt en það var yndislegt engu að síður. Ég vaknaði daginn eftir með bakverki( eftir tjaldið) og hálsbólgu og hausverk ég var ekki alveg nógu sátt við það. Svo var farið í hópa og ég fór að skoða náttúruna og dýralífið í vatninu hmm það var ágætt og það er ekkert smá mikið af sveppategundum hérna sem við greyndum og allskonar, greyndum líka pöddurnar í vatninu svo fórum við til baka og fengum pönnsur með sýrópi namm namm það var gott. Eftir hádegi var ég svo að tálga það hef ég aldrei áður gert og það var bara mjög gaman ég er ekkert góð í því en það var gaman. Svo fór ég heim ég fékk far með einum kennaranum og það var ágætt því ég hefði orðið fárveik hefði ég verið aðra nótt svo ég er bara smá veik núna. Algjör aumingi að fara heim:) Það voru reyndar margir farnir heim svo ég var ekki eini auminginn. bless bless Ragnheiður p.s. ég set inn myndir úr ferðinni þegar Gunni kemur heim ég kann ekkert á þetta myndadót;)

fimmtudagur, september 23, 2004

Glöggt er nýbúans augað

Já, það verður ekki annað sagt en að Danirnir hugsi vel um rónana sína. Flestir kannast við "socialinn", þ.e. atvinnuleysisbætur sem í gegnum tíðina hefur verið einföld hérna leið fyrir marga (útlendinga sem Dani) til að koma hingað út og njóta góða lífsins án þess að vinna. Þeir eru nú e-ð búnir að herða á þessu vegna gífulegs fjölda innflytjenda sem þyrptust hingað og slökuðu á, og skilst mér Íslendingar hafi ekki verið nein undantekning þar. En allaveganna, þá fá þeir atvinnulausu, mjög oft rónar, einnig styrk ef þeir eiga hund! Hundarnir verða nú að borða líka e-ð, það er nú hinsvegar spurning hve mikið af þessum pening rennur ofan í ginið á atvinnuleysingjunum í stað gin hundsins. Og svo eru víðsvegar svona strætóskýli hér og þar ásamt borðum, oftast nálægt verslunum (styttra að labba með bjórkassann) þar sem þeir mæta galvaskir snemma á morgnanna og taka til óspilltra málanna. Það er nokkuð skondið stundum að sjá þá, þeir geta stundum verið svo alvörugefnir að drekka kl. 10 á morgnanna. Það mætti halda að þeir séu að vinna við þetta. Nei, auðvitað er þetta líf ekkert til að gera grín að, skamm Gunnar!...en svona er þetta...

þriðjudagur, september 21, 2004

tekið á ´essu

Það var mikið að maður skellti sér í ræktina. Er búinn að vera hérna í mánuð og reyndar haftr alveg nóg að gera, en nú þegar byrjunarútréttingarnar eru flestar búnar, þá gefst meiri tími til annars. En ég gekk næstum frá sjálfum mér, ekki á hlaupabrettinu, því að sjálfsögðu hjólaði ég þangað og því upphitunin í raun búin. Ég skellti mér því í bekkinn (þ.e. bekkpressuna) og ætlaði að hita upp líkt og ég gerði seinast þegar ég var í ræktinni (sem var n.b. fyrir rúmum tveimur mánuðum (maður nennir ekki að hanga inni í ræktinni í sumarblíðunni á ísl)). Allaveganna ég átti fullt í fangi með þessa venjulegu upphitunarþyngd. Ég vissi nú að e-ð hefði gerst á þessum tveimur mán, en vá!! Ég tók því aðeins vægar á því en venjulega í næstu tækjum, en það skipti engum togum...ég fékk næstum aðsvif! Aðeins of mikið sjokk fyrir líkamann og enginn orkuinnistæða fyrir þessu. Verð að vera betur undirbúinn næst. Ég var svo búinn þegar ég kom heim að ég orkaði ekki einu sinni að setja pulsur í pottinn...hvað? þetta voru nú STÓRAR rauðar pulsur!
En allaveganna þetta gym er nú ekki það skemmtilegasta, nýjustu lóðin eða tækin eru í minnsta lagi 12 ára gömul...og það sama á við um allt inní byggingunni. Smádót reyndar...en marr er vanur svo góðu. Ætla að harka að mér og prófa einn mánuð, enda í næsta nágrenni. Háskólagymið kostar aðeins 8000 kr.ísl yfir árið en það var uppselt! Það eru aðeins 3 dagar á árinu sem kort eru seld!! og já, uppselt.
Svona var nú það.
gunni

mánudagur, september 20, 2004


Gerður og Kjarri Posted by Hello

sunnudagur, september 19, 2004

Jæja þá er maður loksins komin á netið aftur, það var eitthvað vesen þannig að ég hef ekki komist á netið alla helgina:( . Gerður og Kjarri komu í heimsókn á fimmtudaginn var og það er búið að vera mjög gaman að hafa þau hérna hjá okkur. Á föstudaginn fórum við og hittum e ð sálfræðifólk sem er með Gunna í skólanum og það var mjög fínt. Við fórum út að borða ég Gunni Gerður og Kjarri á Ítalíu góður matur mmmmm. Svo fórum við og skoðuðum mannlífið í bænum og já svaka stuð bara. Á laugardeginum fórum við Gerður að versla gaman gaman og um kvöldið fórum við 4 í bío á the terminal góð mynd. En allavegana bíóið hérna niðrí miðbæ er ekkert smá flott.... Nú eru Gerður og Kjarri að fara heim í dag til Köben en við hittum þau líklega aftur í haustfríinu sem er aðra vikuna í október þá ætlum við að kanski leygja bíl og keyra e ð kanski til Þýskalands aldrei að vita...
Ragnheiður

fimmtudagur, september 16, 2004

Alltaf að bætast í hópinn

Nú eru það skötuhjúin Gerður og Kjarri sem bætast við og eru þau góðir vinir okkar Ragnheiðar. Þau eru bæði að læra í Köben og voru að koma til Danmerkur. Kjarri er í kandítatsnámi í félagsfræði og Gerður er í stærðfræði. Þau komu í heimsókn nú yfir helgina og vígðum við þau hingað með því að bæta link á þau.

nokkrir linkar til vina

Búinn að bæta við tveimur linkum. Annar er vin minn Óla, sem býr í Vegas baby og er að vinna við flugvirkjun þar. Hinn er á annan félaga minn, hann Ragga sem er við nám í kvikmyndagerð í háskóla þar (eða college, man aldrei muninn). Endilega kíkið á þessa spræku pilta og komist að því hvað heldur þeim gangandi, vildi segja ykkur meira um þá en nú er ég bara að verða of seinn í skólann...
gunz

Glöggt er gests augað 1

Ok, tæknilega er ég ekki enn gestur í þessu landi, frekar svona innflytjandi eða nýbúi. Hugtök sem eru frekar hlaðin neikvæðu gildi og þó það sé sérkstakt að venjast þeirri tilhugsun, að þá er það bara svona.
En allaveganna þá er maður í öðruvísi menningu og því eðlilegt að bera saman þessa tvo heima. Ég ætla ekki kannski að leita að hinum algilda sannleik líkt og hvað heldur þessum samfélagi gangandi, heldur frekar að líta á litlu hlutina sem eru öðruvísi, og kannski að þeir bæti e-u í þetta stóra púsluspil.
Í dag ætla ég að tala um....haldið ykkur fast...Ruslapoka!!!
Já, merkilegur hlutur ruslapoki (eða ekki:). Allaveganna, þá kostar poki í verslun 30 krónur ísl! Sem er nú frekar mikið, sérstaklega ef þú ert að versla mikið og þarf þ.a.l. marga poka, og hvað þá ef verslað er oft inn. En þetta eru engir venjulegir pokar, No sir! Þetta eru mjög sterkir og með x-tra sterku handfangi, þ.e. tilvaldir til að nota aftur og aftur. Flestir heima nota þá undir rusl. Hérna eru öllum útdeilt ruslapokum ókeypis (eflaust samkvæmt e-m staðli um hagkvæmust stærð o.þ.h.) og eru þeir annaðhvort grænir (fyrir vistvænan úrgang) eða svartir (venjulegt rusl). Svo sjá ruslamennirnir um að sortera þessa poka og því minniháttar vandamál fyrir viðkomandi að flokka lífrænan og ólífrænan úrgang. Umhverfisvæn og sniðug lausn (nema þegar maður gleymir að taka með sér poka í búðirnar :)
gunz

þriðjudagur, september 14, 2004

myndalinkur

http://public.fotki.com/Laukur/


blautur dagur Posted by Hello

Mamma hafði rétt fyrir sér...

OK, haustið er komið og monsúntímabilið er greinilega hafið. Þvílíka úrehellið
i dag og enginn bíll til að hoppa upp í og keyra í skólann án þess að blotna. En það er líka léttir, enginn bíll og ekkert bensín...Enda var ég undirbúinn fyrir að þurfa hjóla í allskonar veðrum og hlakkaði því í mér að skella mér út í rigninguna og takast á við veðuröflin. Það var virkilega hressandi og kom ég skraufþurr í skólann. Mamma hafði þá bara alltaf rétt fyrir sér...það er allt í lagi að vera úti í vondu veðri í réttum útbúnaði.
gunz

mánudagur, september 13, 2004

Nýjustu viðbæturnar

Þá er búið að bæta aðeins við síðuna. Það er kominn eitt stykki teljari svo við vitum ef e-r skyldi slysast hingað inn :) og ef fólk vill kasta kveðju eða bara spjalla um lífið og tilveruna, þá er komin gestabók neðst á síðunni, og ég held barasta að það sé einn kominn nú þegar :=0

p.s. mér sýnist gestabókin vera e-ð erfið. Vinsamlegast skrifið ekki með íslenskum stöfum.

sunnudagur, september 12, 2004

Helgarfrí

Jæja þá er bara helgin að verða búin það er búið að vera gott að fá smá helgarfrí. 'A föstudaginn var partý í skólanum svona ólympíleikapartý og allir bekkirnir áttu að koma klæddir eins og eins og einhver þjóð við vorum egyptaland. Svo átti hver bekkur að koma með skemmtiatriði og mér fannst okkar mjög flott en samt fengum við fæst stig af öllum hrmf það var sko keppni. En það var allavegana svaka stuð og dansað og tjúttað mikið. Gunni kíkti líka út á ´djammið með íslendingum úr sálfræðinni. Á laugardeginum kom Hjördís í heimsókn og við kíktum í bæinn á strikið og við vorum duglegar og versluðum ekki neitt því maður er fátækur námsmaður og búin að eyða svo miklu í húsgögn og fleira sniðugt í íbúðina. En svo fórum við í Kappelvænget og fengum okkur að borða og kíktum svo aftur oní bæ til að sjá Árósar að kvöldlagi og ég smakkaði Cosmopolitan í fyrsta skipti en greyið stelpan sem gerði hann kunni ekkert að gera svona svo hann bragðaðist frekar illa. en allavegana var rosa gaman að fá hana Hjördísi í heimsókn frá Jelling. Chao Ragnheiður

föstudagur, september 10, 2004

Þrír maurar komnir í búið

Jamm, búið hjá okkur er alltaf að stækka. Í þessum töluðu orðum var samsetningu á þremur borðstofustólum að ljúka. Þeir fengust í IDE möbler eftir eftir mikið erfiði, en þeir áttu mjög erfitt með að koma þeim til skila. Þetta eru svona eftirlíkingar af "maurnum" eftir Arne Jacobsen og taka sig vel út. Maður er bara kominn með myndarlegt safn af verkfærum sem fylgja með mublunum, enda þær orðnar ansi margar. Ég fékk þó veglegt verkfærasett frá Boga, bróður pabba í afmælis/útflutningsgjöf og man ég greinilega eftir því. Ég var að kveðja tengdó þegar hann kemur og segist vona innilega að "hjálpartækin" eigi eftir að koma mér vel, og brosir lymskulega.
gunz

fimmtudagur, september 09, 2004


Hoegaardern er þrusugóður bjór. Gummi að segja mér hvers hann hefur orðið vísari seinasta árið hér. Posted by Hello

ég kann að segja "en öl og to snafs", eða "en snafs og to öl"...

úff, það er eitt að lesa og skrifa dönsku, en að skilja er allt annað. Núna er ég búinn að fara í þrjá tíma í skólanum, og jú skilningurinn fer aðeins aukandi, en það mun taka alla önnina þar til ég er farinn að geta skilið nóg til að það nýtist mér. Þess vegna ætla ég að skella mér í dönsku skóla! Já, það er greinilegt að þessi 6-7 ár í skóla voru ekki nóg. Það verður fínt!
Annars slæmar fréttir af fótboltamálum. Ég ætlaði að kíkja á boltann hérna með Íslendingaliðinu Árósum, en það hittist bara svo illa að þær tvær æfingar sem þeir hafa á viku skarast einmitt við þá daga sem ég er lengst í skólanum! Spurning að kíkja á e-ð af dönsku liðunum...aha það er hugmynd!
Annars verður stemming á morgunn þegar það verður hópmæting á landsleik Íslands og Danmerkur í körfu. Aldrei farið á körfuboltaleik áður, en ég hef samt séð körfubolta áður...en þá var hann bara uppá vegg inní búð.
gunz



ég og Gerður fyrir utan Kristjaníu Posted by Hello


Festuge var að ljúka sem er eins og menningarn  Posted by Hello


og aðrir reyndu að halda ró sinni eftir skemmtilega innkaupferð í IKEA Posted by Hello


Sumir slepptu sér alveg... Posted by Hello

miðvikudagur, september 08, 2004

Þriðjudagur 8. september

Jæja þá er maður búin að fara enn eina ferðina í Bilka ( fórum í gær) og eins og vanalega keyptum við allt of mikið við keyptum reyndar svo mikið að við urðum að taka leigubíl! Núna erum við samt eiginlega búin að kaupa allt sem við nauðsinlega að eiga nema kannski hillu á baðherbergið... En allavegana þá er allt þrumufínt hérna góða veðrið er hér ann sól og blíða og 23 til 25 stiga hiti og ekki ský á himni... maður getur allavegana ekki kvartað! Ég keypti mér körfu á hjólið í gær og ég er mjög sátt mér finnst ég vera aðeins danskari fyrir vikið. 'Eg hitti Evu vinkonu Amöndu og Kötu í bænum í dag. Ég hélt að hún byggi í Köben þannig að það var mjög gaman hitta hana hún er sko á öðru ári (held ég) í læknisfræði. Svo er maður bara að reyna að vera duglegur að lesa.
Hún mamma mín er að verða 50 ára á mánudaginn held ég að það sé, allavegana er það 12 september sem er afmælisdagurinn hennar og hún fór til Parísar í rómantíska helgarferð með eiginmanninum sínum ( sko pabba) og já þannig var það. Ég er að fara að hitta studiegruppen minn á morgun og ég veit ekkert hvert ég á að fara en ég vona að ég finni útúr því ....
yfir og út Ragnheidurosk



falleg fjöllin í Danaveldinu Posted by Hello


fallegt sólarlag í danmörku Posted by Hello

mánudagur, september 06, 2004

1 alvöru skóladagurinn

Í dag vaknaði ég eldsnemma til að taka strætó þó að ég eigi núna hjól en því miður þá þurfti líka að læra á lásinn og hann er sko flóknari er tilgangur lífsins skal ég ykkur segja. Svo ég tók allavegana strætó og já strætó nei djók. Það var bara gaman í skólanum ég skildi mestallt ég átti að koma með eitthvað sem hefði þýðingu fyrir mig og segja frá og ég tók mynd úr polaroid myndaveggnum og svo fórum við í allskonar ævingar. Það er svakalega gott veður hérna þessa dagana maður er bara í svitakófi allan daginn þetta er eitthvað annað en ísland bara 24 stiga hiti í september. Svo fór ég að kaupa nokkrar bækur fyrir skólann það var ekki gaman það kostaði nebbla fullt af peningum sko. En ég er búin að vera að reyna að lesa og það er frekar erfitt. En ég meina þetta verður bara að vera sona. P.S. íslenska stelpan í skólanum mínum er eiginlega ekkert mikið íslensk hún er búin að búa í danmörku síðan hún var 8 ára.

óður til blogggyðjunnar

eins og þið sjaið kannski þá er ég alveg óður við að blogga þessa stundina. Ég er þó ekki svo snöggur að ég nái að skrifa seinustu þrjú blogg á 3 mín. Þetta eru nokkur uppsöfnuð sem ekki komu vegna sambandsleysis við netið, en nú erum við búin að komast inn á þráðlausa netið hjá e-m hérna á kollegíinu og getum því vonandi haldið áfram, hehehe...

spiderman, spiderman...

Einhversstaðar heyrði ég að hver manneskja gleypi/innbyrði að meðaltali um átta köngulær. Það hryllir nú eflaust í mörgum við að heyra þessar fréttir, og má nú deila að sjálfsögðu um þær. Þessi könnun er að mig minnir Bandarísk og eru mun fleiri köngulær þar en hér þannig að staðsetning skiptir því frekar miklu máli. Mér var hugsað til þessa þegar ég fékk flugu í hausinn þegar ég var að hjóla, ekki í formi hugmyndar, heldur frekar sem snarls. Hvað ætli Danir gleypi mikið að flugum yfir mannsævina. Þeir hjóla líklega einna manna mest og ekki er hörgull á flugum hér get ég sagt ykkur.

hjólum í ´etta

Jæja, þetta er nú búinn að vera meiri hjóladagurinn! Fyrri hlutinn af deginum er búinn að fara í að setja saman hjól sem Ragnheiður keypti í BILKA á 800 kall danskar, sem er fínt verð fyrir fjallahjól. Það er náttúrulega samt meira en 700 krónur sem það kostaði á útsölu daginn eftir að við keyptum það :( Men sadan er nu livet. Allaveganna, þá var það svona ódýrt því maður þurfti að sjá um megnið af samsetningunni sjálfur. Maður er nú ekki svona “quite the handyman” og plús þá voru leiðbeiningarnar hrikalegar, þannig að maður þurfti að hafa ansi mikið fyrir þessu. 'Eg er nú að gera stutta sögu langa, en jæja hvað með það. Eftir að hafa kastað þessu frá sér í pirringi tók maður sér smá pásu, og horfði á einn friends. Síðan tók maður til óspilltra málanna. Þetta var svona sigur mannsandans á erfiði og er maður reynslunni ríkari eftir þetta. Nú kann ég að setja saman hjól :) Svo var að sjálfsögðu hjólað!

Allt að koma...

Þá er önnur IKEA ferðin í vikunni búinn og núna gekk allt upp. Við keyptum rúm, matarborð, skrifborð, kommóðu og ansi margt fleira. Meðal annars þessi flottu rauðvínsglös (vantar myndina, kemur seinna), maður verður svo spekingslegur með þau við hendina.
En þetta eru nú meiri kallarnir hjá þessum fyrirtækjum (IKEA, BILKA og eflaust mörgum fleiri). Þeir eru ansi iðnir við það að láta dótið sem maður kaupir hjá þeim, ekki innihalda nauðsynlega hluti til samsetnigar líkt og t.d. Króka fyrir sturtuhengi, gardínur og skrúfur fyrir hjólalás. Svo þegar heim er komið og hafist er handa, kemst maður að þessu the hard way, og þarf því að fara aukaferð og kaupa hlutina, og fyrst maður er nú kominn þá kippir maður með sér fleiri hlutum. Held ætli að reyna fara the “soft way” næst og lesa vandlega innihald pakkanna :)

föstudagur, september 03, 2004

Flutningar

jæja í dag erum við að flytja frá Björgu og Abba yfir í Kappelvænget. Nú er allt komið í íbúðina bæði úr Ikea og úr gámnum þá er bara að setja saman og taka upp úr kössunum.
Það var mjög fínt í skólanum í dag horfðum á mynd um Peter Sabroe sem skólinn er nefndur eftir en hann var mikill baráttumaður í barnaverndarmálum. Svo var námið kynnt og þetta er sko allt öðruvísi en ég hef áður kynnst þetta er mikil þema vinna og hópavinna lítið verið að kenna upp úr bókunum beint. Svo er rosalega mikil praktik ein í 3 mánuði og tvær í 6 mánuði og já ég fæ bara mánaðar sumarfrí næsta sumar!!!!
Bekkurinn minn er mjög samheldinn og mér líst bara rosa vel á þetta:) anyways þá erum við að flytja núna þannig að það gæti liðið soldið langt í næsta blogg vegna skorts á nettengingu en vonandi ekki of lengi bæo ragnheiður

fimmtudagur, september 02, 2004

Fyrsti skóladagurinn

Jæja í dag 1. september fór ég í skólann í fyrsta skipti, ég var frekar stressuð svo ég vaknaði snemma og tók strætó, ég ætlaði sko ekki að koma of seint. Ég var komin kl hálf níu hálftíma áður en ég átti að mæti er það ekki einum of.... ojæja þýðir ekki að spá í því, . . . heyrðu þegar ég kem að skólanum sé ég bara fólk í íþróttagöllum og mikil læti mér er skipað í rásmark og á að taka 100 metrana upp að skólanum þar kem ég að röð í skráningu þar eru meiri æfingar og allir starfsmenn skólanns í íþróttagöllum og svaka stuð okkur er svo vísað inn í íþróttasalinn með kerti í hönd. Þegar allir voru sestir kom svo skólastjórinn klæddur í hjólabuxur og íþróttabol og með fimm medalíur um hálsinn þetta var nú ekki beint eins og í MK sæi ég margréti skólameistara fyrir mér í þessu outfitti GLÆTAN. Svo hélt hann smá ræðu og þetta var skemtilegasta ræðan því maður var bara í hláturskasti. Góð byrjun á nýjum skóla. Svo fórum við með bekknum okkar og fengum smá meiri kynningu á náminu og túr um skólasvæðið. Ég var frekar stolt yfir að hafa skilið bara nánast allt:) Síðan fór bekkurinn saman á kaffihús og þá skildi ég mest lítið:( en það kemur vonandi.
Svo fór ég og hitti Gunna í íbúðinni okkar og við ákváðum við að skella okkur í Ikea uppáhalsbúðina okkar þessa dagana. Við vorum alveg jafn lengi og síðast lengi lengi og nú gekk allt upp við keyptum rúm og eldhúsborð, skrifborð, ljós og margt margt fleira það var svaka gaman.
Við flytjum örrugglega inn á föstudag eða laugardag. Gerður og Kjarri ætla að koma í heimsókn seinna í mánuðinum og vonandi kíkir hún Hjördís frá Jelling líka:)
Við erum ekki búin að læra að setja inn myndir svo að það verður eitthvað að bíða því miður.

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed