föstudagur, febrúar 24, 2006

Komin með íbúð

Já gott fólk ég vildi bara deila með ykkur þeim fréttum að við erum komin með íbúð á Prags boulevard. Íbúðin er sumsé á Amager. Við erum ánægð með að vera komin með íbúð en mætti samt vera stærri stofan en maður getur víst ekki fengið allt sem að maður vill. Við flytjum inn 1. apríl. Vonandi að þetta sé ekki aprílgabb mohhhhaahahaha. Lélegur brandari.
kv. Ragnheidur

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

spennan í hámarki!






Eins og dyggir lesendur síðunnar vita líklega þá erum við búin að vera í leik ansi lengi sem kallast “íbúðarleitarleikurinn” (úff). Við erum ekki enn búinn að klára hann en spennan liggur samt sem áður í loftinu þar sem við vorum að fá tilboð í íbúð sem við erum að fara skoða núna í kvöld. Við munum þó ekki flytja inn í hana fyrr en í apríl, (n.b. ef við fáum hana). Þar sem við höfum þessa íbúð sem við erum í núna aðeins til 5. mars þá skapar það smá vandræði sem við erum blessunarlega búin að leysa, a.m.k. tímabundið. Það vill nefninlega svo skemmtilega til að nágranni okkar hérna er einnig Íslendingur, sem við að sjálfsögðu könnuðumst við...(það var reyndar erfiðara að koma honum fyrir sig sökum þess það var frá Hróaskeldu sem við hittumst...minnið frekar brigðult frá þeim tíma). En allaveganna, þá er hann að flytja út úr sinni íbúð bara einmitt í byrjun mars og getum við því flutt inní hana í staðinn þar til hún verður seld. Við getum þó líklegast ekki búið þar lengur en í mánuð og því gæti farið svo að þriðja búðar/samastaðar leit okkar hérna í Köben hefjist á ný í lok mars - byrjun apríl!
Jeiii...það er svo gaman að þessum leik...

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Sælt veri folkid

Hann Gunni er nu buin ad halda thessari sidu uppi undanfarna daga en eg held ad tad se komin timi a ad eg skrifi nu ed herna. Eg er ad skrifa a dønsku lyklabordi ef einhver var ad velta fyrir ser stafsetningunni. Tad er sko buid ad vera nog ad gera fra tvi ad vid fluttum. Endalaus vandrædi med ibudarmal en ekkert sem vid getum ekki fundid utur tad tekur bara eilitid lengri tima en vid bjuggumst vid ad fa ibud. Vid viljum nefninlega frekar vera i kollegi ibud en a almennum leigumarkadi svo vid verdum bara ad vera tolinmod og bida i rød. Vid fengum tilbod i ibud i gær vei vei en vid erum nr 2 svo tad er bara ad vona ad sa sem er nr 1 vilji ekki ibudina af einhverjum astædum.
Um helgina forum vid Gunni til Gerdar og Kjarra ad horfa a eurovision. Horkufjor fyrir utan tonokkrar truflanir a utsendingunni sem er ekki nema von allir ad horfa og stidja Silviu Nott sem ad sjalfsogdu for med sigur af holmi, segir madur tetta annars ekki sona. Hlakka til ad sja adalkeppnina. Eda adalundankepnina.
Svo erum vid Gunni bodin i bollukaffi a sunnudaginn mmmm hja Gerdi og Kjarra.
Fusi kemur svo a fimmtudaginn og hann ætlar ad bua med okkur fyrst um sinn og tad verdur ørruglega svaka fjør.
Svo var Thora Stina ad segja mer tær godu frettir ad hun ætlar ad koma i heimsokn til min 1 til 11 juli i sumar vei vei hlakka ekkert sma til.
Vona ad tad lidi ekki alveg svona langt tar til eg blogga næst en eg lofa engu;)
kvedja Ragnheidur

laugardagur, febrúar 18, 2006

bland í poka fyrir milljarð

Núna er ég byrjaður að átta mig á hvernig það er að sjá sjálfan mig í útsöluham. Spurningar eins og “hvenær fær hann nóg”, og “hvað á hann eiginlega margar skyrtur?”, verða skyndilega skiljanlegri núna þegar hvert fyrirtækið á fætur öðru endar í höndunum á Baugi. Maðurinn er kaupóður. Hann hefur líklega ekki verið þessi “ég ætla að fá kúlur fyrir þrjátíukall” þegar hann fór í nammibúðina með hundraðkallinn eftir flöskusöfnun dagsins. Hann hefur frekar verið þessi “ég ætlað fá tvo sterka brjóstsykra, einn sebra brjóstsykur, þrjár kúlur, tvær með karamellu og eina með lakkrís, sjö gúmmíbirni, tvö snuð, eina lakkríspípu, þrjá krítar, og tvo tígla...(þremur mínútum seinna)...tvo sveppi, og einn drakúla brjóstsykur”.

Nei, hann er alveg ótrúlegur (eða fyritækið). Ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman að fylgjast með þessari útrás og er mikill áhangandi, en ég verð að segja mér var aðeins brugðið þegar ég frétti af nýjasta uppátækinu hans með blaðamarkaðinn. Nú ætla ég ekki að þykjast vera klárari en allir þessir mógúlar, en þetta er rosa stór biti. Ég vona bara að honum svelgist ekki á. Blaðið sem hann ætlar að stofna verður það LANG stærsta í Danmörku eða um 500.000 upplög. Það næst stærsta er Metro sem er um 150.000. Hann ætlar að dreifa öllum þessum blöðum ókeypis inn um bréfalúguna hjá fólki (greyið blaðaberarnir) út um alla Danmörku. Þetta er monster verkefni. Mér er það bara spurn hvort hann nái að breyta venjum Dana. Það eru fyrir tvö-þrjú ókeypis dagblöð sem fólk kippir með sér þegar það fer í vinnuna með lestinni á morgnanna. Mun fólk hafa áhuga á að lesa sömu fréttirnar aftur þegar heim verður komið?

Hann á náttúrulega talsverðra hagsmuna að gæta svo það skemmir nú ekki fyrir að geta stjórnað umtalinu um sig a.m.k. að nokkru leyti. Að sjálfsögðu auglýsir hann svo Illum´s, Magasin, Merlin, fasteignir og nú síðast Bang og Olufsen (gleymi ég e-u?) vel og vandlega.

En þetta verður spennandi að sjá

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Fork off!

Ég hlakka til á morgunn. Á morgunn er nefninlega pirringsfundur hjá genginu þar sem við komum saman og segjum sögur af stundum yfirgengilegri regluhlýðni Dana, oftast í tengslum við þjónustu, og eigum góða pirringsstund saman. Ég er nefninlega með eina góað sögu í farteskinu.
Ég tel mig reyndar hafa aðlagast ágætlega, við búum reyndar ekki í Kína en samt sem áður eru ýmsir hlutir sem maður þarf að venjast, eðlilega. Nema hvað ég náði svona líka vel að pirra mig í dag. Og af ástæðulausu spyrjið þið? You tell me. Þetta var nú kannski ekkert stórmál með geigvænlegar afleiðingar, en vængjaþytur fiðrildis í vestri hefur nú verið sagður geta valdið hvirfilbili í austri. Allaveganna, þá vorum við á bókasafninu í dag og vorum að fara borða nestið okkar í kantínunni. Mig vantaði gaffal og ég vind mér upp að afgreiðsluborðinu og spyr hvort ég geti fengið lánaðan einn slíkan. Jájá...segir afgreiðslukonan (standandi við hliðiná hnífapörunum), en þá verðuru líka fara í röðina. N.B. það voru svona sex manns í biðröð. Fólk að kaupa sér cappuchino eða samloku. Ég átti sem sagt að bíða í biðröð svo ég gæti beðið um einn gaffal. Úúú...pirrurnar fóru á fullt.

“til að ég geti fengið lánaðan gaffal?”
“jájá, annars væri það svo ósanngjarnt fyrir aðra ef þú færir fram fyrir þau.”

Já, Guð minn góður! Það yrði alveg hrikalegt!

The end

mánudagur, febrúar 13, 2006

dulin skilaboð í rúllustiganum?

Séð út frá pólitísku sjónarhorni


Posted by Picasa

Það væri auðvitað hægt að snúa þessu á hinn veginn, en passar þetta ekki betur við staðalímyndina um "íhaldið" og "róttæklinga"?

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

kúristinn

Ég er nú orðinn meiri nördinn, eða a.m.k. þá meiri nörd en ég var. Maður er nýkominn til höfuborgarinnar og í stað þess að rölta um borgina, þá eru það bókasöfnin sem eiga hug minn allan. Ég er meira segja farinn að tala um bókasöfn eins og þau séu heitustu skemmtistaðirnir. "Hey, ertu búinn að kíkja á nýja bókasafnið við ánna? Það er víst alveg ótrúlega flott!!" ÞÞað heitir líka rosa flottu nafni eða "Den sorte diamant" eða svarti demanturinn! og ekkert smá flott bygging af myndunum að dæma, ég ætla pottþétt að kíka bráðlega...

Danskir dagar í S-Arabíu

Nú er tækifærið fyrir samviskulausa "entreprenuers" eða framtakssama einstaklinga! Verðið á dönskum fánum hefur líklega aldrei verið hærra í Mið-Austurlöndum þar sem eftirspurnin er gríðarleg, og því er um að gera að grípa gæsina. Annars hafa þeir verið duglegir að redda sér þarna í Mið-Austurlöndum, sérstaklega í grunnskólum þar sem verið er að spara og svona. Þá er brugðið á það ráð að hafa svona þema í skólunum "Danskir dagar". Krakkarnir teikna danska fánann í teikningu á mánudögum klukkan 10, og svo er hópferð niður á torg þar sem allir eiga að brenna sinn fána, og syngja með. Svona svipað og við förum niður á tjörnina að gefa bra-bra brauð, en samt...aðeins öðruvísi.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Þjónustuglaðir og skilningsríkir Danir

Dæmi um samtal milli þjónustufulltrúa og umsækjenda um kollegííbúð í Kaupmannahöfn.

U: 10 vikur! En samkvæmt því sem þú sagðir fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan, þá áttum við að fá íbúð í byrjun mars!!
Þ: Því miður. Ekkert sem ég get gert.
U: En af hverju stendur þá á listanum að það sé 1-3 mánaða biðtími eftir íbúð?
Þ: Já, það er vitlaust, afsakið.
U: Er Þá ekkert sem ég get gert?
Þ: Jú, þú getur búið lengst úti í rassgati, eða líka bara sótt um einstaklingsíbúð. En þá detturðu að sjálfsögðu út af listanum fyrir sameiginlega íbúð.
U: En hverjir eru það þá með forgang á þessar íbúðir?
Þ: Ja. það eru t.d. fólk með börn.
U: En ekki geta allir verið með börn?
Þ: Nei, en það er líka fólk sem er ekki með neinn stað til að búa á.
U: EN VIÐ HÖFUM ENGAN STAÐ TIL AÐ BÚA Á!!
þ: Augnablik. (fer í tölvuna). En hvað með þessa íbúð í Árósum?
U: Ja, henni sögðum við af sjálfsögðu upp þar sem við vorum að flytja hingað og skólinn minn byrjaði þann 1.feb. Átti ég bara að ferðast á milli?
Þ: Nú, fyrst þú sagðir henni upp, þá geturðu ekki titlað þig sem heimilislausa. Svoleiðis er það nú bara.
U: Grrrrr....

mánudagur, febrúar 06, 2006

hardcore afvotnun

Ég myndi ekki vera búast við neitt mikið af bloggpóstum á næstu dögum eða vikum. Við erum nefninlega komin í hardcore afvötnun á netinu og öðrum veraldlegum gæðum, þar sem að íbúðin okkar er m.a. net –og símlaus. Það verður erfitt en örugglega ágætt bara, maður er orðin svo skelfilega háður þessu neti. Ég skoða mbl stundum þrisvar til fjórum sinnum á dag, fótbolti.net tvisvar, bloggið einu sinni á dag, og þetta er bara grunnurinn. Ofan á bætist allt netvafrið. Slæma hliðin á þessu er að það gæti orðið svolítið erfitt að vinna heima þar sem ég þarf að finna slatta af heimildum á netinu, eennnn...að þýðir reyndar ekkert MSN heldur, svo það gæti kannski bara orðið ágætt :)
Hin veraldlegu gæðin sem ég var að minnast á er baðaðstaðan sem er nú í sérstakara lagi. Það er ein sturta fyrir alla blokkina sem eru um 12 íbúðir og Guð veit hve margir búa í hverri íbúð. Svo verður maður að fara út og labba í kjallarann þar sem hún er...og kannski þegar þú kemur sérðu að það er ljós fyrir utan sem þýðir aðeins eitt...jebb, upptekin.
Forgangsröðunin hjá eigendum íbúðarinnar er líka athyglisverð finnst mér. Þetta eru tvær stelpur á okkar reki sem reyna greinilega að eyða sem minnstum peningi í íbúðina sem þær geta. Ekki missklilja mig, hún er alveg snyrtileg, en allt mjög gamlar mublur og lítið um aukahluti og annað slíkt. Ég taldi í allt þrjá gafla í eldhúsinu, sem mér sýnist reyndar að þau hafi fundið á götunni. Svo það er lifað mjög nægjusamlega hér. Mjög jákvætt. Það er reyndar Bang & Olufsen sjónvarp í stofunni, en það var ekki alveg pointið. Pointið er að nú eru þær í mánaðarferðalagi í Tælandi að “slappe lidt af”! How dejligt er það, svona eimitt í febrúarkuldanum?

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Komin í höfn... Kaupmannahöfn

Það var ansi strembinn dagur í gær. Við fluttum til Köben og dúdda mía maður var þreyttur þegar maður fór að sofa. En það gekk allavegana allt vel.
Í dag var svo fyrsti dagurinn í skólanum og ég náði að villast bæði á leiðnni í og úr skólanum he he vonandi að það gangi betur á morgun. Í dag var kynning á aktivitetsfaginu en þar valdi ég íþróttir og sund. Þetta er ansi mikið í sundinu en þegar ég er búin með þetta nám er ég orðin sundkennari. Við þurfum líka að standast ýmis sundpróf, bringu, bak, FLUGsund, 6 tegundir af dýfingum af meters palli. Svo í íþróttahlutanum eru allskonar íþróttir kynntar og þar á meðal klyfur, skautar, blak, íþróttir fyrir fatlaða og Quiddich sem eins og margir vita íþróttin sem Harry Potter spilar á fljúgandi kústi he he gaman að sjá hvernig það verður.
Við fórum og kíktum á íbúðina sem við verðum í frá 5. feb til 5. mars þetta leit ágætlega út en ekkert internet sem er kanski ekki nógu gott en annars mjög fínt.
Læt þetta vera lokaorðin í kvöld thank you and goodnight
Ragnheidur


Bless í bili Århus Posted by Picasa

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

t - 10 mínútur í brottför

Jæja, þá er komið að þessu. Trukkurinn fullhlaðinn og íbúðin orðin hrein, og ekki eftir neinu að bíða en að leggja í hann...við bíðum nú samt aðeins :)
Þetta er búinn að vera yndislegur tími sem við höfum átt hérna seinasta eitt og hálfa árið og höfum kynnst alveg helling af frábæru fólki og átt margar góðar stundir. Við kveðjum því með söknuði en vitum að við eigum eftir að sjá mikið af því fólki aftur, annaðhvort í Köben, Árósum eða heima á klakanum. Við segjum því bara sjáumst síðar og hafið það gott í millitíðinni.

Gunnar og Ragnheiður

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed