Kaupmannahöfn
jæja þá er maður búin að vera í Köben í nokkra daga og það er bara rosa fínt. Gerður og Kjarri voru að flytja inn á öresundskollegiet og það er bara rosa fínt herna hja þeim. Við fórum í mat til Louise og Óla vinar hans Gunna sem er líka frændi hans Kjarra fyndið. Það var rosa fínt líka og góður matur. 'I dag erum við búin að kíkja í bæinn og við Gunni fórum á vaxmyndasafnið það var gaman ég hef nebbla aldrei farið á soleiðis safn. Svo fórum við með Gerði og Kjarra og röltum um hliðargöturnar í kring um Strikið og það var smá upplifun, ég held að það verði erfitt að fara heim til árósa eftir þessa verslunarferð allavegana þetta er smá uppdate skrifa vonandi meira seinna. svo er það bara Fields á morgun viii stærsta verslunarmiðstöð á norðurlöndum.
Ragnheiður