laugardagur, október 23, 2004

Strákarnir frá Stavnsvej

Hljómar eins og bíómynd ekki satt? Mynd sem fjallar um hóp af strákum sem allir flytja til Árósa að læra. Þar, eins og oftast er með innflytjendur, vilja þeir halda hópinn sem endar með því að á einni og sömu götunni er komin lítil Íslendinganýlenda. Þessi hópur sem eru allaveganna 12 full hús, hittist svo til að taka lagið og fá sér eina og eina kollu. Endar svo niðri í bæ á kareoke bar. Hljómar vel ekki satt? Sannsöguleg mynd. Skemmtileg mynd. Auðvitað er til mynd um konurnar frá Stavnsvej og börnin þeirra....en það er allt önnur saga...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed