mánudagur, febrúar 28, 2005

Óskarsverðlaunin

Nú sitjum við Gunni hérna við imbakassann og löng nótt framundan klukkan er 2 og erum við buin að vera að fylgjast með rauða dreglinum, nú erum við svo að bíða eftir að verðlaunaafhendingin byrji. Það verður gaman að sjá hvað við náum að endast lengi.
Við buðum Regínu og Bjössa í kaffi og pönsur í dag og það var voða fínt og kósí.
Strákarnir horfðu á úrslitaleikinn í bikarnum Chealse vs Liverpool. Þegar liðið var á síðari hluta leiksins fór ég að fylgjast með og já það gerist sko alls ekki á hverjum degi að ég fylgist með fótbolta. Já og það var bara spennandi því að það var actually skoruð mörk ( í fleirtölu). Ég er nú ekki viss um að þessi upplifun eigi eftir að verði til þess að ég fari að fylgjast meira með.
En mamma hringdi í dag og var búin að finna ódýrt flugfar með express, svo að mamma og pabbi koma í heimsókn hingað til Árósa 2 apríl. Vei
Bless í bili Ragnheidur

laugardagur, febrúar 26, 2005

Seinustu dagar hafa einkennst af þunkum þönkum varðandi næstu önnina hjá mér í sálfræðinni. Nú á nefninlega að segja skilið við bækur og kenningar í fyrsta skiptið í fjögur ár og snúa sér að því verklega. Já, það þýðir ekki bara að mæta fyrsta daginn i vinnuna, blautur bak við eyrun, og segjast hafa lesið allar bækurnar sem finnast um stríð og og bardagalistir, maður verður að hafa verið á vígvellinum. Og ég verð að segja að þetta sé töluvert spennandi og að sjálfsögðu nokkuð í kvíðablandið, sum staðar á maður skjólstæðing í meðferð fyrsta daginn, á dönsku! Það verður umsjónarmaður að sjálfsögðu sem maður vinnur með, gefur manni ráð og jafnvel verið með manni inní fyrstu tímunum. Það hefur verið einnig mjög áhugavert að velja praktíkstaði þar sem úrræðin eru svo miklu fleiri en ég hafði ímyndað mér. Sumir staðir hafa verið einstaklega krefjandi þar sem unnið er með fólk sem hefur örðið fyrir allskonar áföllum (nauðgunum, pyntingum í flóttamannabúðum), er með allt litrófið af sjúkdómum, frá vægu þunglyndi yfir til fólks með geðklofa. Það er vitaskuld tekið tillit til þess að viðkomandi er lærlingur og erfiðustu tilfellin ekki skellt beint á hann. Svo er barnasviðið mjög stórt (pædagogik (það sem Ragnheiður er að læra), og geðsvið fyrir börn og unglinga ofl) og að auki er vinnusálfræðin stórt svið. Ég valdi meðferðarform fyrir fólk með þunglyndi og kvíða þar sem notast er við hugræna atferlismeðferð. Einnig þurfti maður að taka tillit til hvers konar umsjón er, því það er jú það sem skiptir einna mestu máli, og að auki vildi ég fá góða innsýn inn í þau sálfræðileg próf sem notuð eru. Sem sagt þó nokkrar kröfur og þyrfti ég að vera ansi heppinn til að ég fái það sem ég valdi.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Indkald og fleira

Nú er orðið ágætlega langt síðan ég hef skrifað nokkuð á þessa blessuðu síðu, en Gunni er alveg búin að bæta það upp, hann er búinn að vera duglegur kallinn sá. Í dag var ég í innkalli í skólanum en við förum tvisvar í innkall á þessum 3 mánudum sem að við erum í praktik eða verknáminu. Það var bara rosa gaman að koma í skólann aftur eftir u.þ.b. mánaðarfjarveru. Gaman líka að heyra hvernig gengur hjá hinum krökkunum. Svo í kvöld ætla allir í bekknum eða næstum því allir að hittast á Jensens Boffhus og hafa et hyggeligt aften. Kíktum í mat til Bjargar og Abba, þar voru nebbla stödd þau Magga og Jónsi. Líka hann Ásgeir Rafn sem var hress að vanda hlaupandi útum allt. Við vorum svo heppin að fá smá sendingu frá mömmu hans Gunna með alls konar sniðugu íslenskum nauðsynjum eins og kokteilsósu, íslensku nammi, DV, íssósu( sem by the way er nokkuð sem fæst ekki í DK) Það var voða fínt kvöld þar sem strákarnir horfðu svo á boltann og við stelpurnar spiluðum Uno þar sem Magga vann með yfirburðum. Það var ekki meira hér frá mér í bili ble ble RÓJ

mánudagur, febrúar 21, 2005

Sölumennska dauðans...

Jæja, þá er Smíðaklúbbur Heklu búinn að hittast í 1. skiptið og var meira að segja smíðað nýtt logo fyrir félagið, sem sjá má hér.
En aðallega var þó drukkinn bjór, spilað á gítar og fússball og skemmt sér. En það er alveg greinilegt að margir þarna voru í Handelshojskolanum (Viðskiptaháskólanum). Allur ágóði af sölu á veigum rann til félagsins og voru þeir duglegir í sölumennskunni. Ég átti kannski 1/4 eftir af ölinu þegar tveir strákar komu aðvífandi, annar með bók í hendinni og hinn með fullan kassa af bjór. Manni var því réttur bjór og skrifað á mann og sagt að "Gunni kaupir bjór, viltu ekki skot líka". En þetta var nú allt fyrir gott málefni :)

Mér fannst Fússball meisturum Heklu ekki sýnd nægjanleg virðing. Er það bara ég eða...  Posted by Hello
Fleiri myndir hérna

reglur eru til að a.m.k. beygja eða hvað...?

smá pirringspóstur hérna...Þeir (Danirnir) eru ekkert mikið fyrir að beygja mikið reglurnar og gefa sénsa. Mér hefði allavega ekki fundist það mikið mál í þessu tilviki. Þannig var mál með vexti að það var sprungið dekkið á hjólinu mínu og verkstæðið í töluvert langri fjarlægð. Ég hélt í minni bláeygðu tilveru að ég gæti fengið að fara með hjólið mitt í strætó. Nei! Ekki séns, jafnvel þó það væri sprungið á því. Bara barnavagnar. Og svona var það. Ég þurfti því að reiða hjólið mitt næsta hálftímann. En svona til að reyna skilja þennan ósveigjanleika er kannski hægt að líta á það hve mikið strætóar eru notaðir hér og því verður að hafa strangar reglur. Svo allir í Árósum fari nú ekki að ferðast með hjólið sitt í strætó af því einum var leyft það!?! Þetta er líka svipað ef maður er að missa af strætó og hann er stopp á ljósum, þá geturðu alveg sett upp hvaða hvolpasvip sem er og ekki opnast hurðin. Kannski öðruvísi heima þar sem bílstjórnarnir verða himinnlifandi ef e-r vill ferðast með stóru bílunum þeirra.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

jólakötturinn sleginn úr tunnunni

Þetta var góður dagur í gær! United komið áfram í bikarnum og svo var aðeins kíkt á grímupartý í gær. Þetta var á kollegíi bekkjarsystur Ragnheiðar, og ekki virðist hafa verið mikil stemming fyrir því þar sem við vorum þau einu úr bekknum sem mættu. Við vorum nú reyndar ekki búin að hafa mikið fyrir búningum sem betur fer, en Danirnir virðast nú ekki alveg vera nógu vel að sér í jólasveinunum. Ég mætti með pottinn og þegar einn spurði mig hvað ég ætti nú að vera, þá sagðist ég bara vera "a guy who just likes pot alot". Hann hefur nú greinilega verið betur að sér í jólasveinunum en aðrir því það lifnaði heldur betur yfir honum og svo sagði hann eitthvað svona "groovy". Svo benti hann á vin sinn sem var held ég í grímubúning og var klæddur eins og Bob Marley. Sá heimtaði að ég fengi mér smók af sígarettunni sinni. Svo tylltum við okkur niður í ansi þægilegan sófa þar sem við ræddum um tilgang lífsins og himingeiminn...Neiiiiiiiii, þið eruð nú farin að vita betur að trúa ekki öllu sem ég skrifa, en ég læt nú vita ef ég er að grínast líkt og í þessu tilfelli. Annars var nú ekki mikil stemming þar sem við þekktum ENGAN þarna. Við tylltum okkur því bara niður og skemmtum okkur yfir að horfa á ölvaðasta manninn á svæðinu ráfa um svæðið. Hann var að reyna slá köttinn úr tunninni en var held ég mun nálægra að slá tennur úr fólki en þennan kött. En svo eftir erfiðið kom hann og hlammaði sér við hliðiná okkur og við byrjuðum aðeins að spjalla á okkar stirðu dönsku. Það gekk ágætlega í nokkurn tíma en þegar Ragnheiður heyrði ekki alveg hvað hann sagði og spurði mig, þá segir hann"hvur fjárinn eruði Íslendingar!" Að sjálfsögðu, ölvaðasti maðurinn á svæðinu Íslendingur :) ÉG verð eiginlega að segja að mér fannst það ganga betur að ræða við hann á dönsku og ekki veit ég hvort það var vegna þess að hann hafði búið þarna seinustu 17 ár og ekki komið til Íslands í 11, eða hann var svona ölvaður eða sambland af þessu tvennu. En allaveganna þá sáum við að þetta samtal yrði nokkuð langt þegar ég sagði honum í 7 skiptið að ég væri í FRAMHALDSNÁMI Í SÁLFRÆÐI hátt og skýrt og fékk svarið: jájá tungumálafræði í spönsku. Við kvöddum því með viktum og tókum seinasta bussin heim.

skrautlegur fýr þessi. Íslenski vinurinn okkar Posted by Hello


What´s up pussycat. Christine, sú sem bauð okkur Posted by Hello

föstudagur, febrúar 18, 2005

go with the flow...

Jæja, þá er ég búinn að taka aðeins á því í lærdómnum í morgunn og get því með góðri samvisku farið að gera e-ð skemmtilegt í tilefni föstudagsins. Planið hljómar þannig; Gummi félagi minn á afmæli í dag, 24 ára og að klára cand. psych núna í vor,... ég veit ekki alveg hvernig hann fer að þessu? Svo er spurning hvort maður skellir sér í snjóbolta með Heklunni eftir það, en allaveganna verð ég á þeirra árlega smíðakvöldi í kvöld. Ég veit nú ekki alveg hvað á að smíða, enda efast ég um að það sé markmiðið líkt og í saumaklúbbum þar sem oft er nú ekki mikið saumað,..hehemmm...þ.e.a.s. allaveganna hef ég heyrt það! Svo á laugardaginn er síðbúið fastelavnsball eða grímuball hjá vinkonu Ragnheiðar úr skólanum. Í ár ætla ég að vera Mona Lisa með dularfulla brosið og Ragnheiður hafði hugsað sér að vera Beethoven og níunda sinfónían...hvernig sem hún ætlar að fara að því hmmm...Nei, ég held að maður taki bara pott með sér og verði Pottasleikir til að hafa þetta einfalt. Svona hljóðar nú planið e-n veginn...annars ætti ég ekkert að vera gera svona plön, maður á bara að "go with the flow"...

góða helgi!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

glæpamenn i danaveldi?

já þeir eru ekki mikið að hafa áhyggjur af höfundarétti bóka hérna í skólanum sem og í öðrum skólum hérna. Ég er búin að vera í fimm fögum síðan ég byrjaði og aðeins í einum þeirra hef ég keypt bók! Í hinum áföngunum eru bara allar 1250 síðurnar helmingur talsins ljósritaðar greinar og hinn helmingurinn kaflar úr bókum sem bara liggja á bókasafninu við hliðiná jósritunarvélunum. Það er líka ekkert smá ódýrt að ljósrita, eg keypti 500 síður á 170 dkr, eða tvö þúsund kall! Svo hertekur maður bara vélina í 40 mín og skemmtir sér... þeir sem bíða skemmta sér reyndar ekki alveg jafn vel hehe. En þetta er svona eins og lögin fyrir áfengisauglýsingar heima sem eru beygðar og brotnar, en svo komu máttlausar tilraunir til að synda á móti straumnum. Það var víst ein ljósritunarstofan hérna niður í bæ sem fékk alveg hrikalega háa sekt fyrir að leyfa skólakrökkum að koma og ljósrita, solldið á skjön við venjur og þar sem kennarar eru að mæla sterklega með þessu! Annars er þetta ansi fjárhagslega hagkvæmt en kannski ekki alveg jafn eigulegt...blaðabunki sem passar illa í bókahillu og endar oftast allur i mezzzi....en sonnna errta barra héddna í Danmörrkunni

sunnudagur, febrúar 13, 2005

innlyksa á laugardegi

Rólyndis helgi að baki. Hun reyndar með krafti með 2 klst. fótboltaæfingu hjá heklunni sem var haldin i fyrsta skiptið úti (með flóðljosum þ.e.). Þá eru þetta orðnar tvær æfingar i viku, einu sinni inni og einu sinni uti. Erum á möl til að byrja með en svo færum við okkur braðlega yfir á grasi. Maður hefur ekki spilað á því almennilega síðan á barnsaldri en hérna er grasið iðagrænt allt árið um kring. Læt hérna linkinn fylgja með fyrir áhugasama www.sfhekla.dk En, já helgin...svo héldum við okkur í æfingu í Pictionary og vorum ein heima að æfa okkur ef e-r skyldi vilja spila við okkur e-n tímann. Neinei, við spiluðum við grannanna okkar Regínu og Bjössa, en hún er einmitt með mér í sálfræðinni og Björn er í Viðskiptaskóla Árósa. Ég skelli hérna linkinum yfir á síðunum þeirra og hvet fólk til að kíkja á þetta hressa og skemmtilega par; www.reginaola.blogspot.com og www.bjornhildir.blogspot.com. Á laugardeginum gerðist síðan nokkuð sem ég hef ekki séð gerast hér amk. Það byrjaði aðeins að snjóa..og það snjóaði og núna á sunnudegi snjóar enn stanslaust! Meira að segja mjög mikið, janfvel á íslenskan mælikvarða! Við ætluðum nú samt að kíkja út í smá pásu á laugardeginum og hjóla út í IKEA, (hvert annað?) En þegar út var komið, datt sú hugmynd fljótlega upp fyrir...

Posted by Hello
Seinna um kvöldið var síðan gerð önnur tilraun til útrásar þegar við ætluðum að skella okkur í bíó. Í þetta skipti komust við aðeins lengra eða alla leið út í videoleigu. Þar sem það snjóaði svona mikið fannst okkur alveg tilvalið að leigja "jólamyndina" Bad santa. Ekki alveg myndin til að sýna á annan í jólum, en samt ein besta "jólamynd" sem ég hef séð og mæli ég sterkleg með henni. Svo var bara sukkað með nammi, snakki ofl. ofl og hjúfrað sig undir teppi í þessu óveðri.

Chill

Nú sit ég hér og læt mér leiðast ekkert í kassanum. Gunni er á boltaæfingu. Já mamma til hamingju með daginn ég vona að Arna og Tinna hafi verið góðar við þig í dag:)
Það er búið að snjóa og snjóa og snjóa, það mætti halda að ég væri á Íslandi. 'Eg þurfti að taka 2 strætóa í vinnuna í dag. því að það er ekki sniðugt að hjóla í snjó, en það var svo mikill snjór að þristurinn kom ekki svo að ég þurfti að ganga útá Viborgvej og var frekar blaut í lappirnar eftir það en ég komst allavegana á ágangastað. Nú er ekki mikið að frétta af okkur það er allt við það sama. Ragnheidur

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Vissir þú...

...að í Árósum fara farþegar í strætó inn að aftan og út að framan? En í Kaupmannahöfn eru þessu öfugt farið.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Fastelavnsdag...eða var það ekki í gær?

Ég varð frekar undrandi í dag þegar dyrabjöllunni hringdi, enda ekki á hverjum degi sem það gerist. Mig grunaði strax að sjónvarpsnjósnarinn væri á ferðinni því ég hafði heyrt bjöllunni við hliðiná hringt líka. Þar var ekki svarað svo ég svo ég leit örlítið út um gægjugatið til að bjóða nú ekki sjónvarpsrukkaranum í bæinn. Ég sá ekki neinn en opnaði nú samt, og sá þá mér til ánægju að þar voru mættar tvær litlar stelpur með teiknað yfirvaraskegg á sér. Ég vissi strax hvert erindið var því Fastelavnsdag var í gær (held ég) sem er það sama og öskudagur og bolludagur hjá okkur. Litli stelpurnar byrjuðu að að syngja um fastelavnsdag og bollur. Hún var meira að segja með svona hristara á sér til að halda takti. Ég hlustaði hugfanginn og þegar honum var lokið rétti hún fram hristarann...Ég var nú ekki alveg með á nótunum en þá voru þær að biðja um peninga og hristarinn var í rauninni sparibaukur. Ég brosti nú að þessu og spurði hvort þær ættu ekki að fá nammi (eins og það væri e-ð betra). Þær sögðust alveg þiggja það, ég sá þá tækifærið og losaði mig við allt þetta "náttúrunammi" sem ég er búinn að eiga uppí skáp í marga mánuði, döðlur, rúsínur og svo lét ég þær líka fá sitthvora mandarínuna...nei..ég er nú ekki svo leiðinlegur. Þær fengu sitthvort Marsið og Extra tyggjóið til að tyggja á eftir. En mér fannst það athyglisvert þetta með peningana og svona til að krydda þetta aðeins að þá frétti ég seinna í dag að stundum koma foreldrar með börnunum og þá sá ég nú þetta alveg fyrir mér. Pabbinn stendur yfir þeim og horfir fast á húseigandann sem veit að það er best að vera ekkert að spara aurana :) nei , ég segji svona.
En ég var nú sem betur fer búinn að frétta það hvað það "ad bolle" þýðir (samfarir), því ég held að ég hefði nú heldur betur fengið gapandi andlitin á móti mér þegar ég færi að segja frá Bolludeginum heima og bolluvöndunum...jaa...og alle barnene i skolen boller hinanden i roven, og hejmme boller aller i familien hinanden!!!

sunnudagur, febrúar 06, 2005


Jæja, þá er hún búin að láta verða af því blessunin. Ragnheiður lét loksins snoða sig!  Posted by Hello


en ég heppinn. Hárgreiðslunemar voru að æfa sig hérna í nágreninu og ég fékk ókeypis klippingu! er hún ekki flott  Posted by Hello

laugardagur, febrúar 05, 2005

Að endurvinna eða ekki að endurvinna

Já ég skrifaði held ég pistil hér í haust um frábært framlag þeirra dana í endurvinnslu, þar sem öll heimili voru með endurvinnslu á matarafgöngum og maður fengi ruslapoka í sérstökum litum. Grænan fyrir lífrænt og svartan fyrir allt annað. Þeir nota svo lífræna úrganginn til að framleiða rafmagn. Sniðugt og umhverfisvænt. But not for long. . . Þeir eru hættir að endurvinna gáfust upp á þessu.
Annars er búið að vera rólegt hérna hjá okkur undanfarið. Chill, lestur, sjónvarpsgláp og svo að sjálfsögðu erum við að lesa okkur til um Berlín. Hostelið okkar er á svaka fínum stað stutt frá miðbænum gæti ekki verið betra og okkur er farið að hlakka mikið til.
auf wiedersehen Ragnheidur Osk

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

og hvað svo...

Sannarlega áfall fyrsta daginn. En það var því miður ekki mikið við því að gera. Fyrstu tveir dagarnir voru sérstakir. Blandnir spennu yfir ferðunum en einnig samúð með Hilds. En, svona var það. Seinna meir gleymdum við okkur enda létu brekkurnar mann gleyma flestu sem var á huganum á manni og flaut adrenalínið í stríðum straumum. Ég held það yrði efni í nokkrar síður þéttskrifaðar ef það ætti að lýsa því skemmtilega sem fyrir okkur bar, en ég held að ég sleppi því. Segi bara að ferðin var æðisleg og bendi bara á stóran myndapakka sem var að lenda og læt þær tala sínu máli...


Tre-tre brekkan séð frá svölunum...sú átti heldur betur eftir að setja mark sitt á ferðina! Posted by Hello

prima courso...

Jæja, þá er maður kominn tilbaka og er heldur betur búinn að hafa það gott í fríinu. Ekki mikið búinn að vera hugsa um hið daglega líf heldur aðallega að reyna fara ekki fram úr sjálfum mér í brekkunum. Ferðalagið sem búið var að bíða eftir með spenningi bæði hjá mér og systur minni og pabba, hófst þó á sorglegan hátt. Fyrsti dagurinn, vaknað klukkan átta, slafrað í sig morgunmat og líkaminn hlaðinn kolvetnum fyrir átökin. 9:30, kominn við botn Laghi 5 lyftunnar sem var kláfur sem átti að bera okkur upp 2660 metra hæð. Spenna var kominn í hópinn, uþb 30 íslendingar að bíða eftir Everti fararstjóranum í að hleypa af startbyssunni. Þegar upp var komið blöstu við brekkur sem ekki allir hafa séð. Við áttum að taka 3 ferðir í þessari brekku áður en við færðum okkur úr stað. Það hafði þó ekki snjóað lengi, sem sagt smá hart á köflum og við vorum á nýjum skíðum (leigðum í viku á 5000 kall). við vorum sem sagt ekki á heimavelli og ákveðin í að taka fyrstu ferðirnar rólega svona til að venjast aðeins. Ok, ekkert mál. Ákváðum að taka bláu brekkuna í þeirrar rauðu. Allt gengur vel . Við erum hálfnuð niður fyrstu brekkuna og gleðin leynir sér ekki. úff...þetta verður skemmtileg vika. Heyrðu...hvort áttum við að fara alla leið niður eða stoppa hér við þennan stól? Hmm... hérna sé ég skilti sem er alblátt nema með svörtum bókstafi sem á stendur 3. Heyrðu hérna er blá brekka, segi ég, förum hana niður. Hin tvö fylgja eftir. Skyndilega sé ég risastór flóðljós beggja vegna við brekkuna og að hún virðist verða brattari og brattari á metra fresti. Ég sný mér við, heyrðu!! Þetta er brekkan sem við sjáum frá svölunum, Tre-tre, aðalkeppnisbrekkan! Þau eru lögð af stað, og virðast spjara sig ágætlega. Við ákveðum að skella okkur niður. Vííííí´....þetta er gaman, hraðinn mikill og brekkan krefjandi svo maður verður að hafa sig allan við. Ég enda á botninum og sný mér við. Það er e-r stopp í brekkunni. Hildur liggur í henni miðri og hefur misst skíðið. Það er einhver að bogra yfir henni og hjálpa henni á fætur. Hmmm...hún fer ekki í skíðið heldur lætur sig renna niður á rassinum. Hvað er að, ahh... hún ætlar niður á sléttu til að fara í það. Nei, svo gott var það nú ekki...því miður. Hildur datt og skemmdi krossböndin!! Á fyrsta deginum, í fyrstu ferðinni. Það verður ekki skíðað meira hjá henni í nokkrar vikur :( Vonbrigðin ólýsanleg og við pabbi fundum svo sannarlega til með henni. Í þessu tilviki er erfitt að sjá hvar þetta fall var fararheill, nema þá ef litið er á að mildi væri að ekki færi verr...


hvort mundið þið halda...svört brekka eða blá? Posted by Hello

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Vaktavinna

Já ég er í vaktavinnu á Solbo og ég verð að játa að það er ekki svo slæmt ég átti að vera að vinna 2 daga í þessari viku miðvikudag og fimmtudag. En svo var vejlederinn minn ( sú sem sér um mín mál í praktikinni) að hringja í mig áðan og segja að ég ætti ekki að mæta á morgun miðvikudag, þar sem það væri starfsmannafundur og ég ætti ekki að vera á honum svo að ég fékk bara frí. Lúxuslíf þetta. Einn vinnudagur alla vikuna.

En á sunnudaginn síðastliðinn var svokallað Fastelavn haldið á Solbo. Það er samt í raun á næsta sunnudag en það var haldið núna svo að öll systkini og fjölskylda kæmust með. þetta er eiginlega öskudagur þeirra dana. Allir voru í grímubúningum og kötturinn sleginn úr tunnunni. Svo er þetta eiginlega líka bolludagur því að síðan var bollukaffi. Þeir eru sona praktískir og slá þessu bara saman. En á fastelavn fara börnin og banka uppá hjá fólki og syngja og fá nammi í staðinn eins og . . . öskudagur. Þetta var mjög gaman að fá að vera með í þeirra hefð.

Við vorum einnig rétt í þessu að panta ferð til Berlínar um páskana, ég, Gunni, Gerður og Kjarri það verður ekki leiðinlegt. Það var mjög erfitt að ákveða hvert ætti að fara en við völdum Berlín fram yfir London í þetta skiptið það er nefninlega þónokkuð ódýrara að fara þangað. Svo höfum við aldrei komið þangað. Það er bara svo að mér hefur aldrei þótt Þýskaland það spennandi vegna mjög leiðinlegrar þýskukennslu í MK nú er að sjá hvort að ég hafi ekki kolrangt fyrir mér (ég vona það allavegana :)

Svo ætlum við Gunni að kíkja á Guðrúnu og Tjörva í Odense um helgina. Það er sko nóg að gerast í ferðamálum hér á þessum bæ.
Auf wiedersehen Ragnheidur

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed