miðvikudagur, júní 28, 2006

forsmekkurinn að því sem koma skal

Þá er fyrsta vaktin búin á Hróaskeldu og gekk hún bara nokkuð vel fyrir sig. Það mér töluvert á óvart hve margir eru þegar komnir, enda byrjar sjálf tónlistarhátíðin ekki fyrr en á fimmtudaginn. Núna eru hins vegar næstum öllu tjaldstæðin upptekin, og það tjaldsvæði sem var lengst í burtu og fámennast og átti að vera rólega svæðið, er eflaust orðið órólega svæðið núna þar sem öllum sem komu í gær var vísað þangað. Það er því svona hefðbundin fyllerísútilega í gangi núna nema hvað það eru svona 50.000 manns á henni! Ég ákvað hins vegar að sleppa upphituninni og mæta bara vel stemmdur á morgunn þegar hátíðin formlega byrjar klukkan 17:00. Ég verð líklega bara samt að horfa á fótboltann sem er sýndur á risaskjá, en það er líka stemming :)

Vinnan er ágæt, nema hvað ég þetta hús sem ég á að vera vakta, felur reyndar bara í sér að standa við girðingu í nokkra tíma, svara spurningum gesta um hitt og þetta, og rugla aðeins í fólki. Það er langskemmtilegast að vísa fólki í þveröfuga átt...segi svona :) Við svissum þó um hópa og förum í önnur verkefni á tjaldsvæðinu sjálfu eða grillsvæðinu. Það er ágætt til að fá tilbreytingu.
Annars er frekar gaman að horfa á þennan sirkus því flestir eru mjög skrautlegir. Fólk er ekki beint að klæða sig upp, heldur miklu frekar að klæða sig niður. Alla buxurnar sem rifnuðu yfir árið og draslaralegu bolirnir eru teknir fram og hárið ekki þvegið viku fyrir. Ekki er verra ef klippingu er sleppt amk tveimur manuðum fyrir. Allaveganna var einn sem kallaði á eftir stelpu að “hún megi ekki bara fara í sturtu sísvona, það er svindl” .

Mest annasamasti dagurinn verður samt að öllum líkindum sunnudagurinn, þegar ég verð að vinna um nóttina. Ég hélt fyrst að sú vakt yrði yrði rólegust þar sem fólk væri frekar líklega búið á því, en svo áttaði ég mig á því að eftir viku fyllerí, að þá er tjaldið líklegast ekki boðlegt fyrir næstu útilegu. M.ö.o. það verða þó nokkrar tjaldbrennurnar! Ekki mikið sem hægt er að gera við 5.000 brennandi tjöld...en það verður a.m.k. ekki leiðinlegt í vinnunni J

laugardagur, júní 24, 2006

Úff...loksins sloppin

Já. thetta varnu meiri myndin sem vid skotuhjuin forum a i kvold. Silent Hill kalladist hun, og viljum vid vara vini og vandada menn vid virkilega varanlegum vidbjodi! Hvad eru morg V i tví?

Annars er ég kominn med vinnuskema fyrir Roskilde hátídina og litur hun bara thokkalega ut. Eg verd ad vinna nuna a tridjudagskvold, og svo aftur a laugardagsmorgunn og sunnudagsnott. Sem sagt engin skerding a godum tonleikum, en kannski sma skerding a svefni. Vinnan min verdur su ad passa hus sem gomul kona á sem er á midju tonleikasvædinu (Rokkari). Tad er svo buid ad reisa girdingu i kring og eigum vid sem sagt ad sja til ad allt sem med ro og spekt thar. Lítur nokkud vel út. Ragnheidur og Thora Stina ætla svo ad koma a sunnudeginum og upplifa daginn sem vid misstum af i fyrra...

þriðjudagur, júní 20, 2006

HróaSkelfir

Jæja, mér sýnist við vera búin að ná ágætis árangri í þessum leik okkar, en mér sýnist við ekki munum ná mikið lengra. Ég fór því á stúfana og fann lausnina og get sagt að við vorum eiginlega með þetta flest allt rétt sem við höfðum skrifað. Þetta hefði verið alger ógerningur að ná þeim öllum enda bönd þarna sem ég hafði ekki einu sinni heyrt um, og þekki ég þau nokkur. Hérna er slóðin fyrir forvitna

Annars held ég að eg muni vera mun betur í stakk búinn fyrir næstu svona keppni eftir u.þ.b. 15 daga. Ástæðan er sú að ég er á leiðina á hina einu sönnu Hróaskeldu, mitt annað ár í röð. Ég mun þó upplifa hátíðina á aðeins öðrum forsendum en seinast því núna verður gamanið í bland við vinnu, þar sem yðar einlægur hefur tekið að sér að sjá um gæslu á svæðinu (ekki einn þó). Já, ég mun taka að mér þrjár 8 tíma vaktir, og þar af 2 á hátíðartímabilinu og sjá um að fólk sé ekki að svindla sér inn (heyrirðu það Sindri! Ég mun líta sérstaklega eftir þér J), allt verði með kyrrð og ró á tjaldsvæðinu (yeah right...), eða svona hér bil J.
Það verður því spennandi að sjá hvaða vaktir ég mun fá en þær ná yfir allan sólarhringinn, þeas frá 07-15, 15-23, og...you guessed it: 23-07. Ég ætla svo sannarlega að vona að föstudagurinn og/eða sunnudagurinn verði laus enda klárlega bestu dagarnir, að mínu mati (því miður að ég held, flestra annarra sömuleiðis).
Planið er annars hérna fyrir áhugasama. Stutt yfirlit hljómar samt svona:
Strokes, Guns ´n Roses (eða Axl Rose), Franz Ferdinand, Bob Dylan, Sigur Rós og Morrisey ásamt fleirum. Hápunkturinn verður tel ég samt lokatónleikarnir þar sem Roger Waters úr Pink Floyd verður með 3 tíma dáleiðandi show-i með bestu verkunum þeirra kumpána. Enda hef ég heyrt að það hafi verið þrælmagnað show heima á Íslandi.

Jæja, farinn í boltann. Við skrifumst...

fimmtudagur, júní 15, 2006

75 hljómsveitir

Eftir að “pepparrinn” minn í ritgerðarskrifum hérna á CBS (Copenhagen buisness school), hún Regína ákvað að vera heimavinnandi í dag, þá hef ég freistast til ýmis komar ósóma og þá aðallega í tengslum við netvafr. Eftir að hafa fyllst eldmóði við allan þennan blogglestur þá leikur lyklaborið bókstaflega í höndunum á mér (væri reyndar betra ef það væri í tenglsum við ritgerðina...en hey, ég er bara hita þær upp...”let me tell you how the human body works” (Joey í Friends, 2002) (nú Quaota ég allt! )). Hvar var ég...já einmitt, já og að auki þá fann ég þess skemmtilegu mynd á einu blogginu.



Skoðið hana nú gaumgæfilega. Þessi mynd innheldur tilvísanir í 75 hljómsveitir. Reynið að finna sem flestar og skrifið þær hérna fyrir neðan. Klikkið á myndina til að sjá stærri útgáfu af henni.

(ó)framandi menning í Danmörku

Ég get nú sagt ykkur að gærdagurinn var aldeilis skemmtilegur. Fyrir utan það að pabbi er kominn í fimm daga heimsókn, að þá náði ég að finna mér danskt skyr á aðeins 4 dkr per 500gr! Geri aðrir betur en það. Nú er það hinsvegar líklega orðið svo að gestunum frá Íslandi finnst þeir eflaust ekki vera í útlöndum:
* “má ekki bjóða þér skyr og lýsi? Svo get ég nú glatt þig með því að það er alvöru íslenskt sælgæti og harðfiskur í eftirrétt...”

miðvikudagur, júní 14, 2006

hjólamenning

Nú er ég búinn að leggja mánaðarkortinu í lestar/strætó/metrokerfið, a.m.k. í bili og byrjaður að hjóla aðeins meira. Það er bara ekki annað hægt þegar veðrið leikur svona við mann, og svo er það líka bara mjög gaman. Ég er um 30 mín að hjóla út á bókasafn og 10 mín niðrí bæ, og svo 25 mín á fótboltaæfingar, og ég er n.b. oftast mun fljótari en þegar ég tek e-ð samgöngutæki. Ég las um daginn að 33% Kaupmannahafnarbúar hjóla í vinnuna, 33% keyra og annað eins sem tekur e-ð samgöngutæki. Það er því ágætist umferð á morgnanna. Svo eru blaðadreifarar sem keppast við að koma sínum blöðum til hjólreiðamanna sem fólk á að grípa með sér á ferðinni, og ef heppnin leikur við mann er stundum hægt að fá djús í kaupbæti :)

föstudagur, júní 09, 2006

Glúgg...glúgg...



* Spurning hvort maður ætli sér stundum aðeins of mikið.
* Ég fæ mér bara einn bjór í kvöld, lofa...
* Hvað ætli allur sá bjór sem maður hefur drukkið um ævina, mundi fylla mikið uppí þessa flösku?
* ...

Það er nóg af pælingum sem þessi mynd vekur. Það væri gaman að sjá hvort lesendur síðunnar lumi nú ekki á nokkrum í pokahorninu...

Góða helgi

fimmtudagur, júní 08, 2006

viva la fiesta!

Hérna sit ég núna, kuðlaður inní teppi andvaka klukkan hálf eitt (úúúhh...bara rosa nátthrafn). Ég er nefninlega þeim eiginleikum gæddur að geta “power nappað” í tíu mínútur eða svo og orðið sprækur sem lækur. Því fylgir þó stundum erfiðleikar við að festa svefn um kvöldið ef ég hef nappað einum “nappi” um eftirmiðdag. Ég var nefninlega nokkuð þreyttur þegar heim var komið af bókasafninu í dag enda er kallinn búinn að spíta rækilega í lófana (ojjj...). Já, nú er búið að herða reglurnar hvað varðar nefvafr, og nú er mæting klukkan átta-hálf níu uppá safn og ekki stimplað sig út fyrr en um fjögur hálf fimm í fyrsta falli. Svo er ágætt að hafa fótbolta klukkan sex því þá neyðist maður að fara beint í boltann eftir safnið og fengið útrás með því að sparka niður mann og annan!
Talandi um boltann maður...Ha! herlegheitin bara að skella á núna á föstudaginn, jæks, þetta verður gaman! Svo er aldrei að vita nema stemmingin verði könnuð í eigin persónu og keyrt niður til Hamborgar og einni KurryWurst skolað niður með einum köldum, á meðan horft er á alla þá glöðu fótboltaunnendur sem eru að fara á leikina. Ég veit, þetta er nú frekar slappt a kalla sig fótboltaunnenda og vera ekki búinn að tryggja sér miða á stærsta fótboltaviðburð veraldar, búandi nánast hliðiná vellinum. Svona er þetta, miðaverð og aðgengi að miðum er fáránlegt enda margir ekki allir sem eru tilbúnir að punga út 200 evrum fyrir miða! Það er þó aldrei að vita hvað gerist þegar kíkt verður niðureftir og svörtumarkaðsbraskararnir fara á stjá...
En það verður sem sagt bolti um helgina. Veislan byrjar á föstudag, og svo keppum við leik með FC Íslandi á laugardaginn væntanlega í blíðskaparveðri. Beint á eftir verður svo arkað í grillpartý með mökum og börnum þar sem líklegast verður stolist í sjónvarpið mitt á milli pulsna!

Damn...ég er bara enn meira vakandi enn áður...

Lengi lifir í gröðum glóðum

Jamms, enn andvaka...skelli bara niður einu bloggi í viðbót.

Kveikti á kassanum um daginn og sá þar viðtal við eldri mann, á að giska um sextugt. Hann var að tala um að eina leiðin sem hann hefði til að kynnast konum væri gegnum internetið á þartilgerðum spjallrásum. Ég fann strax til smá vorkunnarkenndar því hann var e-ð svona krúttulegur Walesverji (hvað kallar maður menn frá Wales á íslensku? Velskverja? Eða bara landið Wales yfirhöfuð!!?!). Anywho...það kom mér þó svona aðeins á óvart að þessi maður, sem ég hélt í fyrstu væri svona örvæntingafullur um að finna ástina áður en það verður of seint, hann var nú ekkert ómyndalregur á að líta. Hann var í ágætis líkamsformi, snyrtilegur og...heyrðu...alveg kaffibrúnn, sko kallinn. Svo fór hann að sýna okkur alla símana sem hann haðfi í húsinu og ég sver það ég hætti að telja í tólf (Greinilega ekki með GSM!) Svo fór hann að útskýra að konur sem hann hittir á netinu hringja oft ekki alveg strax, heldur oftast svona þegar tilfinningin grípur þær. Þá væri því algert stórlsys að missa af símanum því það gæti þýtt tapað date. Heyrðu, þetta er bara rosa player, hugsaði ég með mér. Skömmun síðar áttaði ég mig þá á að þátturinn fjallði um kynlífsfíkla. Þá er þessi eldri sæti maður þvílikt að hala konurnar til sín út í sveitina og er stundum með þrjár lined-up fyrir eina helgi. Svo kom hann með hverja reynslusöguna á fætur annari og sýndi okkur meira að segja nærbuxnasafnið sem hann átti eftir næturgesti sína, og þá sérstaklega sem þessi sjötuga hafði gleymt. Ansi merkilegur þáttur. Algert möst fyrir tilvonandi sem og verandi playera!

Góða nótt...

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed