þriðjudagur, september 27, 2005

Helgarferð í höfuðborgina

Hæ hæ alle sammen. 'Eg var í henni Kaupmannahöfninni um helgina að heylsa uppá Hjördísi og Kristínu H. Það var nú hin mesta skemmtun. Á laugardeginum var svo farið á bæjarrölt. Kíkt á strikið og sonna þetta venjulega. En um kveldið var sko farið í TÍVOLÍ TÍVOLÍ TÍVOLÍ LÍ LÍ LÍ. Já það var sko svakalegt stuð ég ætlaði að fara bara í sona 2 tæki eða svo og vera svo bara róleg. En eftir fyrsta tækið sem var Valhalla sem var nú frekar slapt. Þá kom einhver andi yfir mig og ég hljóp (Upphrópunarmerki) og keypti mér túrpassa. Fór svo beinustu leið í gullturninn þ.e. frjálsa fallið. Dróg þar með mér hana Hjördísi. Það þarf kanski að segja frá því en við vorum alveg að skíta á okkur af hræðslu. En mjög gaman samt. Fór líka í fyrsta skipti í Dímoninn sem er rauði rússíbaninn sem fer á hvolf. Ég var allavegana high on adrenalin þetta kveld. Við fórum svo á sunnudeginum á kaffihúsið hans Frikka Weisapel. Laundromat. Þetta var hin besta skemmtun og svo komu þær stúlkur í heimsókn til mín í gær og við erum bunar að kíkja í búðirnar í Árósum he he Svo var spilaður smá poker sem hún stína vann svo. ble í bili.

sunnudagur, september 25, 2005

eitt lítið serbneskt blóm...

jæja, það heppnaðist ágætlega að lifa helgina af svona konulaus. Ég var reyndar flögrandi um eins og hauslaus hæna í miðbænum í gærdag en svona þegar ég náði áttum sneri ég bæjarferðinni upp í skemmtilegt miðbæjarrölt og þefaði aðeins að blómunum. Fór á kaffihús, kíkti á listasýningu í AroS safninu, tók með mér góða bók og tyllti mér niður og fékk mér einn kaldan með. Svo um kvöldið skellti ég mér í Paradisbio á myndina Crash og fannst hún alveg þrælmögnuð. Fyrir þá sem höfðu gaman af Traffic þá er þessi svolítið í sama stíl nema í stað þess að fjalla um eiturlyf þá var þema þessarar myndar kynþáttafordómar í ýmsum birtingarmyndum.
Svo ætlaði ég bara að taka strætó heim og njóta eftirbragðsins af myndinni í rólegheitum. Það var e-ð í mér sem sagði að það væri e-ð rangt við þetta. Það var púkinn á öxlinni og eftir að hafa farið að hans ráðum hringdi ég í Árna sem var með mér í Hvassó í dentid en svo lágu leiðir okkar saman aftur í H & M seinasta haust. Sá var aldeilis til í að njóta milda kvöldloftsins í miðbænum enda konan hans á Íslandi og því í sömu stöðu og ég. Og það var bara eins og að kíkja í bæinn heima á Íslandi...eftir skamma stund rákumst við á félaga minn í Heklunni og konu hans og svo smám saman bættist alltaf í hópinn. Ótrúlegur kostur við Árósa hvað það er mikið af Íslendingum hér, sem maður kynnist vel.


Besta bioid i baenum Posted by Picasa


sko thetta sem er fjaer... Posted by Picasa


Thetta herna :) ...ok gamall brandari en tad ma segja suma aftur, erdaggi :) ? Posted by Picasa

föstudagur, september 23, 2005

Sub-nuclear peribrachial membrane

Jæja, þá er kallinn búinn að missa sveindóminn í heimi sálfræðinnar, og þar gekk bara mun betur en í...ehh já...En já, eftir rúm fjögur ár í háskólagöngu, ég veit ekki hve mörg þúsund af lesnum síðum, tugum skýrslna og fjölda ritgerða þá er maður loks byrjaður að synda úti í djúpu lauginni þar sem ýmsir óvættir leynast og bíða eftir að....nei afsakið, gleymdi mér aðeins þarna. En fyrsta fórnarlambið eða ehemm..., skjólstæðingurinn var lítil sæt tíu ára stúlka sem er til skoðunnar vegna þunglyndiseinkenna, og átti undirritaður að framkvæma á henni greindarpróf til að vita hva hún væri stödd, og DJÖFULL ÆTLAÐI ÉG AÐ FELLA HANA!! Nei, nei þetta gekk mjög vel :) En ég hafði yfirsálfræðinginn inni hjá mér ef maður skyldi lenda í e-m vankvæðum í tengslum við tungumálið eða bara fyrirlögnina og ég þurfti bara ekkert að leita til hans, gekk bara mjög vel. Sú litla var mjög þægileg reyndar og leiðrétti framburðinn hjá mér stöku sinnum, úff en það kemur með æfingunni.
Það er sem sagt búið að henda öllum hjálparkútum og nú á ég að prófa hana aftur í næstu viku og svo kemur að auki önnur stelpa í sama próf (WISC-III fyrir áhugasama), svo það verður nú aldeilis nóg að gera þá! Gaman að því!
Núna er verið að hakka í sig banana til að hlaða kolvetnisbirgðirnar fyrir leik með Heklunni núna á eftir (það eru live-scores á sfhekla.dk) og svo er bara aldrei að vita hvað köldið ber í skauti sér...konan farinn til Köben og því ekkert til að stoppa mig :-o !!!!!!!!!

þriðjudagur, september 20, 2005

Klukkedi klukk

Já það er sko búið að klukka mann.Eltingaleikurinn mikli á netinu. Nú þarf maður ekki að hreyfa sig úr sófanum til að fara í eltingaleik. Já krakkar hún Sigga Lóa er búin að klukka mig og því þarf ég að skrifa 5 gagnslaus fróðleikskorn um mig sem fáir vita af og klukka svo aðrar 5 manneskjur.

1. Ég er með sjúka áráttuþráhyggju með að taka fimm sinnum í hurðahúninn þegar ég fer útúr húsi til að tjékka hvort hún þ.e. hurðin sé læst og lokuð

2. Mér finnst ís vondur

3. Ég er sjúk í húsgagnaverslanir og er Ikea þar efst á lista

4. Einu sinni þegar ég var svona 7 eða 8 ára labbaði ég á ljósastaur þegar ég var að vinka einhverju fólki og það var mega neyðarlegt.

5. Ég er frekar flughrædd en samt ætlaði ég að verða flugfreyja fram að 18 ára aldri.

Ég klukka hérmeð Kristínu , Gerði, Hjördísi, Regínu og Rögnu god fornojelse kveðja Ragnheidur

bloggi blogg

Jæja ég hef gefið undan og ákveðið að blogga. He he nei ég hef nú ekki bloggað neitt því mér hefur ekki fundist ég hafa neitt að blogga um en hér koma nokkrar línur.
Það sem helst er í fréttum er að ég er að fara til Köben um helgina að hitta Stínu H og Hjördísi það er mikil tilhlökkun í minni enda verður þetta örrugglega hörkustuð. Svo helgina eftir það þá fær Gunni að koma með mér til Köben því þá erum við að fara að heimsækja Gerði og Kjarra í Lýháskólann sem þau eru í einhverstaðar rétt hjá Köben hmm verð eila að finna útúr því hvar þessi skóli er eila svo við getum komið í heimsókn. He he he. Það verður eflaust líka frekar hresst því það er allavegana svaka stuð hjá þeim þarna. Læra á kajak, læra hönnun og ljósmyndun og nóg af djammi.
Svo ætla ég nú ekki að gleyma honum pabba mínum hann var að verða 50 ára þann 18 sept til hamingju með það pabbi og konan hans hún Reidun var svo sniðug að gefa honum ferð til DK í ammlisgjöf vei vei, þannig að hann kemur í heimsókn 12 til 16 oktober.
Það er nú varla að maður hafi tíma fyrir praktikina með öllum þessum heimsóknum hingað og þangað en jú maður reynir að láta þessa passa saman. Ég er núna að lesa fullt sniðugt um sanseintegration og Howard Gardner og A. Jean Ayres svaka gaman að því fyrir mig allavegana. Það var einmitt ein 8 mánaða að byrja á deildinni og það er svoldið skrítið því hún er svo miklu yngri en hin börnin á deildinni. En samt mjög spennandi að sjá hvernig það er fyrir svona ungt barn að byrja á vöggustofu.
Svo ætla ég að monta mig aðeins en ég sló hlaupametið mitt í dag og hljóp 9 km takk fyrir einn tveir ekkert smá stollt.
En svo er nú kanski ekki svona neitt mikið annað að frétta af mér þessa dagana. ble í bili Ragnheidur

mánudagur, september 19, 2005

kíkt á klakann

Jæja, þá er maður búinn að tjasla sér saman eftir við í SF Heklu kíktum á Klakann um helgina. Ég er þó ekki að tala um þennan stóra í Atlantshafinu heldur var þessi í Álaborg !?! Hvað er maðurinn að bulla? Jú, það var haldið knattspyrnumót fyrir Íslendinga búsetta í Danmörku og komu fótboltalið frá öllum helstu borgum og bæjum Danaveldis líkt og frá Kaupmannahöfn, Árósum, Álaborg og öðrum minna þekktum sömuleiðis líkt og Kolding, Horsens, Söndeborg og Óðinsvé. Allt í allt voru þarna því samankomnir um 120 íslenskir karlmenn til að stunda fótbolta og bjórdrykkju á 20 ára afmæli Klakamótsins sem í ár var haldið í Álaborg.
Heklumenn mættu snemma á laugardeginum enda aðeins klukkustund í burtu og voru ansi sprækir miðað við flesta aðra (sem voru sumir hverjir nýlagðir til hvílu eftir partýstand föstudagsins). Laugardagurinn gekk því kannski betur hjá okkur en öðrum en við unnum flesta okkar leiki stórt, og þá sérstaklega í B-liðinu þar sem ég spilaði, einn meira að segja 12-0. Það var því ansi hátt upp á okkur nefið og bokstaflega rigndi uppí typpið á okkur það kvöld. Það var svo tekið á því eftir matinn við undirleik Hvannadalsbræðra sem bókstaflega áttu salinn! Svo þegar þeir voru búnir að ljúka sér af og flestir komnir í gírinn þá átti að fara ryðja salinn svo dansleikur gæti hafist!! Sjáiði þetta fyrir ykkur "jæja, strákar eigum við ekki að fara dansa?"? 120 karlmenn að dansa við hvern annan, það var e-ð sem vantaði til að dansa við enda stendur það í lögum Klakamótsins að konur eru bannaðar! Því var farið á Jomfru Ane Gade sem er ein sú skemmtilegasta sem undirritaður hefur farið á. Þetta er svona 300 metra löng gata sem er undirlögð af pöbbum og skemmtistöðum sem allir selja ölið á aðeins 10 kall!! Geri aðrir betur!
Það voru því ekki alveg jafn hressir Heklumenn sem mættu til leiks á á hádegi laugardags :) Við áttum að spila við lið í úrslitum sem við unnum 5-0 deginum áður og því flestir á því að róðurinn yrði léttur. Það var þó ýmislegt breytt, einn maður frá okkur farinn heim og svo fengu þessir Kaupmannahafnarbúar að fá lánaðann einn úr A-liðinu svona til að hafa þetta skemmtilegra! Við gáfum eftir enda ansi sigurvissir. Þeir tóku síðan markmanninn sem átti eftir að gera okkur lífið leitt, við lentum undir tvisvar og náðum svo að merja sigur á lokamínútu framlenginar. Enginn glæsisigur en sigur samt sem áður og dollan okkar. A-liðið sem voru meistarar fyrir féllu hinsvegar út í undanúrslitum fyrir FC Guðrúnu frá Köben...eða var það San Fransisco(?), sem síðar unnu mótið.
Batteríin voru því orðin nokkuð tóm eftir stanslausan bolta og ansi lítinn svefn, en ef að hláturinn lengir lífið þá hefur þessi ferð allaveganna bætt nokkrum dögum í hinn endann :)

p.s. ef þið viljið sjá Sindra naktann, klikkið þá hér

sunnudagur, september 11, 2005

Þetta er vikan í hnotuskurni (bank, bank. HJÁLP! Ég er föst inní hnotuskurni)

góð og þægileg helgi að baki. Sunnudagurinn að renna sitt skeið og framundan blasir næsta vinnuvika í praktíkinni. Seinasta vika fór mest megnis í að skipuleggja starfið mitt næstu vikurnar, þ.e. hvaða fundi ég á að vera viðstaddur, hvenær ég á að vera viðstaddur viðtöl hjá sálfræðinginum og læra af honum (vera fluga á veggnum), og svo er ég búinn að vera skoða ýmsar deildir sem þessi barna -og unglingageðdeild hefur á að státa. Þarna er skipt eftir aldri, smábörn, skólabörn, unglingar og svo bráðamóttaka. Ég mun líklega eyða mestum tímanum í skólabörnin og að framkvæma sálfræðileg próf á þeim, líkt og greindarpróf.
Það tók töluvert á að mæta í vinnuna, enda loks þegar maður mætti voru það tveir og hálfur tími síðan maður vaknaði! Já, það þurfti að vakna klukkan hálf sex til að ná strætó sem fór klukkan sex svo að ég mundi ná enn rútu sem fer klukkan 06:11. Í henni dvaldi ég svo í einn og hálfan tíma. Ég hélt að þeim tíma væri nú hæglega hægt að verja í svefn en það var nú bara hægara sagt en gert. Það tók mann allaveganna hálftíma að koma sér vel fyrir og þrátt fyrir "blindfold", þá er bara alls ekkert þægilegt að sofa í svona rútum nema maður sé með púða og sæng en svo langt gekk ég nú ekki. Svo voru nú alltaf fólk að koma og fara til að eyðileggja friðinn. Þeir Danirnir greinilega leggja það ekkert mikið fyrir sig að vinna í öðrum bæjum enda voru margir að fara í vinnuna. Mér til samúðar voru þó engir sem fóru jafn langa leið og ég. Svo þegar maður var kominn til Herning klukkan 07:40, þurfti ég að bíða í fimmtán mín eftir næsta strætó sem ég tók í 5 mín, svaraði ekki orkukostnaði að labba þetta. Loksins kominn eftir tveggja tíma ferðalag vúhúú!!
En...the lighter side of...er að það eru nokkrir aðrir Árósabúar sem vinna þarna og það vill svo til að þeir keyra þetta á hverjum degi. Jibbí!! Ég fæ því far með þeim og næ að stytta ferðina um 40 mín hvora leið...ÞAð er nú tímasparnaður! Ég varð reyndar svolítið hissa á einu, en það er kannski bara ég, að þetta er kona sem er með skrifstofur við hliðiná minni (jebb þú heyrðir rétt) sem keyrir þetta og þar sem ég er ekki með bíl vill hún fá 100 DKR fyrir daginn! og allt sem hún þarf að gera er að stoppa í 30. sek meðan ég smegi mér inn. Ég er kannski bara svona og saklaus en ég bjóst bara við að fá að fljóta með. en svona þegar þetta síaðist aðeins betur inn, þá er þetta skiljanlegt uppá bensín ofl að gera, en samt 100 DKR er slatti! Finnst ykkur það ekki?

skelli inn hérna nokkrum myndum af helginni og læt þær tala sínu máli!


garden parteiii Posted by Picasa

mánudagur, september 05, 2005


glatt � hjalla � Festugen Posted by Picasa

sunnudagur, september 04, 2005

blogging and rolling...finally

Jæja, back again. Tek upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Er nú kominn til Danmörkur í sólina og bjórinn. Það virðist fylgja sólinni eins og skugginn að opna sér einn kaldan. Svo er nú líka búinn að vera festugen...fyrir þá sem hafa verið með okkur frá byrjun muna kannski eftir henni, en það er svona menningarvika, sem sagt menningar nótt sinnum 7, kannski aðeins dreifðara en jafn mikið af fólki og partýstandi alla dagana. Vorum kannski ekkert rosalega menningarleg, en samt ekki heldur ómenningarleg. Nutum þess bara að rölta og skoða, og drekka og borða í góðra vina hópi.
Svo kom Ingi Björn Fame-ari með meiru í heimsókn ásamt konu sinni Kristínu (sem var n.b. með mér í gaggó...small world). Við ásamt Ingabirni úr Heklunni og konu (eruð þið orðin ringluð? skoðið bara myndirnar) gerðum okkur tvo góða daga í bænum og í tívolíinu og Frjálsa fallinu...úff bara enn skemmtilegra en seinast.
Ferðin hjá þeim féll næstum í skuggann á mýflugnarbitunum á mér, það kom n.b. skuggi af bólgunni sem kom í kjölfarið. Þar sem ég er nú með alla þessa sálfræðimenntun á bakinu ákvað ég að sálgreina þessa flugu sem ákvað að gera mér lífið leitt, og er á því að hún sé haldin áráttu þráhyggjuröskun. Hún nefninlega beit mig á nokkrum stöðum hægra meginn á líkamanum, og á NÁKVÆMLEGA sömu staði á vinstri helminginum, ég er að tala um uppá cm. Ráðlögð meðferð...sleppa þessu bara alfarið. Held ég sé með ofnæmi eða e-ð slíkt, þetta er ekkert eðlilegt. En nú eru það bara húsráðin, B- vítamín og bjórdrykkja...jújú þið heyrðið rétt, uppgufunin af B-vítamíninu í gegnum húðina vegna bjórdrykkju á víst að hafa fráhrindandi áhrif fyrir þessar litlu elskur. Ég ákvað að prófa það sjálfur...þ.e. þetta með bjórinn :) og so far so good.
Svo er nú langt síðan tekið var til í verslunarmálum. Við ákváðum að prufa svona þema fyrir þennan verslunarleiðangur og að versla aðeins það sem byrjar á bókstafnum P. Við keyptum því prentara, pókerpakka, púða og potta. Ég skora því á þá lesendur sem hafa tök á því að lýsa yfir áhuga á pókerkveldi hér í Hasle í nálægri framtíð, spilað verður Texas Hold´em undir hæfilegri bjórdrykkju.
Jæja, þá er að fara elda e-ð af þessum kílóum af kjötmeti sem keypt var á góðu verði...þangað til næst.

been a long time since i´d blogged and rolled...

Jæja, nú held ég sko að nú sé kominn tími til að skrifta. Komnir hartnær 3 mánuðir síðan ég skriftaði seinast en hef samt engu gleymt. Já, sumarið á Íslandi var mjög ánægjulegt með blöndu af heimsóknum til vina jafnt til ættingja með smá skvettu af vinnu. Ekki alveg jafn mikið og ég hafði ætlað mér en hver nennir að vera vinna sumarið frá sér í fríinu sínu?!?
Svo tók ég nú á honum stóra mínum og skellti mér í hálfmarþon. Það var alveg magnað...aldrei verið hvattur jafn mikið áfram af áhorfendum sem ég held að hafi verið til þess að hlaupið gekk bara mjög vel. Upprunalega var takmarkið bara að komast á leiðarenda en ég held ég hafi bara komið sjáfum mér á óvart og var farinn að setja mér tímatakmark þegar hlaupið var hálfnað. Niðurstaðan var 21 km á 2 klst, ekki slæmt held ég for a first timer.

s�l a� lei�arlokum Posted by Picasa
Svo fór nú Ragnheiður heim í byrjun ág. og þá gafst meiri tími til ýmislegs annars líkt og fótbolta í kenningu og verki, og svo var það eitt mitt mesta þrekvirki í góðan tíma. Ég var búinn að vera með í maganum hugmynd um að gera stuttmynd sem ég hafði skrifað handrit af fyrir nokkrum árum. Við vorum eitt kvöldið hérna í Árósum og ég ákvað að nú fyrst gæri ég blásið rykið af gömlu skjalahirslunni og leyfa Ragnheiði að komast í gömlu handritin mín. Henni fannst það bara fínt...spurði af hverju ég gerði hana bara ekki. Það var klukkan 22:30 um kvöldið. Fimm tímum síðar kom ég upp í rúm og búinn að ákveða meira að segja tónlistina sem ætti að vera spiluð í frumsýningarpartýinu :) Sem sagt, gera hana vel með góðum græjum þ.e. hljóðupptökubúnaði, lýsingu, crew-i, (mamma átti að elda spekk og hakkettí oní liðið), förðun, og síðast en ekki síst...leikurum! Ég nældi mér í einn reyndan til að fara með eitt aðalhlutverkið. Átti að leika scary náunga og tókst honum vel upp með það. Þetta fór flest allt að óskum...gæti eflaust skrifað langa ritgerð um allt ferlið en aðalmálið var að redda upptökustað sem varð að vera verslun, fólki til að hjálpa mér með myndina, öllum útbúnaðinum og svo semja við leikarana. Þetta seinasta gat verið töluvert tricky, sumir þeirra voru sniðugir að taka vel í þetta í byrjun og lofa sér en svo að hætta við þegar nær dró...einn gerði slíkt deginum fyrir tökur. Þetta varð til þess að yðar einlægur tók að sér aðalhlutverkið ofaná allt hitt. Sem sagt mikið stress og ég er orðinn enn grennri en ég var. En með dugnaði og ákveðni gekk þetta í gegn og meistarastykkið liggur nú á klippiborðinu, enn spriklandi. Stefnan er að skella henni á kvikmyndahátíðir heima og að heiman og reyna fá sem besta dreifingu á henni. En nú....eftirvinnslan. Ég er ekki kominn í það enn, en ég held að þessir 4 tímar sem ég hef til að koma mér í og frá vinnu hvern dag gætu nýst vel í það, eða þessar nætur sem ég ætlað að gista á praktik staðnum mínum. Úff...ég hefði kannski átt að blása aðeins út nokkrum sinnum heima fyrir framan tölvuna í sumar, hef frá svo mörgu öðru að segja...en ég held ég segi þetta gott í bili svo fólk springi ekki á limminu vegna lengdar. gunzinn

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed