þriðjudagur, október 19, 2004

Hvað er þetta með Svíana?

Þeir eru ansi klárir. Ég er ekki frá því að Hennitz og Mauritz ( H&M) og IKEA hafi skilað inn hærri gróða eftir að við fluttum hingað. Vörurnar þeirra eru þannig að þeir fá unga hönnuði sem eru með á nótunum og gera þetta flott og umfram allt...ódýrt. Og þessar vörur eru út um allan heim. Það er ekki að ástæðulausu að systurnar mínar byrja allar útrlandaferðir á heimsókn þangað (þetta er sem sagt Gunnar shopaholic sem skrifar). Ef þessi búð kæmi heim, myndi hrikta í stoðum 17 veldisins rándýra. Pssst...smá inside info hérna: þið munið eftir H&M merkinu stóra í Smáralind. Það reyndist of dýrt fyrir Svíana að fara þangað og vildu þeir frekar fara á Smáratorg. Það tók Baugur ekki í mál því þá myndu ekki jafn margir fara í Typpalindina. Þið getið því kennt þeim um þetta. Danirnir taka hinsvegar hinn pólinn í hæðina. Þeir eru einnig með sjúklega flotta hönnun, sérstaklega á húsvörum, en krefjast alveg formúgu fyrir. Það er þess vegna ágætt að maður keypti allt í IKEA svo maður freistist ekki.
Annars var að fækka í húsinu. Mamma og María voru að fara, og líða nokkrir mánuðir þar til maður sér þær aftur :(
p.s. fyrir þá sem eru að vesenast yfir commentakerfinu á síðunni er alveg hægt að láta sitt eftir liggja án þess að skrá sig inn. Þið commentið bara "anonymously" og kvittið svo bara undir.
gun

2 Comments:

At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hallo, eg er ad profa ad senda komment undir "anonymus"... , ferdin gekk vel heim og hversdagsleikinn tekinn vid her heima, sem er lika fint! Hjartans thakkir fyrir samveruna og hafid thad sem best thar til vid sjaumst naest! Mamma

 
At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Comment from anonymous

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed