laugardagur, apríl 30, 2005

Johnny Deluxe tónleikar

Gærdagurinn var mjög fínn og þá er ég að tala um föstudaginn 29 april ef einhver skildi lesa þetta e-ð seinna en í dag. Allavegana var ég mætt í tíma kl hálf níu en svo kom í ljós að kennarinn var veikur svo að við fórum heim til Line bekkjarsystur minnar að spila trivial. Fyrsta skipti sem að ég spila danskt trivial það gekk svona upp og ofan en það var mjög mikið af spurningum um Danmörku og danskt fólk og ég gat ekki neitt af þvi en allavegana vann liðið mitt vei vei.
Um kvöldið fór ég svo á Johnny Deluxe tónleika í Tívolí Friheden en það er tívolíið hérna í Árósum. Við byrjuðum á að hittast heima hjá mér, ég, Regína, Hildur, Edda, Jórunn og Ragna. Svo tókum við strætó í tívolið komum svona líka akkúrat þegar þeir voru að byrja. Við þekktum nú reyndar bara 2 lög en það var samt mjög gaman. Þeir voru meira að segja með Birgittu Haukdal lookalike í bakröddum. Gunni kom svo þegar líða var undir lok tónleikana en hann náði samt báðum lögunum sem að við þekkjum. Þið getið farið inn á síðuna þeirra ef þið viljið vita hvað ég er að tala um http://www.johnnydeluxe.dk/ Svo fórum við og kíktum aðeins á tívolítækin og ég fór í rússíbanann en þetta var í fyrsta skipti sem að ég fer í rússíbana sem að fer á hvolf. En svo fór Gunni í frjálsa fallið sem er þarna. ofurhuginn. Ég setti inn nokkrar myndir í myndalink 3 ef þið viljið sjá stemninguna. ble i bili Ragnheidur sem er að fara til Noregs á Þriðjudagsmorgun

fimmtudagur, apríl 28, 2005

30 sek. vs 2 tímar

Jæja, þá er maður snúinn aftur...böööhöööö.....hrædd? Annars sé ég fram á nægan tíma til að blogga svona næstu mánuði eftir sumrarið...maður verður nú að hugsa fram í tímann. Allaveganna mun ég hafa svona tja...4 tíma til aflögu...hvern dag...í þrjá mánuði...í lest! Þannig að...þið heppinn, en ég ekki. Fyrir þá sem hafa enga hugmynd um hvað ég er að tala þá á ég við starfsnámið mitt næsta haust. Ég fékk rykið í buxnavasanum þegar verið var að deila út praktíkstöðunum ...ha..ég bitur. Já, ég ætla bara að taka þetta út núna og svo ekki söguna meir. Ég á bara eftir að lesa helling í lestinni og læra vonandi alveg helling í praktíkinni. En annars á ég eftir að vinna á unglingageðdeildinni í Herning sem er klukkutíma og korter í burtu með lest, plús tvær strætóferðir í 10 og 20 mínútur, og svo er það náttúrlega heimferðin skemmtilega eftir. Og ó já, ég verð að vakna svona 05:45 fjóra morgna í viku! Og ég var að vorkenna Ragnheiði sem var klukkutíma í burtu. En ég innilega samgleðst henni að fá praktík 30 sek í burtu. En sá sem útdeilti þessu sagði að ég hefði verið mjög heppinn...það sem var hægt að velja um var þessi staður, og svo Holsterbro...einmitt...Holsterbro spurði ég ...hvar er það? Heyrðu já, það er á norður Jótlandi, bara tvo tíma í lest í burtu, en þeir eru með herbergi sem þú getur bara gist í eða svo geturðu líka bara flutt þangað...! Rend mig i roven! C´est la vie, saden er det bare eða svona er lífið! En vinnustaðurinn er spennandi, það er líklegasta það mikilvægasta. Já, núna eruð þið komin líka með mig til að blaðra um praktíkina en...ég læt þetta duga þar til í haust...eða reyni það :=)

p.s. þá er kominn linkur á ókeypis sms sendingar sem við fundum loksins, og það á heimasíðu banka!

miðvikudagur, apríl 27, 2005

85%

Já já núna þegar þið hélduð að ég væri hætt að röfla um praktikina mína þá byrja ég að skrifa um þá næstu en ég var nebbla að kíkja á staðinn sem að ég á að vera á og líst svona líka svaka vel á. Ég verð með Vöggustofu börnunum en það eru 12 börn þar. Börnin eru 6 mánaða þegar að þau byrja svo að þetta verður svolítið nýtt fyrir mér. En það sem er mest spennandi er að það eru 85% tosprogede börn eða börn sem tala tvö tungumál. Það eru börn þarna frá 15 mismunandi löndum. Það er sko ekkert smá. En líka annað spennandi er að þetta er svokallaður íþróttaleikskóli, þar sem áhersla er lögð á hreifingu hjá börnunum, ekki beint eins og við þekkjum hana út að hlaupa og í sporthúsið nei meira svona í gegnum leikinn. Mig langar mest að byrja bara á morgun en ég verð að bíða þar til 1 ágúst.
Við Gunni höldum svo á vit ævintýranna á þriðjudaginn en þá fær Gunni að hitta Tengdapabba í fyrsta skipti við erum nebbla að fara í heimsókn til Bergen í Noregi
Það er nóg að gerast og tíminn flýgur áður en maður veit af verður maður komin heim í sumarfrí... Ble ragnheidur

mánudagur, apríl 25, 2005

Sumarmyndir ... eru betri en aðrar myndir

Já við erum búin að setja inn nokkrar myndir í myndalink 3.
Svona til að sýna ykkur hvað við erum komin í mikið sumarskap.

Heimsókn frá Köben

Þá er enn ein helgin að baki. Það er alltaf gaman að fá aðeins lengri helgi eins og núna en Gerður og Kjarri komu í heimsókn og það var nú voða ljúft. Á Fimmtudagskvöldið fórum við á Universitetsbaren og hlustuðum á smá músík. Á Föstudeginum var allt lokað vegna þess að það var frídagur en við gátum þá kíkt í Bazar Vest þar sem það var ekki lokað. Við horfðum á Fc Heklu vinna í fótbolta 1-0 og svo fóru strákarnir á pókerkvöld hjá fótboltanum og ég og Gerður skelltum okkur í bíó. Svo skelltum við okkur í singstar á laugardagskvöldið og spiluðum líka. Svo fórum við Gerður í eina af okkar uppáhalds búðum á sunnudeginum en það er að sjálfsögðu Ikea sem að ég er að tala um. Þar keypti ég mér grill sem er bara gaman því að grill er svo mikið sumar. Við grilluðum svo pullur með beikonvafningi um kvöldið í sólinni. Hreinasta snilld. Maður er sko alveg komin í sumarfílinginn en langt er enn í sumarfrí eða þann 20 júní.
ble í bili Ragnheidur Ósk

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Praktik, sol og sumar

Þá er maður búin að fá að vita hvert maður fer næst í praktik. Ég var mun heppnari núna en í fyrri praktikinn. Við skulum allavegana byrja á því að segja að ég verð aðeins fljótari á leiðinni í vinnuna, þegar ég var í fyrri praktikinni var ég 1 klukkutima á leiðinni en núna verð ég hálfa mínútu þar sem þetta er bara hérna í næsta húsi þvílíka snilldin og þetta er það sem ég vildi helst fá þetta er vuggestue með 0-3 ára börnum og þetta er mikið af innflytjendum eða 15 þjóðerni sumsagt spennandi verkefni framundan. Þetta er samt ekki fyrr en 1 ágúst svo að það er smá byð í þetta hjá mér.
Nú er ég komin í langt helgarfrí því að á morgun er svokallaður store Bedesdag sem er einhver gamall hátíðisdagur hérna í Danmörku.
Gerður og Kjarri sitja núna í rútu á leiðinni hingað í heimsókn, við ætlum að byrja á því að kíkja á tónleika á universitetsbarnum sem eru í kvöld og svo sjáum við hvað setur, en krakkar mínir ég get lofað ykkur því að það verður kíkt í búðir. Það er bara svoleiðis þegar tveir shopoholikar hittast og þá er ég ekki að tala um Gunna og Kjarra nei nei ég er að tala um mig og Gerði þá er það bara svo að það er verslað.

Svo að lokum vil ég óska öllum ÍSLENDINGUM nær og fjær til hamingju með að í dag er fyrstu dagur sumars.

En sumarið er náttla löngu komið hérna í Danmörku svo að þeir halda ekkert uppá svona lagað.
Kærlig hilsen Ragnheidur Ósk

sunnudagur, apríl 17, 2005

Taka 2

Ég byrjaði að skrifa blogg hérna fyrr í dag en þar sem tölvan mín er á barmi taugaáfalls þá náði ég ekki að ljúka því áður en tölvan fraus og allt fór í steik.
En ég vildi bara aðeins tala um praktikina mína ( verknámið) ég veit að flestir eru orðnir hundleiðir á að ég sé alltaf að tala um þessa blessuðu praktik en þá þarf það fólk ekki að kveljast mikið lengur þar sem ég kláraði síðasta vinnudaginn í dag. Það er sona gott vont. Manni fannst svoldið erfitt að hætta þar sem maður var kominn svo vel í gang og loks búin að læra á allt en á hinn bóginn þá þýðir það bara að maður sé komin aðeins lengra í náminu og það er nú heldur ekki svo langt í að maður fari í næstu, sem verður vonandi meira í áttina að því sem að maður ætlar að læra.
En nú er sumarið alveg að hellast yfir okkur hérna í Árósum og búin að vera þessi líka fína blíða alla helgina og vonandi eð áfram.
Ble Ragnheidur Ósk

þriðjudagur, apríl 12, 2005

lítil börn og tímamismunur

Sæl öll
Þið verðið að afsaka en maður er orðinn frekar lélegur í þessu bloggi undanfarið. Mér finnst ég ekki hafa neitt það markvert að segja en hér koma þó nokkrar línur.
Það er búið að vera mikið að gera í barneignum í kringum mann undanfarið Sigga Lóa og Emil eignuðust litla krúsídúllu og stuttu síðar kom Kristín Erla með aðra krúsídúllu. Þar sem að ég bý í Danmörku er soldið langt fyrir mig að fara og skoða snúlluna hennar Kristínar Erlu svo að ég verð að lát mér nægja að skoða síðuna hennar á barnalandi og hún er sko algjört krútt. En ég er heppin með að Sigga Lóa og Emil búa hérna í Árósum svo að við Gunni kíktum í smá heimsókn þangað um daginn og malla mía ég vissi ekki að þetta kæmi í svona litlum pakkningum, hún var svo lítil að ég var alveg viss um að ég myndi brjóta hana. En annars er nú ekki mikið hérna að frétta. Svo var ég eð að hringja í Rsk heima á Íslandi útaf eð í sambandi við skattalega heimilisfestu. Og mér var sagt að hringja aftur eftir klukkan eitt og tala við einhverja ákveðna konu svo að ég hringi aftur kl 1 og spyr um þessa konu. Og þá segir hún þú verður að hringja aftur eftir hádegi og ég segji en mér var sagt að hringja kl 1 og þá segir konan: Já og klukkan er 11 hérna. Já djók tímamismunur. Þetta var mest ljóskulegt. Það var sumsé ekki meira í bili. Kveður Ragnheidur með 2 tíma í tímamismun.

mánudagur, apríl 11, 2005

boltalíf

jæja, þá er tími fótboltans genginn í garð hér í Árósum. Æfingarnar á mölinni og innanhús voru aðeins fordmsmekkurinn að því sem koma skal. Þetta verður gaman, leikur í gær og æfing í dag (úff..), já lappirnar eru frekar þreyttar en sælar. Svo er framhaldið þannig að það verða tvær æfingar á viku, á grasi nota bene, og svo leikur einu sinni í viku. Tímabilið byrjaði í gær með 0-2 sigri á móti Gellerup liðinu ACFC boldklub. Maður hafði nú varan á enda er Gellerup gettóið hér, stórar blokkir með jafnvel nokkrum fjölskyldum í einni félagslegri íbúð. En leikurinn var prúðmannlega spilaður og manni var bara boðið uppá kaffi í lok leiks! En mögnuð saga samt úr utandeildinni heima, eða reyndar nokkrar, er þegar FcFame var að keppa við lið Afríku sem var skipað liðsmönnum úr þeirri heimsálfu, og dómarinn þurfti að blása leikinn af því leikmenn Afríku voru orðnir of fáir eftir fjöldann allan af rauðum spjöldum og þeir eltandi okkar menn um allan völl til að fækka aðeins í okkar liði...

þriðjudagur, apríl 05, 2005

mor og far pa besog

Þá eru mamma og pabbi haldin heim á leið. Þau komu á laugardagskvöldið og þá var mikið spjallað skoðað myndir frá Berlín og skoðað hinn ýmsa íslenska varning sem að þau komu með alls konar blöð og tímarit til að rifja upp hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Íslandinu. Elduðum wok að sjálfsögðu. Daginn eftir var farið í Bazar Vest og skoðað í Tyrkneskar búðir. Það eru nefninlega ekki margar verslanir sem eru opnar á sunnudögum hérn í Danmörku. Svo var farið niður í miðbæ og notið veðurblíðunar sem var með hinu besta móti þessa helgina. Sátum á útikaffihúsi við sýkið. . . óborganlegt. Um kvöldið fórum við svo út að borða á kínverskum stað og borðað 5 og 6 rétta málsverðir namm namm. Mánudagurinn var svo aðallega notaður í búðunum eða frá 11 til 20 já tíminn var sko notaður. Ég keypti mér svo strigaskó fyrir sumarið þrátt fyrir að maður ætlaði að fara að spara eftir Berlín. Svo má ekki gleyma að það var spilað pictionary og kanasta. En nú er ég hér á leið í vinnu og mamma og pabbi voru líklega að setjast upp í ferjuna á leið til Köben og Gunni sefur á sínum kodda heima í Kappelvænget.
Sigfús eða Fúsi er svo að koma í dag og ætlar að vera hjá okkur fram að helgi svo að fjörið er ekki búið. Ble ble Ragnheiður

sunnudagur, apríl 03, 2005

Ferðin í máli og myndum

Fyrir þá sem hafa smá tíma til aflögu þá voru myndirnar úr Berlínarferðinni rétt að detta inn í þessu augnabliki.


Þetta var bara eins og dýragarður þarna! Posted by Hello


Já þetta er ansi erfitt trick, var lengi að ná þessu. Posted by Hello


ástin blómstraði í Berlín Posted by Hello

smelltu hér fyrir meira

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed