sunnudagur, febrúar 25, 2007

myndir þú kjósa þennan mann?


Rakst á þessa auglýsingu í Herning, fyrir um ári síðan þegar kosningar voru að fara í hönd. Datt bara í hug svona að spyrja.

föstudagur, febrúar 23, 2007

stólar stólar og aftur stólar

Við Gunnar lögðum land undir fót í dag, ja kanski ekki alveg neitt langt en mér leið samt eins og við værum komin uppí sveit. Við fórum nefninlega til Hoje Taastrup í dag að skoða stóla, við vorum búin að sjá þessa fínu stóla á netinu og viti menn við keyptum okkur 6 stk á 1500 kallinn. Daman var líka svo góð að skutla okkur heim með fenginn. Góður dagur í dag.Það er kanski ekki pláss fyrir þá alla hérna í litla kotinu okkar en það verður það (vonandi)þegar við flyjum heim á ísinn.




við tökum á móti hamingjuóskum símleiðis, á þriðjudögum og fimmtudögum milli 18:00 ig 20:00

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

vesen að þurfa alltaf að finna fyrirsagnir fyrir allar bloggfærslur

Þrátt fyrir að ég er hundóánægður með framkomu ýmissa einstaklinga, samtaka, fyrirtækja og já Alþingis Íslendinga, í garð hóps fólks sem vill koma og skemmta sér á okkar ylhýra landi, þá ætla ég ekki að skrifa neinn reiðispóst...ég nenni því hreinlega ekki og ætla láta aðra um það. Í staðinn ætla ég að birta nokkrar myndir frá okkar daglega lífi seinustu vikur.


Þar sem við erum veðurteppt inni ákváðum við bara fá okkur sitthvoran bjórinn og taka í smá spil


Eins gott að maður er búinn að vera taka á því í ræktinni



Fórum á mjög áhugaverða listasýningu í Louisiana safninu, þetta er eitt af athyglisverðari verkunum á sýningunni að mínu mati.


Ein litrík


Svona er þetta alla morgna hjá okkur...


Hilsen

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Nick Drake á hlaupabrettinu virkar ekki

Undanarið er ég búinn að vera að spreyta mig og þreyta á hlaupabrettinu í ræktinni. Icelandair Open innanhúsfótboltamótið er á næsta leyti hérna í Köben, og því um að gera að vera tilbúinn í átökin. Ég tók svona hraðaaukningaræfingu, þar sem maður skiftir á milli spretta og rólegs skokks, með Ipodinn góða innan handar. Ég var þó á sífelldu lagaflakki til að reyna finna hvað hentaði best fyrir svona átök. Ég skellti því Fatboy Slim í spilun (hröð og taktföst rafeindartónlist), og það má segja að nú átta ég mig á hvaðan þetta nafn hjá honum er tilkomið. Feiturstrákur (Fatboy) sem er á hlaupabrettinu með svona tónlist i eyrunum, verður Slim á engri stundu. Ég jók svo mikið hraðann við þessa kraftmiklu tónlist, að gott ef ég tókst ekki aðeins á loft á brettinu í annað eða þriðja skiptið sem ég spilaði sum lögin hans. Diskurinn "you´ve come a ling way baby hentar því mjög vel við slíka iðkun, og mæli ég sérstaklega með lögunum Right her, Right now, og Rockafellar Skank laginu (Right about now, funk so brother, check it out now...). CHECK IT OUT NOW!

mánudagur, febrúar 19, 2007

helgar rapport

hann var viðburðaríkur hjá okkur laugardagurinn. Um daginn gerðumst við menningarleg og skelltum okkur í leikhús á lokasýningu Midt om Natten eftir Kim Larsen. Þetta var söngleikur, með, eins og gefur að skilja, urmul af lögum eftir Kim Larsen, og þar sem við erum miklir áhangendur, skemmtum við okkur mjög vel.

Um kvöldið gerðumst við heldur ómenningarleg og gerðum okkar besta til að styrkja Íþróttafélagið Guðrúnu, með kaupum á öli á bjórkvöldi sem þeir héldu á Öresundskollegíinu. Þar var hægt að gera kostakaup á bjór, og hljómaði eitt tilboðið uppá 3 bjóra á verði fjögurra! Seinna um kvöldið þegar ölvunin var orðin aðeins hressilegri þá breyttist þetta tilboð til batnaðar, þar sem hægt var kaupa 8 stk á 50 kall...eða kom tilboðið á undan ölvuninni? Man það ekki. Partýinu var svo haldið áfram á Öresundsbarnum fyrir þá allra hörðustu og vorum við meðal þeirra eðalmenna sem fylltu þann hóp.

Sunnudagurinn var því miðað við laugardaginn, mjög óviðburðamikill, eins og gefur að skilja. Við rétt náðum að stauta okkur í gegnum nokkra þætti af Prison Break. Reyndar sáum við myndina The New World eftir Terence Malick, sem segir sögu Pocahontas sem allir þekkja og dá, og reyndist það jafnframt eina framlag mitt til konudagsins. Ekki veit ég samt hvort að þynnkan gerði mig e-ð viðkvæman, en ég mæli tvídregið med þessari stórgóðu og hugljúfu mynd.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Laus og ledig-ur

Jæja, þetta er nú hætt að vera spennandi þetta atvinnuleysi. Spennandi er reyndar orðum aukið. Mér hafði í aðra röndina hlakkað til að fá smá tíma fyrir sjálfan mig eftir ritgerðaskilin og þefa aðeins af blómunum í kringum mig. Stunda íþróttir, menningast á kaffihúsum með bók um hönd, og klippa stuttmyndina mína sem flestir hafa líklegast gleymt (og ég eiginlega líka). Bara verst að til að klippa myndina þarf ég að kaupa mér nýja tölvu, og til að kaupa mér nýja tölvu þarf ég pening sem er af frekar skornum skammti þessa dagana. Ég ætlaði reyndar að bæta úr því um daginn, og fékk mér vinnu á leikskóla. Það dugði skammt því ekki aðeins fékk ég minni pening en frá A-kassanum ("atvinnuleysisbætur" (sem ég er reyndar ekki farinn að sjá mikið af)) heldur tók það mestu orkuna frá atvinnuleit sem sálfræðingur, sem er töluverð vinna út af fyrir sig.
Ég er því kominn með nóg af þessari blómalykt og er að reyna halda mér eins "professionally" uppteknum og ég get. Í því samhengi hef ég sótt ýmsa fyrirlestra og námskeið ("networking"), á milli þess sem ég punga út atvinnuumsóknum hægri-vinstri. Ég fór síðan í dönskumat hjá öðrum dönskuskóla. Það gekk það betur eða verr en seinast, eftir því hvernig á það er litið, þannig að á mánudaginn byrja ég í svona intensive kúrs fyrir lengra komna. Það mun vonandi bæta stöðu mína í atvinnuleit og "networking" við aðra sálfræðinga.
CV-ið mitt er a.m.k. alltaf að verða betra og betra, svo það er vonandi að það beri e-n árangur...

mánudagur, febrúar 05, 2007

hringavitleysa

Ekki var ég búinn að heyra neitt frá vinnustaðnum sem ég var í atvinnuviðtali hjá um daginn. Þó sú þögn segir líklegast meira en mörg orð reyndi ég samt sem áður að ná í staðinn. Í fimmta skiptið náði ég loks í e-n sem gat svarað mér. Það var eins og við var að búastm, better luck next time. Þetta var samt e-r skrifstodublók sem sagði mér fréttirnar og fékk ég því ekkert feedback eins og ég hafði vonað.
Mig grunar samt að tungumálið gæti spilað smá rullu og því ákvað ég að skella mér í smá viðbótarkennslu í dönsku. Eða réttara sagt að reyna það! Því ég mætti og fór í viðtal og...fékk ekki inngöngu! Var of góður! Aldrei heyrt þennan áður. Spurning að mæta aftur í viðtal með yfirvaraskegg og reyna standa sig aðeins verr. That would be the first...

Annars höfum við heldur betur eitt til að hlakka til. Þann 22.mars munum við fljúga til Cambridge, Uk, og heimsækja Bjössa og Regínu og spora aðeins út íbúðina hjá þeim :) gaman gaman

sunnudagur, febrúar 04, 2007

helgin sem er að líða undir lok

Er maður orðinn gamall þegar maður er að spila Kanöstu á laugardagskvöldi...og bridge á fimmtudagskvöldi?

Annars fórum ég og Óli á tónleika í Nørrebro á föstudagskvöldið eftir að hafa kíkt og nokkra flotta bari. Mæli með Bankenråt á Nansensgade fyrir áhugasama. Tónleikarnir voru sæmó, e-ð indie rokkband sem ég sá auglýst í blaðinu fyrr um daginn. Man ekkert hvað þau heita sem segir kannski ýmislegt. Reyndar var upphitunarbandið miklu betra!

Það var því töluverd Nørrebróderað um helgina, því á laugardeginum fórum ég og Rags aftur á sömu slóðir en nú um daginn. Nørrebro er bara finnst mér eitt það skemmtilegasta hverfi í köben. Margir tengja það nú við gettó og e-ð “slum”, en stapreyndin er að þar er mest lifandi og fjölbreytilegasta mannlífið sem ég hef séð. Urmull af flottum design búðum og kaffihúsum sem voru svo gerð góð skil á. Svona New York fílingur (held ég, hef reyndar aldrei komið þangað :).

Við vorum reyndar hálf skökk og kjánaleg mestallan daginn. Ragnheiður var að prufa nýju skóna sína og þrátt fyrir nokkur varúðarorð sem hún lét sem vind um eyru þjóta, uppskar hún fljótlega nokkur góð hælsæri og haltraði því um götur borgarinnar uns við fundum apótek og plástra sem linuðu aðeins óþægindin. Hvað mig varðar þá var ég nú litlu skárri. Ég hafði tekið ansi massífa hlaupaæfingu með Árna hlaupagarpi daginn áður, en þrátt fyrir mikil átök og mikla vellíðan að henni lokinni, þá hef ég e-ð náð að misstíga mig og marist undir ilinni. Þetta var því svona “haltur leiðir haltann” göngutúr hjá okkur. En skemmtilegur samt sem áður.

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed