miðvikudagur, mars 30, 2005

Ich bin einen Berliner!!

Jæja já, þá er fólkið komið tilbaka í kotið eftir velheppnaða ferð...fyrir utan smá rán reyndar...Já nú þekkjum við Berlín betur en...kannski ekki betur en handabakið á okkur, en allaveganna betur en á honum Sigga í Eimskip, fínn gaur. Við erum búin að þramma borgina sundur og saman, þræða neðanjarðarlestina, tjekka aðeins á djammstöðunum og gera þjóðarrétti þeirra heldur betur góð skil, currywurstin þeirra er Bæjarins bestu okkar. Steikt kryddpylsa, með karrý tómatsósu og auka karrý dreift yfir og svo franskar..uuummm... Keyptum einmitt karrýtómatsósu til að geta upplifað smá nostalgíu við tækifæri. Ferðin byrjaði hins vegar með heldur betur óvæntum glaðningi. Við vorum ekki fyrr komin út á lestarstöðina hjá flugvellinum en ég er að horfa í augun á manni sem kemur mér ansi kunnuglega fyrir sjónir. Og svo brestur það á: ÍVAR!! Hvað ertu að gera hérna maður!! Svo verður mér litið til hliðar...ÞRÁNDUR!! ÞÚ LÍKA! Gamlir og góðir vinir fyrstu mennirnir sem ég sé! Þeir voru að ná í systur Ívars sem var með okkur í flugvélinni. Þeir eru búnir að vera búsettir hér síðan í sept.´04. En er heimurinn lítill eða hvað? Ekki hittum við neina aðra Íslendinga á ferð okkar á öllum þessum tíma. En reyndar hittum við systur hans Ívars og vinkonu hennar 5 SINNUM á röltinu, það er ansi mikið. Ég veit reyndar ekki hve mikil tilviljun það er að hitta íslendinga í aðalbúð H & M þar sem hún er fyrsti viðkomustaður ansi margra Íslendinga.
En Berlín er mögnuð borg! Borgin er byggð upp af mörgum minni borgum sem sameinuðust síðan seinna í eina stóra og mikla, 3,2 milljónir er slatti...og það er með íhaldssamri talningu mundi ég segja. (Svipað og að segja að Árósar sé 300.000 en er í raun mun meira með öllum úthverfum o.þ.h.). Þessvegna er ekki einn miðbær heldur dreifðir töluvert um borgina, svo ég tali nú ekki um fyrrverandi skiptinguna milli austurs og vestur Þýskalands. Það var því mikið labbað og metroast eins og hefur komið fram nokkrum sinnum áður hér :)
En kannski við látum bara myndirnar tala sínu máli...

sunnudagur, mars 27, 2005

Berlin

Jaeja ta situr madur a netkaffi hostelsins sem ad vid buum a og nytir sidustu minuturnar af timanum sem ad madur borgadi fyrir. Allavegana ta erum vid buin ad vera herna i nokkra daga og mikid drifid a daga okkar her. Vid komum hingad seint um kvold og vorum ekki komin upp a hostel fyrr en kl 1 um nottina og ta fann gaeinn ekki pöntunina okkar. tad var nu ekki mikil gledi ta, en tad reddadist sem betur fer. Vid tokum svo annan daginn i budarrap og smakkad var a hinum ymsu bratwurstum. Curry wurstin min var ansi god. En a tridja degi var haldid i Zoologiske garten og dyrin skodud i ruma 4 tima og allir ordnir vel treyttir i löppunum en tad stoppadi okkur ekkiog heldum afram ad skoda og forum i tv turninn og skodudum utsynid yfir baeinn. Svo a föstudaginn langa var tekinn skodunardagur tvi ad allt var meira og minna lokad. Brandenburgarhlidid og fleira. I gaer var farid aftur i budarrap en strakarnir foru a Stanley Kuprikc syningu. Svo um kveldid atti ad fara uta lifid en tad vard nu mun styttra en buist var vid eftir einn öl fattadi eg ad einhver var buinn ad fara oni töskuna mina liklega i lestinni og taka veskid mitt og eg var by the way nybuin ad fara i hradbankann. Gaman en eg reyni ad lata tad ekki a mig fa og njota restarinnar af ferdinni. Tetta var sma grof ferdasaga og hun verdur liklega sögd adeins ytarlegar og med myndum tegar ad vid komum heim til Arosa. Ble ble Ragnheidur

sunnudagur, mars 20, 2005

Matur og menning

Við fórum í mat í gær til Rögnu og Sindra, en Ragna er systir hennar Regínu sem er með Gunna í sálfræðinni. Sumsé þá búa þau hérna í næstu götu sem er náttla bara snilld. Það var svaka góður matur og herlegheit það var sko forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Þetta smakkaðist allt bara sona líka vel og svo var sötrað á rauðvíni og sumir fengu sér öl fram eftir kveldi.

Annars er maður alveg komin í ferðagírinn þar sem að við fljúgum til Berlínar á þriðjudaginn. Við erum búin að vera að stúdera bókina sem að við keyptum um Berlín. Þetta verða ekki leiðinlegir dagar.


aha Posted by Hello

mánudagur, mars 14, 2005

Verknámið o.fl

Ég var að fá ansi leiðinlegan e-mail þar sem ein úr bekknum var að segja að hún væri að hætta í skólanum. Hún lenti á svona líka svakalega slæmum verknámsstað, eða réttarasagt þá var verknámskennarinn hennar hrikaleg. Hún var sko í börnehaveklasse sem er fyrir 6 ára börn og kennarinn öskraði á krakkana og greyið krakkarnir þorðu ekkert að segja og kenndi vesalings bekkjarsystur minni um allt sem fór úrskeiðis hjá sér, svo að hún er bara að fara að droppa þessu öllu saman. Ekki alveg nógu gaman og svo er einn bekkjarbróðir minn búin að fótbrjóta sig í verknáminu en hann er að vinna með strákum sem eru ofvirkir o.fl í þá áttina og það var svo mikill hamagangur að hann fótbrotnaði ( by the way, þá var ég einmitt að spá í að fara á sama stað í verknám). Þannig að ég er bara frekar sátt við mitt verknám:)
Annars er maður bara farinn að huga að því hvað maður á að taka með sér til Berlín íha 8 dagar í það gaman gaman ble ble Ragnheidur

sunnudagur, mars 13, 2005

Hafiði heyrt um Justin Case?

Ég hef áður minnst á reglusemi Dana, þ.e. hve duglegir þeir eru að fara eftir reglum og þá meina ég að fara eftir þeim þráðbeinum, án nokkurrar beygju. Ekki að það sé e-ð hrikalega neikvætt, en maður er svo vanur ýmiss konar linkind heimavið. En...allaveganna, þá langar mig að tala um strætóana...í enn eitt skiptið, jájá ég veit. Þeir eru nebblilega með með sonna stimpilkerfi og þeir treysta 100% á að maður svindli sér ekki. Því eins og ég minnstist hérna á einu sinni, þá fer fólk í Árósum inní strætóana aftanfrá og sér sjálft um að borga, eða stimpla, og það gera þeir alltaf! Strætóbílstjórinn skiptir sér ekkert að þessu. Svo eru þessir verðir sem eiga að kanna hvort fólk sé ekki örugglega með góða samvisku og "eiga" að koma uppí vagnana. Málið bara er að á mínum tíma hér, á öllum þessum sex mánuðum, þá hef ég einu sinni lent í þeim. Einu sinni! Og ég var búinn að borga b.t.w. En hvað er hann að nöldra yfir þvíu spyrjið þið ykkur. Málið bara er að mér finnst ég vera henda peningum út um gluggann þegar ég stimpla kortið mitt, sem ég geri næstum alltaf, 90%. Ef þessir verðir myndu sinna starfinu sínu betur og þá gæti ég stimplað án þess að velta vöngum yfir hvort ég ætti að spara mér eitt klipp, þeir koma hvort sem er aldrei, segi ég. Eitt klipp hugsa ég svo, það er ekki nein upphæð (11 dkr)...og stimpla svo, just in case....

give me a break...not!

Fyrst ég er í blogggírnum og að tala um kvikmyndir, þá langar mig aðeins að minnast á hlé í bíóhúsum, og þá aðallega á Íslandi. Ég heyrði því fleygt að Íslendingar og Ítalir séu þeir einu sem hafi hlé á sýningum hjá sér. Ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það en gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Að minnsta kosti að e-u leyti, því hér eru þeir með hlé en aðeins á stórmyndunum, þessum þriggja og hálfs tíma. Ég verð að segja að ég er á móti hléum og finnst að maður ætti að geta notið myndarinnar ótruflaður. Hvernig ætlarðu að gera það, heyri ég nokkra spyrja, þú verður að fara á klósettið á milli og þá missirðu úr myndinni. En er það svo? Þegar við förum á þessar þriggja á hálfs klukkutíma myndir (LOTR) förum við þá á klósettið þrisvar meðan á myndinni stendur? Stöndum við upp þegar ein klst. er liðinn og segjum að blaðran þoli ekki meira...það er bara klukkutími sem hún þolir? Það finnst mér ólíklegt. Maður fer þá bara þegar kemur hlé eftir tvo tíma, svo af hverju ættirðu ekki að geta haldið í þér á "venjulegri" mynd. Ekki það að maður þurfi að halda eitthvað meðvitað...líkaminn heldur bara í dropann svo lengi sem þarf, og ef þú býst ekki við hlé, þá ferðu ekki að hugsa um hvenær það kemur svo þú getir kreist nokkra dropa. Annars skipta þessi rök nú ekki miklu, þetta snýst náttúrlega bara um popp og peninga. En samt...spjót í vopnabúrið ef e-r fer að rífa sig. Over and out.

ef þú sérð mynd einu sinni á ári...

Þessi frasi eða "mynd ársins" eru ansi vinsælir frasar hjá gagnrýnendum og oftast hristir maður bara hausinn, þeir segja allt. En ég held að ég geti látið þessi orð flakka núna, það er bara hvort sem mars og hver veit, kannski verður önnur mynd í júní sem fær sömu meðmæli, svo í sept og ...já þið skiljið. Ræman sem um ræðir rámar æðislega (segið þetta 5 sinnum hratt:), en já myndin Sideways, hreint út sagt frábær mynd. Átti óskarinn fyrir besta aðlagaða handritið frá bók alveg fyllilega skilið. Nú þegar ég er búinn að rífa upp væntingar ykkar get ég hvort sem er alveg haldið aðeins áfram. Það er langt síðan ég hef skellt uppúr jafnoft á mynd og á þessari, annars voru fjórir Íslendingar, að okkur meðtöldum, í salnum og við vorum þau einu sem tóku undir að ráði. Við erum örugglega með svona góðan húmor.

föstudagur, mars 11, 2005

smá pælingar varðandi stærð á...já hehemmm...

Ég var aldeilis hlessa nú um daginn. Ég var að spá í hvað fótbolti er ótrúlega vinsæl íþrótt og þá m.t.t. hve margir eru að iðk´ann heima á íslandi. Það eru 4 deildir með úrvalsdeildinni um land allt. Svo er nú ekki lítill hluti t.d. Utandeildin sem fer stækkandi með hverju árinu en fjöldi liða þar er 50 í fimm riðlum. Þá eru ótalin öll firmalið og félagar sem hittast í þynnkunni. Mig langaði því aðeins að bera saman þetta við Árósa, sem er borg jafnfjölmenn og 2 stk Ísland (þá meina ég stór-Árósasvæðið). Eins og öllum er kunnugt þá sigraði SF Hekla 5. deildina í fótbolta hérna, og var efst af 20 liðum sem eru þar. Svo skildist mér að það væri til 6. deildin líka...6 deildir, ekki slæmt. Svo fór ég að pæla, bíddu við spiluðum leik eftir að við vorum búnir að sigra deildina? Hvað er það? Já, það er undankeppni til að sjá hvaða lið af ÖLLUM 96 riðlunum í 5. deild er best!! Er ekki allt í lagi!?! 96 riðlar bara á Jótlandi, hverslags brjálaði er þetta? Ég spurði ekki hve margir væru í 6. deildinni...

ég kaupi, þessvegna er ég!

já, maður er allur núna að skríða saman eftir tap Manchester United núna á þriðjudaginn. Með þessu áframhaldi ætti ég að vera farinn fram úr rúminu á næstkomandi sunnudag. Það var þó örlítið hressandi að sjá "los galacticos" detta úr keppni (real madrid), leiðinlegra lið hef ég ekki séð lengi.
Undur og stórmerki hafa reyndar gerst hvað varðar eldhúsaðstöðuna hjá okkur...ahaa....ég sé að einbeitining er aðeins betri hjá þér núna, já...við erum búin að kaupa nýja pönnu! Hananú, og ekki voru það slæm kaup 149 dkr fyrir tefal, ja ég segi bara, geri aðrir menn betur. Manni finnst eins og maður hafi smíðað pönnunna sjálfur maður er svo áægður. En þar með er ekki öll sagan sögð, ónei, því örbylgjuofn fylgdi fljótlega í kjölfarið...og einhvers staðar þurftum við að geyma allt þetta...og núna er komin þessi fallega hilla í eldhúsið. Ekki veit ég hvar Ingvar Kamprad væri án okkar, hann væri allaveganna ekki 7. ríkasti maður heims. Segið svo ekki að það sé ekkert að frétta :)! Ójá, meðan ég man að þá vorum við að kaupa flugmiða til Bergen til að vera viðstödd fermingu systur Ragnheiðar í maí, tvær vikur í Berlín og svo hrúga af heimsóknum strax eftir heimkomu þaðan. Fjásmaðurinn ógurlegi mun hrella landann og taka við af þriggja daga heimsókn foreldra Ragnheiðar sem koma þann 2.apríl.

sunnudagur, mars 06, 2005

Á slóð slefaranna...

Þetta er búinn að vera viðburðarríkur sunnudagur. Við ákváðum að kíkja á hugsanlegar æskuslóðir afa míns í móðurætt, hans nafna míns Gunnars Ormslevs. Það er svolítið á huldu sko. Það vill nefninlega líklega svo til að hann hafi verið skírður í höfuð bæjar sinns, Ormslev. Bær þessi er í útjarðri Árósa og gátum við bara tekið strætóinn þangað. Þetta var reyndar frekar löng ferð enda ekki margir á leið þangað enda ekki mikið meira en nokkur hús, kirkja og hjólhýsasala. Við röltum bæjarmarka á milli...alla 700 metrana. En það var gaman. Ekki oft sem maður sér nafn bæjar í útlöndum sem er í ættinni hjá manni.

á ættarslóðum Posted by Hello

Nokkrar myndir til viðbótar hér.

Svo í heimleiðinni komum við við við sem var á reki þarna (rekviður? :) Við kíktum í gettóið Gellerup þar sem er stór tyrkneskur markaður, Bazaar Vest. Þar var líf og fjör, og ilmaði staðurinn af Shawarma (kebab) sem maður varð að kanna aðeins betur. Þar var hægt að kaupa vatnspípur, handsaumaða skó og fullt af öðrum tyrkneskum vörum.

le bazar Posted by Hello
Þar keypti ég nokkrar "sweet potatoes", því þessar "nasty potatoes" sem ég keypti í vikunni voru búnar að vera svo leiðinlegar. Ætlunin er að Wok-a aðeins í kvöld þegar Björg, Áslaug og litli og fjörugi Ásgeir Rafn koma í mat í kvöld. Gaman að því...
Adios

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed