mánudagur, október 25, 2004

'I háskóla er gaman þar leika allir saman

Nu er ég buin að vera í Peter Sabroe semenariet í rúma tvo mánuði og hingað til erum við búin að liggja í bókunum og sitja á fyrirlestrum þ.e. bekkurinn minn 04E2 á meðan hinn bekkurinn 04E1 er búin að vera í leikjum og að gera leikrit og skúlptúra og tónlist og allskonar svoleiðis. Við skildum ekki neitt í neinu, áttum við ekki að fá að gera neitt svoleiðis og maður var orðinn smá undrandi á þessu öllu saman, en í dag breyttist þetta loksins og hinn bekkurinn situr núna og les og við förum í þetta " skemmtilega" Það er þannig að önninni er skipt niður í 5 þemaverkefni og nú erum við í Det Legende eða leiknum og við erum búin að vera úti í allan dag að læra skemmtilega leiki mjög gaman og hagnýtt. Það kom að því að ég var valin til að "ver ann" og það var bundið fyrir augun á mér og svo áttu hinir að standa í hring í kring um mig og ég átti að reyna að ná taki á einhverjum svo að þegar ég hreyfði mig átti hringurinn að færa sig og komast hja því að ég næði þeim. Þetta endaði ekki betur enn svo að ég náði að bomba hausnum á mér í hausinn á annari stelpu og er komin með þessa grýðarstóru kúlu á ennið bláa og fína en þetta var samt allt í góðu og við skemmtum okkur mjög vel og ég hlakka mikið til næstu daga. takk í bili Ragnheiður Ósk

3 Comments:

At 4:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott hvad tid erud dugleg ad skrifa - og setja inn myndir! Astarkvedjur fra okkur i Logalandi, mamma.

 
At 10:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ.. haldiði ekki að ég hafi fundið ykkur :) hvernig gengur hjá ykkur..?? það gengur mjög vel hjá mér! Tjörvi kemur notla ekki fyrr en um jólin, en mér líður alveg áægtlega þrátt fyrir einmanaleika.. fer líklegast til århusa í vetur, frænka mín býr þar. það væri gaman ef við myndum hittast eitthvað ;) skemmtið ykkur vel! kveðja Guðrún Ásdís í Odense. (www.blog.central.is/gass)

 
At 12:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Langaði að prófa að segja skoðun:) En fínar myndir og haldið áfram að blogga eins og ykkur einum er lagið! En elskandi kveðjur úr Flameland!!!;)
María

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed