þriðjudagur, júlí 17, 2007

Munkalíferni framundan...

...samt ekki eins og þið haldið :) Málið er að hér á Prags Boulevard er undirbúningur fyrir flutning kominn vel á veg og eru 15 kassar þegar orðnir fullir af fötum og öðrum smámunum. Við munum nefninlega flytja dótið okkar út þann 24. júlí og munum því verða án nær allra veraldlegra gæða í eina viku. Aftur á móti mun innbúið koma sadægurs okkur til Íslands. En þessi vika verður notuð til að mála íbúðina og stunda innhverfa íhugun og flest annars en að láta undan tímaþjófum á borð við internets og sjónvarps.

Þetta gæti reyndar skapað smá vandamál í daglegu lífi okkar. Hvað gerum við t.d. varðandi matseld og hjólarferða í vinnuna? Hmmm....það fyrrnefnda verður kannski ekki vandamál...”ég sé fyrir mér töluvert magn af kínamats og pizzaboxum eftir 10 daga”. Við munum einnig halda eftir rúminu okkar, sófanum, einu borði og nokkrum smámunum, sem við ætlum að skilja eftir eða reyna selja. B.t.w. ef e-r vill sófa á 350, eldhúsborð á 250 eða rúm á 600, þá látið vita.

Svo erum við einnig búin að vera dugleg að nýta okkur ákvæðið í tollalögunum um að “fólk búsett í eitt ár eða lengur, má hvert flytja inn nýjar vörur að verði 100.000 kr án þess að borga af því skatt”. Ekki slæmt það og ekki verra að hægt er að það er hægt að fá danska virðisaukann endurborgaðann gegn stimpli frá íslenska tollinum. Við erum því búin að versla okkur m.a. þvottavél ásamt öðru dóti sem er fyrir mun ódýrara hér en heima. Gott ef ég bað ekki um tax free á Mcdonald´s hér um daginn.

2 Comments:

At 5:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Djofull eru tid snidug..eg aetladi lika ad vera geggjad klar og taka Tax Free af OLLU sem eg myndi kaupa mer her..en svo er tad ekkert i bodi her..:(

kv.tinna

 
At 9:50 f.h., Blogger Drekaflugan said...

já skrítið. En hlutirnir eru nú líka ódýrir fyrir í USA :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed