Kveðja
Jæja, gott fólk. Þá er nú komið að þessu: seinasta bloggið. Þar sem síðan heitir G & R Do Danmark, ætli maður láti þá ekki staðar numið nú þegar maður er fluttur úr Danaveldi. Að öllum líkindum a.m.k., það er aldrei að vita hvenær bloggandinn kemur yfir mann, og hver veit nema maður stofni bara nýja bloggsíðu. Hvað með Gunnar og Ragnheiður Do Iceland ;) ?
Ég ætla að láta vera með að gerast hádramatískur og telja upp alla eftirminnilega og þroskandi viðburði eða nefna alla þá vini sem við höfum kynnst seinustu þrjú árin. Ef þið viljið fá góð skil á öllu því, að þá er bara að grafa eftir eldri bloggpóstum og finna út úr því sjálf :) Læt mér nægja að segja að þetta hefur bara verið alveg æðislegur tími!
Nú tekur hins vegar við alveg nýr kafli í lífinu, komin með þessa æðislegu íbúð, komin með mjög góða vinnu, námið búið í bili (eða að klárast). Því segi ég bara eins og Paul nokkur McCartney gerði hérna um árið, "I don´t know why you say goodbye, i say hello"
Ég vona að fólk hafi haft gaman að og jafnvel nokkuð gagn að. Við þökkum við þeim sem hlýddu álesturinn, bæði þeim sem litu stutt við, þeim sem hafa látið sitt eftir liggja í kommentakerfinu og hinum sem hafa fylgt okkur allan tímann.
kv
Gun og Rag
Sólin er greinilega búin að vera að bíða eftir að þið færuð því ég var á ströndinni í dag í 28 stiga hita ... muhahahaha! ;)
Nei ... þetta er ljótt að segja. Það er örugglega voðalega fínt veður heima á Íslandi :D
Heyrðu Gunni. Ekki er þetta málningaklessan þin á horni Amagerbrogade og Holmbladsgade?! Vá þvílíkt mess sem var þar ... hugsaði til þín.
Þetta hefur án vafa verið þroskandi tími fyrir ykkur. Þegar ég verð loks farinn að búa í íbúðarhæfum hýbílum þá býð ég ykkur í menningarlega stórveislu.
Verst að þið misstuð af góða veðrinu hér. Vonandi helst það svona.
Já, það hlaut að koma að þessu að sólin kæmi. Búið að vera voða fínt veður hér... :/
En nei Jonni, þetta er ekki mín klessa haha, ekki mikið verið að þrifa upp eftir sig þar, öguft við snyrtipinnan mig ;) Þú getur séð mína klessu á horni ÖSterigsgade og Holmbladsgade. Miklu flottari.
Náðuð þið að redda sjúkratryggingavottorðinu?
Ja Arni vid nadum ad redda þvi, takk fyrir að lata okkur vita af þessu, kv ragnheidur