Paradisbio
Þetta lofar góðu. Vorum að kaupa afsláttarmiða í bíó hérna í miðbænum sem hljóðar upp á 50% af ákveðnum 12 myndum. Þetta er svona listabíó þar með gömul innréttingum, kaffihúsi, gömlum blöðum, tónlist ofl.ofl. Sem sagt, hálfgerður "a dream come true" að koma loks í eitt slíkt. Hef alltaf langað að opnað eitt slíkt í miðbænum heima, þar sem hægt væri að sjá "godfather-inn" í bíó, kl. 4 á miðvikudegi, þegar maður á vaktarfrí. En...það er reyndar önnur saga. Myndin sem við sáum í kvöld hét "motorcycle diaries" og fjallaði um Ernesto "Che" Guevera þegar hann var ungur. Góð mynd. Mælir hins vegar frekar með "Maria, full of grace" sem ég skellti mér á klukkan þrjú í fyrradag þegar ég var að vafra um í bænum, og rakst á þetta bíó. Það er mögnuð mynd!
Annars hef ég nú lítið annað í farteskinu núna...bið því ykkur bara vel að lifa.