mánudagur, október 30, 2006

Congratulations, it´s a beautiful 32" Philips LCD

Þá situr maður í sófanum fyrir framan nýjasta fjölskyldumeðliminn: 32" flatskjá. Þetta eru búnir að vera vikur mikillar íhugunnar og vorum við orðin sammála um eitt tæki sem var svona málamiðlun: 27" og kostaði 5.000 DKr. Mig hafði dreymt um aðeins stærra, en þá var prísinn kominn uppí 7.000DKr sem var aðeins of mikið. Svo þegar Ragnheiður er á leiðinni í Fisketorvet að kaupa þetta 27" þá lítur hún í póstkassann, og þar blasir það við...10 ára afmælistilboð frá Helko! Philips 32" á 6.000Dkr, og átti að kosta þó nokkuð mikið meira fyrir (9.000Dkr)!

Það munaði þó minnstu að við hefðum ekki náð tækinu. Það var að sjálfsögðu mætt fyrir utan búðina hálftíma fyrir opnun eins og sönnum útsölubrjálæðingi sæmir. Ég var örugglega 10. í röðinni en eftir svona 15 mín voru 50-60 manns komnir í viðbót. Svo opnaði búðin og inngangan gekk slagsmálalaust fyrir sig. Ég labba beint í sjónvarps deildina og tek EINA tækið sem þeir voru með! Ótrúlegir, setja tilboðið á forsíðuna og eru svo bara með eitt stk (nema þetta hafi verið sölutrikk hehe, held samt ekki). En það er mikil ánægja hér og góð tilbreyting frá því að horfa á myndir í tölvunni.

Góðar stundir

Efnisorð: , , ,

fimmtudagur, október 26, 2006

Ég er búin að festa kaup á flugmiða til Íslands í Desember. Ég var aðeins of sein í ár, áttaði mig ekki á að það væri svona stutt til jóla. Ég kem heim 18 desember og Gunni líka he he það má nú ekki gleyma kallinum. Hann er reyndar ekki búin að kaupa miðann. 'Eg verð síðan að fara tilbaka til DK þann 1. janúar 2007 þar sem verðið þann 2 janúar var 10000 kr hærra suss. Gunni ætlar þó að vera nokkrum dögum lengur. Ég er að fara í próf 3 janúar svo ég verð að fara fyrr.
Við Gunni erum svo að fara út að borða í kvöld því við eigum 4 ára ammli. Ætlum að prófa stað sem er hérna í hverfinu okkar vonum bara að það sé eð gott.
Annars er bara alveg nóg að gera hjá okkur báðum. Gunni að klára ritgerðina og ég að gera 2 ritgerðir og að fara að halda fyrirlestur jæks hlakka nú ekki til þess.
'Eg verð að játa að ég er farin að hlakka til jólana og þarf ég alveg að hemja mig í að setja jólalögin á fóninn.
Arna Vala litla systir mín var í heimsókn hjá mér um seinustu helgi frá fimmtudegi til mánudags. Við kíktum útá lífið, á strikið og í tívolí. Því miður náði hún að verða veik meðan hún var hérna en svona er það. Alltaf gaman að fá heimsóknir.
Ragnheiður Ósk

þriðjudagur, október 17, 2006

Myndir

Búin að setja inn myndir frá Tékklandi.

ekta gervigull til sölu!!

Æi hvað ég náði að hafa smá gaman af einum götusvindlaranum í gær. Það kom upp að mér kona, á að giska frá A-Evrópu, og sýndi mér forlátan gullhring sem hafði verið í ættinni lengi. Nú þurfti hún hins vegar að láta ættarsdjásnið af hendi til að geta lifað. Ég svona ákvað að spila aðeins með en þurfti heldur betur að halda aftur af brosinu. Þetta var víst ekta 18 karata gull og hún virkaði svo sannarlega einlæg og gjafmild, aðeins 400 Dkr fyrir dýrgripinn. Ég horfði á þennan þunga hnullung djúp hugsi og sagði “400 kall, jááá...” eins og ég væri virkilega að hugleiða að kaupa draslið. Ég dró svo aðeins í land, en hún var ekki á þeim báti að láta mig sleppa og sagði 200 Dkr “just for you my friend, just for you”. Ég var þarna að rembast við að halda brosinu og hlátrinum niðri. Svona hélt þetta áfram í smá stund þar til hún sagði: “How much do you want to pay for it”? Ég sagði bara blákalt framan í hana 25 Dkr! Hún horfði á mig í smá stund og játti svo því. Ég leitaði í vösunum og ætlaði að láta hana fá 10 kall fyrir þessa ágætu skemmtun, en var svo því miður ekki með neitt á mér. En ég er samt með starfshugmynd fyrir þetta sölufólk. Af hverju ekki að reyna fyrir sér sem leikari, hún horfði beint í augun mín og laug mig fullan án þess svo mikið sem að blikna. Það gæti komið sér vel í ýmsum starfsgreinum...

sunnudagur, október 15, 2006

boltabloggunna.blogspot.com

Það er spurning hvort ég breytu þessi bloggi bara i www.boltabloggunna.blogspot , eða e-ð þvíumlíkt, því það eina sem eg hef að segja um þessar mundir virðist tengjast fotbolta oftast a einn eða annan hátt...
...En úff hvað eg er alveg buinn að þvi! Þessi fotboltaleikur verður þvi miður lengi í minnum hafður fyrir að vera sá leiðinlegasti sem ég hef nokkurn timann spilað. Flestir í liðinu voru sammála mér og þá er nú mikið sagt þvi um seinustu helgi töpuðu strákarnir 12-3, og geri aðrir verr...Þessi leikur var á móti efsta liðinu, sem var enn ósigrað og búið að fá á sig að ég held 10 mörk í 21 leik! Við byrjuðum reyndar vel og liðin skiptust á færum og með smá heppni hefðum við getað sett 2 mörk. Þeir voru reyndar 1-0 yfir í hálfleik, en í seinni hálfleik snerist dæmið við. Af gömulum vana misstum við einn mann út af með rautt og höfðum svo engan á varamannabekknum til að skipta við (ótrúlega margir sem forfölluðust). Skömmu seinna for svo annar ut af með gult spjald i tiu minutur, en þa var staðan þegar orðin 4-0, og þeir að sækja á svona oftast 6-7 mönnum á móti fáliðaðri vörninni. Heppilegt fyrir okkur að þá voru þeir ekki búnir að taka skotæfingar lengi sem varð til þess að við náðum að æfa okkur vel í útspörkunum :) Staðan var svo orðin 5-0 undir lokin en með mikilli seiglu náðum við að setja eitt mark á þá undir lokin sem við fögnuðum innilega.
Tímabilið byrjaði í apríl og er því búið að vera í heila 6 mánuði!! Þetta er búið að vera alveg frábært season og aldrei jafn mikið spilað og nú, og ég alveg heilmikið buinn að bæta mig. Ég er bara orðinn aðeins þreyttur almennt og sem betur fer segi eg bara, er seinasti leikurinn i deildinni um næstu helgi, á moti næst efsta liðinu :/

laugardagur, október 14, 2006

Tékklandsferð


Þá er maður komin heim frá Tékklandi, þá hugsa flestir já hún var í Prag, sem ég og var en fyrst fórum við til Cjeski Raj sem er svakalega fallegt svæði 80km frá Prag. Kallað Tékkneska paradísin(held ég) Ég fór með íþróttalínunni og svo var friluftsliv líka svo við vorum 30 manns. Við fórum með rútu og tók það litla 15 tíma sem liðu ótrúlega hratt. Það var samt ekkert rosalega auðvelt að sofna í lengri tíma. Við komum til á hótelið kl 13 og fórum beint í fjallgöngu í 3 tíma sem var svakalega skemmtileg

Annan daginn fórum við í fjallaklifur sem var mjög gaman en ég var nú ekkert svakalega huguð. Það var hægt að velja þrjár leiðir eftir erfiðleikastigum frá 1 til 11 við gátum valið 2, 3 og 11 ég valdi nú bara nr 2

Eftir hádegi fórum við svo í fjallahjólaferð sem var rosalega skemmtileg. Hjóluðum 26 km. Seinasta daginn fórum við svo í hellaskoðun eða cave and roping þar var farið í allskonar hella þar sem maður þurfti að skríða til að komast í gegn og sumum fannst þetta nú aðeins of mikið.


Daginn eftir var svo farið til Prag þar sem við skoðuðum það allra mikilvægasta Karlsbrúna og klukkuna og svo var röllt í búðir. Við kíktum svo á diskótek um kvöldið og dönsuðum fram á nótt. Það varð ansi svefnlaus dagur sem tók við, fengum flest sirka 3 til 4 tíma svefn og svo farið að skoða tékkneskt barnaheimili suss maður var orðin ansi þreyttur þegar við fórum loksins heim til Danmerkur kl 7 um kveldið.

þriðjudagur, október 10, 2006

Nýjasta nýtt í Danaveldi

Já, loksins er það komið: Ókeypis SMS í danska síma

Ég hef nú séð e-ð þessu líkt hér áður, en viku eftir að ég skellti link inn á þá síðu, þá var hún lögð niður. Hvort það tvennt tengist eitthvað veit ég ekki, en amk þá er hér gerð önnur tilraun.

Þetta minnir mig á niðurstöður úr rannsókn sem ég sá í Mogganum heima. Þar sýndi rannsóknin að Íslendingar senda mun minna af SMS en hinar Norðurlandaþjóðinar (eða e-ð í þá áttina). Þar gleymdist heldur betur að taka
með í reikninginn að SMS í gegnum netið heima er óheyrilega algengt, á meðan það þekkist varla hér.

en njótið vel, amk mun ég gera það...:)

e.s. kannksi ekki njóta þessa of mikið, því ef þið sendið fleiri en 5 sms yfir daginn úr sömu tölvunni, þá elta þeir þig uppi... :-O

mánudagur, október 09, 2006

Heimur farfuglanna

Jæja, þá er maður kominn aftur í hreiðrið. Ég rétt náði að kveðja Ragnheiði áður en hún keyrði af stað til Tékklands í gærkvöldi. Heyrði svo í henni aftur í dag um hádegisbilið, og þá var hún rétt að renna í hlað! Ágætis keyrsla greinilega, en með nokkrum stoppum þó. Ætli hún sé ekki núna í klettaklifri eða e-u álíka...
En seinasti dagurinn á klakanum var viðburðamikill og skemmtilegur. Pabbi byrjðai á að hringja í dílerinn sinn sem kom stuttu seinna og seldi okkur 2 kílóin hvor á spottprís. Ég var nú smá smeykur um að hundarnir á flugvellinum myndu fara af stað þegar þeir fyndu lyktina úr töskunum, enda var um gæðaharðfisk að ræða.
Ég spilaði svo í fimm mínútur í úrslitaleiknum í utandeildinni og setti eflaust met, því líklega hafa fáir spilað svo lítið í deildinni og hlotið medalíu fyrir. Það var alveg prýðlegt og bara það sem ég hafði búist við. Varðandi hvernig medalía þetta var, er kannski skemmst frá því að segja að við tryggðum okkur annað sætið með því að tapa glæsilega 3-0. Seinna um kvöldið hitti ég svo Frægðarkempurnar (úr FcFame) of djammaði með þeim til klukkan fjögur, eða þar til ég rölti uppá BSÍ og tók næstu rútu upp á flugvöll til að ná fluginu klukkan 0700. Alveg hreint ágætis ferð á enda kominn, og ekkert svo langt í þá næstu...

föstudagur, október 06, 2006

tilviljun?

Eins og allir vita er sannkallaður stórleikur um helgina: Fc Fame mætir Vængjum Júpíters í úrslitaleik Utandeildarinnar. Þetta er nú liðið mitt sem ég spilaði með áður fyrr, við vægast sagt góðan orðstýr og mun líklega gera aftur nú um helgina. Væntanlega eru margir sem setja nú spurningarmerki við þessa skyndilegu “heimsókn” mína til Íslands (amk vildi þjálfi að ég kallaði hana það), sem vildi svo til að var einmitt á þeim sama tíma sem Fame var að spila mikilvægan undanúrslitaleik um seinustu helgi og svo núna úrslitaleikinn. Ég ætla leyfa ykkur um að ráða í þá gátu lesendur góðir...:)

Dr. Gunnar svarar spurningunni "Is it physically possible to bicycle in Iceland"?

Ég er búinn að vera með smá tilraun í gangi meðan á Íslandsdvölinni stendur, og hún nefnist “ Er hægt að ferðast á hjóli í Reykjavík” ? Eftir þessa viku hér get ég ekki annað sagt en að það sé vel mögulegt. Ég er búinn að hjóla næstum hvert sem ég fer, niður í bæ, í Smáralindina, eða enn styttra. Ég verð bara að segja að það er alveg ágætt að hjóla, þrátt fyrir að brekkurnar séu aðeins meiri en maður á að venjast. Það er nóg af hjólastígum eða gangstéttum, en maður lendir í smá vanda þegar þær enda, því umferðargatan er ekki sérlega skemmtileg yfirferðar. Hjólafólkinu er nefninlega ekki gefinn mikill gaumur, og sérstaklega ekki þegar kemur að göngubrautum, hringtorgum eða gatnamótum. Bílstjórarnir keyra alltaf yfir þau áður en þeir líta til hliðar, eru voða lítið að hægja ferðina. Þau eru líklegast teljandi á fingrum annarra hendar tilvikin þegar bílstjórar hafa stoppað fyrir manni. Langar manni helst að stíga af hjóliun og taka í höndina á þeim fyrir að vera svona vingjarnlegir. Það er líklegast helsti munurinn hér og í DK.
En ég sagði að ég hjóla næstum allt sem ég fer, það sem ég hjóla ekki nota ég strætó. Það er einnig allt í lagi, amk þaðan sem ég tek hann. Reyndar mjög dýrt, 250 kall -, og ekki mikill afsláttur á 9 miða kortunum sem er mikill galli. En ég hef lausn fyrir þá sem leiðist á hjóli eða strætó: Ipod! Gerir ferðalagið miklu skemmtilegra. Ætla því að enda þetta á orðum Freddy Kvikasilfurs og hinna Drottninganna...”I want to ride my bicycle, I want to ride my bike...”

Efnisorð: ,

maður lærir ýmislegt í bíó skal ég nú segja ykkur...

Var að horfa á leik Real Madrid og Villareal frá þvi 25. apríl 2005...og það í bíó. reyndar er ekki hægt að segja að ég hafi verið að horfa á leikinn sjálfann heldur aðallega á einn leikmann þar, Zinedine Zidane. Já, ég var á myndinni Zidane þar sem 17 myndavélar fylgdu leikmanninnum eftir í allar 90 mínúturnar. Reyndar voru þetta ekki bara mínútur úr leiknum eins og upphaflega var planið, því Zizou var rekinn af velli undir lok leiksins í atviki sem minnti illþyrmilega á úrslistaleikinn í HM 2006.
En maður varð ýmiss vísari um leikstíl hans eins von er á, og kom það á óvart hve lítið hann hreyfir sig á vellinum og tekur síðan stutta spretti þegar þörf er á. Lagði einmitt upp eitt gott mark á slíku mómenti. Maður heyrði svo andardráttinn hjá honum og svo var spiluð síðrokktónlist í bland við fótahreyfingarnar, svo þetta var voða ljóðrænt allt saman.
Um leið og myndin var svo búin, var svo skundað á fótboltaæfingu. Ég var alveg ólmur að komast í bolta eftir að vera búinn að horfa á galdramanninn leika listir sínar. Mér leið svona hálfpartinn eins og ég væri í bíómynd á æfingunni, amk hef ég aldrei verið svona meðvitaður um andadráttinn minn í fótbolta áður. Gott ef ég náði ekki að pikka upp eitt eða tvö atriði hjá honum/eða myndinni, ég reyndi að tímasetja hlaupin betur með ágætis árangri, og svo að skora bara falleg mörk...mjög mikilvægt þetta síðastnefnda :) Enda var mönnum tíðrætt um það á æfingu þessari, hve leikstíll minn þótti svipa mikið til meistara Zidane...ég gat bara ekki verið annað en sammála því :)

miðvikudagur, október 04, 2006

Já þá er búið að skilja mann einan eftir hérna í Köben, snökt snökt. Nei ég lifi þetta af. Gunni fór til Íslands á fimmtudaginn síðastliðinn og þá var Gerður einmitt nýkomin í heimsókn til mín. Við náðum að slá heimsmet í búðarrápi he he. Það var alveg frábært að fá hana í heimsókn en nú er hún líka farin til Íslands.
Það sem er að frétta hér í Danmörkunni er að það er allt að verða vitlaust því ríkisstjórnin ætlar sér að skera svo mikið niður á leikskólum landsins eða 42.1milljón danskra króna bara í Kaupmannahöfn, er nú ekki búin að reikna hvað það er mikið á landsvísu. Pædagogar, pædagognemar og foreldrar eru sko ekki sáttir. Í Árósum eru pædagogar búnir að vera í verkfalli í 3 vikur og nú í gær var svo þingið sett og þá var sko fjölmennt í mótmæli á Radhuspladsen og þaðan var farið niður í Christjansborg þar sem þingið er. Það er líka mikið um að stofnanir séu með blokkanir. Skólinn minn var lokaður í gær og enginn mátti koma inn. Í mörgum leikskólum eru foreldrar búnir að blokkera svo ekkert starf hefur verið. Þetta er svaka ástand. En á morgun verður skrifað undir þetta frumvarp eða hvað maður á að kalla þetta og hann Anders Fogh Rassmussen er sko ekkert á því að gefa sig í þessu máli.
Jæja að léttari málum þá er ég á leiðinni til Tékklands á sunnudaginn með skólanum. Við verðum litla 15 tíma á leiðinni með rútu og svo beint í action þegar við mætum. Það verður gert allskonar sniðugt. Farið í göngu, Fjallahjólaferð, hellaskoðun og margt fleira svo maður kemur líklega þreyttur heim. Við verðum svo einn sólahring í Prag og kíkjum í heimsókn á einhverja stofnun, man nú ekki alveg hvaða stofnun það var.

Ragnheiður Osk kveður að sinni

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed