föstudagur, maí 27, 2005

viljiði slökkva á þotuhreyflinum...!

Þetta voru hugsanir mínar þegar ég steig út um dyrnar í gær. Þetta voru nefninlega sömu orð og ég sagði þegar ég steig úr flugvélinni þegar ég kom til Benidorm 1996...hvaðan kemur þessi hiti!?! Það er búið að vera þvílíka veðrið hérna og á morgunn er spáð 30 stiga hita. Úff...það verður gaman...að vinna í ritgerðinni. Bara 5 dagar eftir og svo er það strembinn mánuður framundan í fótbolta, ströndinni og e-u svalandi með.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Klósettpappír til sölu . . . kostar eina tölu

Jæja langt síðan að ég hef skrifað e-ð hérna. Það hefur nú samt ekki mikið drifið á mína daga síðan síðast. Nema. . . Faktaklósettpappírsævintýrið ógurlega. Allavegana þá fórum við Gunni í Fakta( dönsk bónus) síðastliðinn sunnudag og sjáum þar fólk streyma útúr Fakta með tíu pakka af klósettpappír á mann, við röltum inní búðina og þar var fólk að ráðast á klósettpappírinn með kjafti og klóm. Hvað er verið að gefa þetta, það hlýtur að vera. Heyrðu við ákváðum að fara samt að fara og versla. Við tókum 3 pakka af klósettpappír, en vá fólk var með fullar innkaupakörfur fullar af klósettpappír. Heyrðu svo fundum við út að það mátti bara að taka 5 pakka, já þessvegna var fólk með börnin sín með sér. Svo fann ég það út á daginn eftir að það var ekkert að gefa þetta heldur var 7 danskar kr í afslátt. O my god.
Ragnheidur kveður í bili frá klósettpappírsveldinu Danmörku

föstudagur, maí 20, 2005

ótrúlegt en satt!

Það gerðist alveg merkilegur hlutur í gær. Í miðri keppninni, gott ef það var ekki bara eftir lag Selmu, að þá var bankað á dyrnar. Allir litu hvorn á annan og voru sammála að það væri nú hlægilegt að fara e-ð að þagga niður í liðinu...jæja...Heyrðu, þá var það nágranninn sem var að láta okkur fá lykilinn að íbúðinni sinni og var að biðja um að taka póstinn kannski...því hann hélt að hann væri að fá hjartaáfall, takk fyrir. Maðurinn með verk í vinstri síðunni, allur kófsveittur og náfölur. Hann sagðist vera að bíða eftir sjúkrabíl...hann kæmi eftir svona klukkutíma! Klukkutíma, hvað er málið!?! Ég veit ekki hvað vinnureglurnar eru hérna en maður hefði haldið að þeir mundu flýta sér aðeins meira en þetta. En jæja maðurinn fékk loks aðstoð að lokum (vildi ekki þiggja peninga okkar fyrir leigubíl). En, það er greinilega verið að spara í danska kerfinu. Svipað gerðist í haust þegar einn leikmaður Heklu brotnaði svo illa í leik að smellurinn heyrðist um allan völl. Greyið drengurinn horfði á löppina dangla fram og tilbaka og fékk svo að heyra þær fréttir að þeir sendu ekki sjúkrabíl eftir fótboltameiðslum. Hann tekur bara leigubíl...(en svo komu þeir nú loksins)

svartur fimmtudagur

Já það fór ekki eins og skyldi hjá Selmunni okkar í gær. Ég veit ekki hvernig þetta er heima, en hérna var haldið júróvisjón party sem betur fer, því það hefði verið ansi mikið svekkelsi að ætla "spara" það til laugardagsins...nema náttlega menn seú svona "hardcore fans". En þetta var þvílíka bíóið í gær...þessi lög. Það er jákvæð þróun í þessu og svo líka neikvæð. Sú jákvæða er að menn eru farnir vísitandi að brjóta upp formið og senda hin ótrúlegustu "atriði" leyfi ég mér að segja. Moldavía með ömmuna í bakgrunni og Norsararnir með frábært tribute til glansrokktímabilsins. Það er eflaust margir brautryðjendur fyrir þessu og líkt og Botnleðja reyndi að gera, en mér finnst alltaf Austurríkisbúinn í þarseinustu keppni (sem n.b. var með mömmu sína líka) einna bestur. Muniði, hann var alltaf að grípa um punginn á sér :) Það gerir keppnina bara skemmtilegri enda var maður orðinn alveg ótrúlega þreyttur á trumbusláttum og lögum með austrænum áhrifum líkt lag Rustlönu hérna í fyrra...alveg eins og Selma okkar gerði að mínu mati. 25 lög eru bara alltof mikið. En svo komu "neikvæðu" áhrifin sem ég set undir gæsalappir því ég ætla ekki að vera sá hræsnari og neita því að athygli mín jókst til muna þegar maður sá suma keppenduna þarna. Ég efast nú ekki um að lagið þarna með þessum fjórum súludönsurum í miniminipilsunum hafi halað inn þónokkur atkvæði hjá karlþjóðinni. Spurning hvað Selma gerir næst...

laugardagur, maí 14, 2005

Sumarið er komið

Já vinir nær og fjær sumarið er komið og það er víst ekkert hægt að gera við því. Samt leiðinlegt að vera að byrja í prófum þegar þetta líka yndislega veður er komið.
Við fórum í heimsókn til Emils, Siggu Lóu og Selmu í gærkvöldi og grilluðum saman, það var alveg svakalega kósý og maturinn var svo góður að við Gunni ætlum að grilla aftur í kvöld. Ég skellti mér á ströndina hérna í Árósum í fyrsta skipti í dag. Ég villtist reyndar aðeins en ég fann ströndina þó að lokum. Það er snilld að hafa strönd hérna í nágrenninu. Við eigum örrugglega eftir að nota hana eitthvað í sumar.
kv. Ragnheidur

fimmtudagur, maí 12, 2005


Mæli með þessu. Mjög hressandi Posted by Hello

þriðjudagur, maí 10, 2005

komin heim eftir 13 tíma ferðalag...frá Bergen, ekki Afríku!

Þá erum við ferðafuglarnir komnir aftur í hreiðrið eftir skemmtilega ferð til Bergen. Við tókum náttúrulega fullt af myndum sem forvitnir geta skoðað hér . Þið þekkið rútínuna eftir svona ferðalög...mynd segir meira en...jájá þið kannist við frasann.
Annars er nú frekar fátæklegt í bloggskjóðunni þessa dagana, aðal púðrinu er eytt í ritgerðum hjá mér svo maður er hálf tómur þegar heim er komið. En það er farið að koma smá mynd á næstu mánuði hjá okkur og er farseðillinn kominn í hús. Koman á klakann er sett þann 3. júlí um miðnætti, vel hress eftir Hróaskelduna eða megnið af Hróaskeldunni a.m.k. Smá misskilningur á dagssetningum gerðu það að verkum að við förum heim á sunnudeginum þegar lokatónleikarnir eru eftir :( Snillingar eru við, en það kostar of mikið að breyta svo við verðum bara að kyngja því. En það er kannski bara ágætt fyrst ég er að fara að vinna á meðferðastöð fyrir unglinga svo ég verði bara ekki tekinn í misgripum fyrir nýjan skjólstæðing...


 Posted by Hello


Gunni í óbyggðum Posted by Hello

miðvikudagur, maí 04, 2005

Bergen i allri sinni dyrd

Afsakid norska lyklabordid.

Tha er madur komin til Bergen i heimsokn. Gunni buin ad hitta tengdo og fleiri tad er mikid lif herna i husinu. Bryndis systir hans pabba var ad koma med fjølskylduna sina. Svo koma afi, Helga, og Siggi brodir hans pabba a føstudaginn. Vid Gunni tokum turistann a tetta i dag og skodudum borgina, forum i utsynisferd upp a fløen, skodudum fiskitorgid og lobbudum um baeinn og nutum vedurblidunnar. Tetta verdur nebbla besti dagurinn tvi tad a ad byrja ad rigna a morgun, vid erum ju i rigningaborginni. I fyrra voru 230 rigningardagar, tad kalla eg slatta. Fermingin er svo a laugardaginn og mikill undirbuningur buinn ad vera svo ad Reidun og pabbi eiga hros skilid. Buin ad utbua sønghefti og leiki og allskonar. læt tetta duga i bili.
Ragnheidur Osk

mánudagur, maí 02, 2005

Noregur here we come

Þá er ferðalagið að byrja. Langt ferðalag framundan við verðum að fara fyrst til Köben og gista þar þvi að flugið er snemma um morguninn. Ekki alveg nógu sniðugt. En þá erum við allavegana að fara til Bergen í nokkra daga komum heim á sunnudaginn en við erum að fara í fermingu til Írisar litlu systur minnar. Þar verður margt um manninn en tvö systkyni pabba verða þarna og afi og Helga þannig að þetta verður halfgert ættarmót ekki slæmt það, þar sem að maður hittir fjölkylduna ekki það oft. Föðurættina.
En nú er ég búin að fá að vita að hún Tinna litla systir ( hún er reyndar ekkert rosalega lítil hún er allavegana miklu stærri en ég, en ég er líka frekar lítil allavegana ) Hún ætlar að koma með mér út þegar ég kem tilbaka til DK þannig að það er náttla bara gaman að vera saman. þá líður okkur vel trallaralltrallara. anyway þá hlakka ég til að chilla með litlu systur í Árósum og aldrei að vita nema að við eigum eftir að stoppa aðeins í Köben ekkert planað enþá.

Nú kveð ég í ca viku ha det bra kjære venner Ragnheidur Osk

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed