þriðjudagur, júní 28, 2005

Það er bara komin ferðahugur í mína. Við erum loksins búin að pakka, það tók sona líka smá tíma. Farangur fyrir Hróaskeldu og fyrir mánaðardvöl á Íslandi, en það hafðist að lokum:) Við leggjum í hann kl 9 á morgun en hátíðin sjálf hefst síðan á fimmtudaginn. Vinir hans Gunna voru mættir á sunnudaginn, þannig að við verðum örruglega á ágætis stað hvað tjaldstæði varðar.
En annars þá er þetta síðasta bloggið fyrir íslandsförina, ég gæti líka alveg trúað að það verði nú ekki mikið bloggað á meðan á þeirri dvöl stendur.
kv. Ragnheidur

föstudagur, júní 24, 2005

Myndir, billeder, pictuers you get the point

er búin að setja nokkrar myndir inn frá roadtrippinu hérna. Þið getið lesið um roadtrippið hérna fyrir neðan.

Leygðum lík og var hent út af Herragarði

Þetta er búinn að vera ansi viðburðaríkur dagur svo að ég segi ekki meira.... En ég ætla samt að segja aðeins meira. Við voknuðum árla morguns eða kl 8 til að sækja bílaleygubílinn. Þegar hann var kominn í hendurnar á okkur(ekki samt bókstaflega því svona bílar eru svoldið þungir) tókum við stefnuna á Silkeborg og voru þar keyptir 2 kaffibollar til að hressa upp á liðið(þ.e. mig og Gunna) við röltum um miðbæinn og komumst að því að strikið er bara frekar stórt og fjölbreytt. Kíktum á dómkirkjuna og sona. Settumst upp í steikjandi heitann bílinn og þutum af stað í átt að Himmelbjerget sem er EKKI stærsta fjall í Danmörku. Það var ekki hægt að kalla þetta fjallgöngu þar sem maður keyrði næstum upp á topp en það er 147 metrar sem Íslendingar mundu líklega ekki kalla fjall heldur hól. Við keyrðum svo áfram og var ætlunin að finna strönd en það var hægara sagt en gert en loks í Skandeborg fundum við þessa líka fínu strönd, samt við vatn þar sem Skandeborg er ekki við sjó. Það var kærkomið þar sem það var 29 stiga hiti. Við keyrðum þá til Árósa og pikkuðum þar upp Sindra eini eftirlifandi Íslendingurinn í Árósum allir aðrir farnir heim á klakann í sumarfrí. Þá ætluðum við að kíkja á Herragarð rétt fyrir utan Hammel, sem er bara flottur. Þetta var ekkert smá spennandi aldrei séð Herragarð áður við ætluðum að vaða inn en það var læst. Hmm var búið að loka. Löbbum bara hringinn. Kemur einhver kall í dyrnar og segir okkur að fara af lóðinni þar sem þetta sé einkaeign. Einkaeign og við næstum búin að labba inn á liðið. Hann vildi ekki einu sinni leifa okkur að labba hringinn í kringum húsið sitt. snökt snökt. Við létum þetta ekki á okkur fá og kíktum í Hammel sem var ekki neitt svaka gaman þar sem allt var lokað Kl orðin 18:00 allir örruglega heima að grilla svo við keyrðum bara heim og kveiktum upp í grillinu. Það verða settar inn myndir á næstunni. Heyrðu ég var ekki búin að segja frá bílnum man. Bílaleygan hét Lejetlig sem þýðir held ég leygðu lík. Þetta voru orð með réttu því við fengum eldgamla mözdu sem var svo mikil drusla. vantaði annað framljósið, annað afturljósið brotið, kúplingin alveg að verða búin, stór sprunga í framrúðunni rifin áklæðin á sætunum og búið að keyra hana 360 þús km. Hann var einnig þeirrar náttúru gæddur að þegar lykillinn var tekinn úr startaranum þá drapst ekki á honum...nema maður slökkti á ljósunum !?! Já þá er það upptalið já og handbremsan virkaði ekki. Yfir og út Ragnheidur

miðvikudagur, júní 22, 2005

Sláandi niðurstöður úr þessari frumkvöðlakönnun!!

Svaraðu nú!
Hvernig þekkirðu okkur? [49 votes total]

Tafla 1.
Náinn vinur (5) 10%
vinur (14) 29%
Ættingi (14) 29%
Þið þekkið mig ekki (5) 10%
kannast við ykkur (6) 12%
Ég þekki ykkur ekki (5) 10%


Já svona hljóða bráðabirgðaniðurstöður 1. kosninga á heimasíðunni. Bráðabirgða segi ég því það koma alltaf nýjir gestir við og við og því leyfum við henni bara að standa áfram. Svo er það nú stóra spurningin...á að koma með nýja könnun á heimasíðuna. Endilega kíkið á hana og segið hvað ykkur finnst (eða reyndar hvað mér finnst að ykkur finnst að eigi finnast...eða já...)
En snúum okkur að bráðabirgðaniðurblabla þessarar könnunar. Skvt. henni eru 5 sem telja sig til náinna vina okkar (og við sömuleiðis, en við vitum bara ekkert hverjir það eru sem hafa svarað), og 14 sem eru bara vinir okkar (Vísa til töflu 1.). Ekki að það sé e-ð að því per se...en tíhí..bara djók. Svo kemur að þeim sem eru í fjölskyldu okkar beggja sem eru 14 talsins. Tveir af þremur seinustu eru vandmeðfarnir enda spyrja þeir næstum sömu spurningarinnar. Hvort við þekkjum ekki viðkomandi eða þeir ekki okkur. En allaveganna voru það 5 sem svöruðu í hvorum flokki þar. Að lokum eru það þeir sem teljast til kunningja og voru það 6 aðilar.

Ef við rýnum aðeins á bakvið tölurnar þá sjáum við að það eru fleiri vinir en ættingjar sem skoða síðuna (eða allaveganna kjósa) 19 vs. 14, og ef kunningjar bætast þar í hópinn er munurinn orðinn töluverður. Það verður því á brattan að sækja hjá ættingjum fyrir næstu talningu að ári liðnu. Svo væri nú hægt að bæta við reit sem spyr hvort viðkomandi er skyldur Ragnheiði eða Gunnari.
Svo kemur nú bastarðurinn. Hvað er málið með þessar spurningar hvort við þekkjum viðkomandi ekki eða þeir ekki okkur. Voru það sömu aðilarnir sem svöruðu á báðum stöðunum...niðurstöðurnar gefa vísbendingu til þess þar sem jafnmargir kusu á hvorum staðnum, en látum það nú samt kyrrt liggja...hmmm...spurning um nýja könnun til að finna út úr þessu.

Það er því ljóst að þessar niðurstöður úr þessari Pilot rannsókn benda til að betrumbæting þurfi að eiga sér stað fyrir þá sem ætla að endurtaka þessa rannsókn. En, það myndi þó skekkja niðurstöður enn frekar ef við færum að breyta könnuninni úr þessu svo við leyfum henni bara að standa áfram.
En ég þakka álesturinn og bið ykkur vel að lifa

dr. Gunni

Túristi.dk

Já, þetta var maraþondagur hjá okkur í gær...eða kannski svona meira rúmt hálfmaraþon, við hjóluðum 27,3 km. á 2 klst. og 3 min, á meðalhraða um 13,2km/klst og hámarkshraði var 37,2 km/klst. Var sko að festa kaup á hraðamæli fyrir hjólið, og nú mælir maður tíma og lengd allt sem maður fer til að finna á vísindalegan hátt stystu leiðina og geta bloggað hvað maður hjólaði mikið :)
En já allaveganna, hvert vorum við að hjóla svona mikið spyrjið þið ykkur nú eflaust, við ákváðum að það væri kominn tími til að skoða borgina aðeins betur og settum okkur í spor túristans. Við fórum í stóran garð hérna þar sem sumarbústaður drottningarinnar er, og hægt að skoða...en viti menn, hann var lokaður vegna þess að hún var jú komin í sumarfríið sitt og því ekki hægt að fá að skoða vistarverur hennar...úpss...við vissum ekki að yðar hátign væri í baði, ertu búin að búa um rúmið...ok þá förum við bara í svefnherbergið. En garðurinn var samt opinn og var hressandi.
Svo skoðuðum við aðra skemmtilega staði eins og aðalfótboltaleikvang AGF, smábátahöfnina og svo enduðum við á rölti um bæinn og ákváðum að vera góð við okkur og skelltum okkur á hlaðborð á Valhalla. Mæli eindregið með þeim stað, þvílíkt flott sjávarrétta hlaðborð í forrétt og svo veglegt kjöthlaðborð í aðalrétt og svo ís. Svo gat maður borgað 40 dkr extra og fengið að drekka eins að maður vill, vín, gos eða bjór.
Eins og góðum túristum sæmir að þá var myndavélin með í för og dagurinn festur á kubb. Fleiri myndir hér.

Drottningin vildi ekki fa okkur i heimsokn (enda erum vid buin au hanga med henni seinustu thrja daga :) Posted by Hello

mánudagur, júní 20, 2005

Sól og meiri sól

Já krakkar mínir maður er nú sáttur við lífið þessa dagana, það er komið sumar og við Gunni erum búin að vera í bænum í allan dag að njóta sólarinnar. Smá stúss reyndar fyrst sækja um skattkort danskt fyrst maður er nú að fara að í launað verknám í ágúst:) Svo lét ég nú loksins verða af því að sækja um Dankort kominn tími til. Svo er maður að fara setja kjötið á grillið í þessum töluðu orðum. Lífið er ljúft. Við erum svo búin að leigja bíl á föstudaginn og ætlum að reyna að skoða okkur aðeins um í næsta nágrenni. Kanski fara út á Skagen. Bara að deila þessu með ykkur. Ragnheidur

sunnudagur, júní 19, 2005

Strandarlíf

Ansi ljúf helgi að ganga yfir. Erum búin að vera dugleg að gera mest lítið og höfum haldið okkur að mestu í sólinni og þá sérstaklega við ströndina, sem er svona 15 mínútna hjólatúr í burtu. Annars hafði ég verið duglegur að dýrka sólina í garðinum enda stutt í helstu nauðsynjar, drykki, tónlist ofl. og maður spyr sig hvort það hafi verið sniðugt að fara frá höfuðvíginu. En þegar maður kemur niður á strönd og finnur sjávarilminn og sandinn á milli tærnar þá veit ég að maður hefur þetta á eftir að vera snilli. Sjórinn er ekki alveg svo heitur að það er hægt að synda í honum en það er á dagskránni ef veðrið helst svona næstu daga, það er bara svo heitt að mann verkjar í að svala sér í sjónum. Enn er vika eftir að "hreinu fríi" og ætlum við að græja okkur fyrir átökin á Hróaskeldu þar næstu viku og versla svefnpoka og fylgjast daglega með veðurspánni, sem enn er ekki komin fyrir þá helgi. Svo er á stefnuskránni að leigja jafnvel bíl og skoða okkur um í næsta nágrenni og klífa jafnvel Himmelbjerget!
Það er nú ekki úr vegi að minnast á að við hjónarkornin höfum verið ansi áberandi seinustu daga í fjölmiðlunum...ok það birtist lítil grein um fótboltafélagið margfræga SF Heklu í aukablaði Morgunblaðsins núna í dag (sunnud), myndir af okkur báðum þarna, hin fræga grettumynd af mér, og Ragnheiður í hópi dyggra stuðningsmanna liðsins, snýr reyndar baki í vellinn en hvað með það :)
Það held ég nú...verðum í bandi

 Posted by Hello

föstudagur, júní 17, 2005

Búin í prófum eða prófi

Nú er maður sko komin í sumarfrí. Vei vei. Ég fór í prófið í gær og var ekki lítið stressuð héldum fyrirlestur í hálftíma og svo vorum við (vorum 3 í hóp) spurðar útúr í 45 mínútur sem leið bara ótrúlega hratt. Við náðum sumsé allar prófinu og kennarinn sagði að við hefðum staðið okkur mjög vel og skilað mjög góðu verkefni. En ég fæ enga einkun Þeir fara ansi sparlega með þær þ.e. einkunnir.
Við fórum í heimsókn til Rögnu og Sindra eftir prófið svo seinna um kvöldið fórum við og fengum okkur að borða á nýjum veitingastað og fengum spareribs með kartöflum og öl með á 49 kr danskar, takk fyrir, það var ekki mikið. Svo eru þau skötuhjú að koma í mat á eftir og svo verður farið á Swan lee tónleika í tívolínu hérna í Árósum. Svo er nú ekki langt í að við förum á Hróaskeldu en við ætlum að mæta á miðvikudeginum 29 júní ef það verður gott veður annars á fimmtudeginum 30 en þá hefst hátíðin formlega. Vinir hans Gunna ætla nebbla að mæta tímanlega og vera þarna frá 26 júní þegar svæðið opnar. Við komum svo heim á miðnætti 3 júlí. Bless í bili Ragnheidur

þriðjudagur, júní 14, 2005

The force will be with you...always

Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að segja annað en mikið hrikalega er ég sáttur við S.W.E.3.R.O.T.S.O.D.E.Þ.G.M.! (Star wars 3, return of the sith og djöfull er þetta geggjuð mynd). Betri en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona. Þarna kemur loks lokin á ferli sem hófst um hvað 7 ára aldur, og með heimsóknum heim til ömmu Möggu og vídjóglápi. Leigði Star Wars 1 (eða 4 réttara sagt) horfði á hana, spólaði svo til baka og horfði aftur. Já, þetta er búið að vera tilfinningaþrungin ferð sem lauk svo í gær. Ég veit ekki hve mörgum sólahringum af ævi minni þetta hefur farið í, en eitt er víst að Star Wars hefur skipað stórann sess í lífi mínu. Maður lék sér með Star Wars kalla svo árum skipti þegar maður var lítill (og kannski jafnvel enn...? :) og hvarf svo við og við aftur inn í nostalgíuna með bíómyndamaraþonum með ákveðum millibilum á ævi sinni. Og svo lauk þessu í gær. Þetta verður aldrei endurtekið í kvikmyndasögunni, ég hélt kannski að Matrix trílógían myndi skapa sama sess fyrir krakka nú til dags og SW gerði í dentid, en við vitum öll hvernig fór með þá vitleysu. SW sögurnar voru allar skrifaðar sem ein heild strax og því voru engir hnökrar á framvindunni sem virkuðu illa. Þarna voru örlog milljóna manna að ráðast um allan geiminn og á maður svo að fara ákveða hvað á að hafa í kvöldmat. Hvernig á maður að geta leitt hugann að svo smávæglegum hltutum þegar örlög geimþokunnar hafa verið ráðin fyrir framan ber augu manns!?!

sunnudagur, júní 12, 2005

Spot festival seinni hluti

Gærkvöldið var já bara ansi gott. Jafnvel betra en föstudagskvöldið. Þetta byrjaði svona frekar rólega, skoðuðum nokkra tónleika sem voru frekar slappir en svo var planið að kíkja á Eivör Páls og fara svo beint á Ske tónleikana. Þar sem tónleikunum með Eivör seinkaði náðum við bara einu lagi með henni og svo var hlaupið niður í Voxhall á Ske tónleikana. Síðast þegar ég sá Ske var Ragnheidur Gröndal að syngja með þeim en nú var eingin önnur en Sylvía Nótt sem er með þennan líka skemmtilega þátt á skjá einum. En hún heitir reyndar Ágústa Eva réttu nafni og þetta voru mjög fínir tónleikar. Gummi hljómborðsleikarinn var reyndar aðeins búin að fá sér of marga öl en það gerði tónleikana bara skemmtilegri. Sviðsframkoman var hin hressilegasta. Herna er smá umfjöllun um tónleikana fyrir áhugasama. Stefán Hilmars og félagar úr sálinni voru þarna líka en einhver sagði mér að þeir væru að taka upp plötu hérna í Árósum. Að sjálfsögðu er þotuliðið allt hérna í Árósum.
Svo var kíkt á ansi sérstaka tónleika þar sem 4 hljómsveitir voru búnar að æfa e-ð prógram og blönduðu öllu saman. Sumsé hresst þar var einmitt hinn færeyski Teitur góð músík. En ég er allavegana mjög sátt við hátiðina þrátt fyrir að hafa ekki þekkt mikið til hljómsveitanna fyrir. En nú verð ég að fara að halda áfram að lesa ble Ragnheiður

laugardagur, júní 11, 2005

Svona er þetta í músíkbransanum...

Ég held að ég sé búinn að finna leiðina til að tala sem áferðafallegustu dönskuna. Aðalmálið er að vera sem þreyttastur því þá nennir maður ekki að beita munninum og tungunni til að mynda orðin, íslenska skýrmælgið minnkar, orðin fá á sig danskan hljóm, sólin rís af djúpum svefni og ný von vaknar í Danaveldi.
Nú er það bara að vakna alltaf klukkan 06:20 og vinna í svona tólf tíma í líkamlegri vinnu innan um Dana að setja upp græjur fyrir tónlistarhátíð, og þá er danskan gulltryggð. Þetta er svona eins og við í tónlistarbransanum segjum, að stórt svið getur gert litla hljómsveit stóra en lítið svið getur aldrei gert stóra hljómsveit litla...já svona er nú bara bransinn einusinni :=)

Spot festival

Nú er laugardagur runnin upp. Hann Gunni var svo sniðugur að redda sér vinnu við að setja upp svið og ljós o.fl. fyrir spot festival sem er hérna í Árósum um helgina. Þar sem ung og upprennandi bönd koma og spila. Hann fékk að launum tvo miða á hátíðina og svo fengum við fullt af ölmiðum og tvo t-shirt einn fyrir mig og einn fyrir Gunna og 2 máltíðir á mann á meðan á hátíðinni stendur og svo óendanlega mikið af tónleikum. Semsagt hrein snilld. Við fórum í gær og kíktum á Kira and the kindret spirits sem var bara mjög fínt band svo kíktum við á Karen hún var mjög skemmtileg og með mjög fjölbreytta tónlist. Við slúttuðum svo kvöldinu með að fara á Jim Stark sem að mér fannst nú vera toppurinn á kvöldinu. Svona country með gítar, rólegt sækja inspiration frá the eagles. Snilldar músík og snilldar kveld. Það verður svo sitið við lestur hérna í dag en í kvöld ætla ég að kíka aftur og sjá þá íslensku hljómsveitina SKE og margar fleiri. Gunni ætlar hinsvegar að mæta snemma og njóta dagsins. Þetta er hin besta upphitun fyrir Hróaskelduhátíðina sem er í lok mánaðarins. Ragnheidur kveður í bili

miðvikudagur, júní 08, 2005

Heklumaður vikunnar

Já, nú hefur ykkar einlægur hlotist þann heiður að vera valinn leikmaður vikunnar hjá stórfélaginu SF Hekla. Viðtalið er hérna. Ég biðst afsökunnar á myndinni en hún var tekin í grettusamkeppni sem haldin var hér um æarið. Annars mun ég ekki sjást mikið á fótboltavellinum eins og ég hafði vonað í fríinu. Bæði varð ég frá að hverfa af æfingunni í dag sökum meiðsla og missti þar af seinustu æfingu fyrri hluta sumarsins og svo er seinasta leikurinn í fyrri umferðinni nuna um helgina. Svo núna er það bara sjúkraþjálfun í mánuð svo FC Fame (í utandeildinni heima) taki við manni og rifti ekki lánsamninginum við Hekluna og sendi mig aftur út :)

ohh....it´s such a perfect day, I´m glad I...

Já fínn dagur eins og titillinn heldur fram. Er búinn að sitja útí garði í örugglega 4 tíma að lesa og hlusta á tónlist. Haldiði að kallinn hafi ekki splæst tvo nýja diska í tilefni prófloka, Gorillaz og Coldplay, báðir tveir þrusugóðir. Búið að vera sólríkt og hlýtt fyrir utan einstaka ský sem villist fyrir og veldur smá kælingu. Annars er ég búinn að sjá nýtt skýjafyrirbæri (eða hvað sem ég get kallað það). Heyrðu, kom ekki pínkulítið ský akkúrat fyrir framan sólina sem ílengdist og ílengdist. Svo leit ég upp og gott ef það var ekki búið að stækka um helming. Svo hélt það bara áfram að stækka og stækka og ég bara horfði á það furðu lostinn. Það var alveg eins og þessi stóri þarna uppi væri að hífa lítið ský fyrir sólu og slaka því síðan niður hægt og rólega. Að lokum braust þó sólin fram eftir þennan mikla skýjaleik, og gleðin sömuleiðis. Fyrir þá sem ekki vita það þá er töluverður gróður við hliðiná garðinum og aðeins lítill leikskóli. Sem sagt mjög rólegt og fuglasöngur allt í kring. Ég lokaði augunum í stutta stund og hlustaði á alla fuglana syngja, þvílíkt róandi. Og detti mér nú allar starralýs úr höfði, gott ef ég sá og heyrði ekki í kríu þarna fyrir ofan mig, eða amk e-ð afbrigði. Mér fannst hún vera segja við mig "að afkomandi mannsins sem kemur alltaf að dást af okkur útá Gróttu þarna í landinu fyrir norðan, er sömuleiðis búin að hreiðra um sig hér". Sel það ekki dýrara en mér skildist.

mánudagur, júní 06, 2005

Postpróf líferni

Varúð...ekki mjög karlmannlegur póstur!
Jæja, þá er maður byrjaður að vinna sig í gegnum próflokaferlið. Búinn að djamma ágætlega daginn sem við skiluðum og daginn eftir, búinn að flatmaga yfir nokkrum myndum sem voru búin að hlaðast upp á skirfborðinu, byrja á bók, væflast i miðbænum oflofl...þangað til ég var kominn að nokkru sem ég var búinn að klæja í fingurgómana lengi...að fara í gegnum fataskápinn. Þetta er nokkuð sem er farið að verða æ algengara sem hefur örugglega e-ð að gera með ódýr föt hérna í Danaveldi...og tíðar heimsóknir í bæinn...á útsölur. En jæja, fyrst ég er orðinn svona djö...sjóaður í þessum málum þá er þetta orðið auðveldara og auðveldara, enda hokinn af reynslu. Fyrst var þetta eins og maður var að gera upp á milli hva...ekki barnanna sinna heldur ...tja bara...jæja þið finnið upp á e-u sem ykkur finnst erfitt að ákveða. En núna aðhyllist maður róttæka harðlínustefnu hvaða skápafötum á að henda, ég er hættur í íhaldinu og geyma e-a peysu eitt ár í viðbót af því að ég ætla að reyna nota hana meira. Maður henti henni hvort sem er bara aftast í skápinn og fann hana ekki aftur fyrr en maður var að taka aftur til í skápnum 3 vikum seinna (niii...ég geri þetta nú ekki svo oft:) úff...ég get talað endalaust um e-r peysur, magnað eða ekki... Svo var það hvernig á að raða, þar aðhylltist ég hentugleikastefnu í anda James, um það vinsælasta hverju sinni fer fremst...og svo...jæja ég held ég hætti núna áður en karlmennskuímynd mín fer að bíða hnekki...ehemm...
Bíðið með spennt þar til í næstu viku þegar ég fer að tala um uppröðun á skóm í skógrind...ÉG KANN AÐ VERA Í FRÍI, HA!!

Myndir og hlekkir

Þið ykkar sem eruð farin að sakna þess að sjá okkar fögru andlit þá erum við búin að skella inn myndum hér þar getið þið séð hvað við erum búin að vera að brasa í maí og júní.
Svo erum við búin að bæta við nokkrum linkum á aðra hressa Árósabúa. Sindri eldgleypir , Ragna betri helmingur hans og systir Regínu , Emil, Siggu Lóu og nýjasta Árósabúanum henni Selmu þeirra.

laugardagur, júní 04, 2005

Þjónustu (ó)lund

Í gærkvöldi var mikið húllumhæ í miðbæ Árósa. Opið í búðunum til miðnættis og mikið um tilboð, skemmtiatriði o.fl. Við Gunni ákváðum að kíkja á þetta, fyrst vildum við þó fá okkur í gogginn. Við fundum Indónesískan veitingastað og leist bara vel á, við fengum strax borð en þjónustan var þó ekki upp sitt besta. Við þurftum margoft að byðja um hlutina, t.d. matseðil, fá að panta og svo að bíða eftir matnum, við ýtrekuðum margoft að við værum að drífa okkur. Við fengum matinn loksins eftir 75 mínútur og já þá var þetta líka langa og fallega hár í matnum mínum. Ég sýni þjónustukonunni þetta og hún kippir sér nú ekki mikið upp við það. Við vorum nú búin að missa alla matarlist og borguðum fyrir drykkinn og gengum út. Eigandanum var svo mikið sama um þetta allt saman að það hálfa var nú alveg nóg.
Við ákváðum að láta þetta nú ekki á okkur fá og fórum nú niður í bæ og klukkan farin að nálgast 11 svo lengi höfðum við verið á þessum bö#%+a stað. Við hittum Sindra og röltum í búðirnar og keyptum nú ýmislegt þar á góðum tilboðum. Ég keypti mér mjög flott stígvél í Dope á 100 kr það er náttla bara ekkert verð. Hefði alveg viljað ná betri tíma í bænum og skoða þetta betur. Þvínæst röltum við niður á torgið fyrir framan dómkirkjuna og hlustuðum á Olsen bræður syngja eurovision lagið fly on the wings of love og fleiri góð lög. Svo var skemmtuninni slúttað með flugeldasýningu af þaki Magasín. Það var reyndar smá slatti af rigningu en við létum það ekki á okkur fá. Við kíktum svo í heimsókn í nýju íbúðina hans Sindra( sem er bara SVO flott) væri sko alveg til í að búa þarna í miðbænum. Svo var farið heim að sofa í nýju fínu sængurfötunum okkar mmmmmm. Dejligt. Kvedja Ragnheidur

 Posted by Hello

fimmtudagur, júní 02, 2005

Allergi

Þá er 2 júní runninn upp, sem þýðir aðeins að já Gunni er búin í prófum. 'Eg hins vegar fæ að vera í próflestri og undirbúningi næstu 2 vikurnar sem verður örruglega erfitt fyrst að allir aðrir verða komnir í sumarfrí.
Það var nú reyndar ekki það sem að ég ætla að ræða hérna heldur ofnæmið mitt. Já augnlokin á mér eru svo rauð og bólgin að það mætti halda að ég væri búin að skella á þau varalit. 'Eg skellti mér því til læknis í dag og hann lét mig fá ekemkrem sem ég átti reyndar til fyrir heima, en hann sagði nú ekki mikið um hvað þetta gæti verið, svo tveim tímum seinna er ég orðin jafn rauð og á augnlokunum, á maganum, bringunni, eyrunum og nánast allstaðar. Hvað er að gerast ég veit ekki en ég giska á e-ð ofnæmi, ekki gaman.
Við erum svo að fara á Jensens boffhus á eftir til að fagna próflokunum hjá Gunna og öllum í sálfræðinni.
Svo var ég að frétta að wig wam væri að hita upp fyrir alice cooper heima í sumar, það væri ástæða nóg fyrir mig, þeir voru bestir í júróvisjon.
En ég byð þá að heylsa í bili Ragnheidur Ósk

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed