Svaraðu nú! Hvernig þekkirðu okkur? [49 votes total] Tafla 1.Náinn vinur (5) 10%
vinur (14) 29%
Ættingi (14) 29%
Þið þekkið mig ekki (5) 10%
kannast við ykkur (6) 12%
Ég þekki ykkur ekki (5) 10%
Já svona hljóða bráðabirgðaniðurstöður 1. kosninga á heimasíðunni. Bráðabirgða segi ég því það koma alltaf nýjir gestir við og við og því leyfum við henni bara að standa áfram. Svo er það nú stóra spurningin...á að koma með nýja könnun á heimasíðuna. Endilega kíkið á hana og segið hvað ykkur finnst (eða reyndar hvað mér finnst að ykkur finnst að eigi finnast...eða já...)
En snúum okkur að bráðabirgðaniðurblabla þessarar könnunar. Skvt. henni eru 5 sem telja sig til náinna vina okkar (og við sömuleiðis, en við vitum bara ekkert hverjir það eru sem hafa svarað), og 14 sem eru
bara vinir okkar
(Vísa til töflu 1.). Ekki að það sé e-ð að því per se...en tíhí..bara djók. Svo kemur að þeim sem eru í fjölskyldu okkar beggja sem eru 14 talsins. Tveir af þremur seinustu eru vandmeðfarnir enda spyrja þeir næstum sömu spurningarinnar. Hvort við þekkjum ekki viðkomandi eða þeir ekki okkur. En allaveganna voru það 5 sem svöruðu í hvorum flokki þar. Að lokum eru það þeir sem teljast til kunningja og voru það 6 aðilar.
Ef við rýnum aðeins á bakvið tölurnar þá sjáum við að það eru fleiri vinir en ættingjar sem skoða síðuna (eða allaveganna kjósa) 19 vs. 14, og ef kunningjar bætast þar í hópinn er munurinn orðinn töluverður. Það verður því á brattan að sækja hjá ættingjum fyrir næstu talningu að ári liðnu. Svo væri nú hægt að bæta við reit sem spyr hvort viðkomandi er skyldur Ragnheiði eða Gunnari.
Svo kemur nú bastarðurinn. Hvað er málið með þessar spurningar hvort við þekkjum viðkomandi ekki eða þeir ekki okkur. Voru það sömu aðilarnir sem svöruðu á báðum stöðunum...niðurstöðurnar gefa vísbendingu til þess þar sem jafnmargir kusu á hvorum staðnum, en látum það nú samt kyrrt liggja...hmmm...spurning um nýja könnun til að finna út úr þessu.
Það er því ljóst að þessar niðurstöður úr þessari Pilot rannsókn benda til að betrumbæting þurfi að eiga sér stað fyrir þá sem ætla að endurtaka þessa rannsókn. En, það myndi þó skekkja niðurstöður enn frekar ef við færum að breyta könnuninni úr þessu svo við leyfum henni bara að standa áfram.
En ég þakka álesturinn og bið ykkur vel að lifa
dr. Gunni