miðvikudagur, júní 22, 2005

Túristi.dk

Já, þetta var maraþondagur hjá okkur í gær...eða kannski svona meira rúmt hálfmaraþon, við hjóluðum 27,3 km. á 2 klst. og 3 min, á meðalhraða um 13,2km/klst og hámarkshraði var 37,2 km/klst. Var sko að festa kaup á hraðamæli fyrir hjólið, og nú mælir maður tíma og lengd allt sem maður fer til að finna á vísindalegan hátt stystu leiðina og geta bloggað hvað maður hjólaði mikið :)
En já allaveganna, hvert vorum við að hjóla svona mikið spyrjið þið ykkur nú eflaust, við ákváðum að það væri kominn tími til að skoða borgina aðeins betur og settum okkur í spor túristans. Við fórum í stóran garð hérna þar sem sumarbústaður drottningarinnar er, og hægt að skoða...en viti menn, hann var lokaður vegna þess að hún var jú komin í sumarfríið sitt og því ekki hægt að fá að skoða vistarverur hennar...úpss...við vissum ekki að yðar hátign væri í baði, ertu búin að búa um rúmið...ok þá förum við bara í svefnherbergið. En garðurinn var samt opinn og var hressandi.
Svo skoðuðum við aðra skemmtilega staði eins og aðalfótboltaleikvang AGF, smábátahöfnina og svo enduðum við á rölti um bæinn og ákváðum að vera góð við okkur og skelltum okkur á hlaðborð á Valhalla. Mæli eindregið með þeim stað, þvílíkt flott sjávarrétta hlaðborð í forrétt og svo veglegt kjöthlaðborð í aðalrétt og svo ís. Svo gat maður borgað 40 dkr extra og fengið að drekka eins að maður vill, vín, gos eða bjór.
Eins og góðum túristum sæmir að þá var myndavélin með í för og dagurinn festur á kubb. Fleiri myndir hér.

Drottningin vildi ekki fa okkur i heimsokn (enda erum vid buin au hanga med henni seinustu thrja daga :) Posted by Hello

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed