The force will be with you...always
Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að segja annað en mikið hrikalega er ég sáttur við S.W.E.3.R.O.T.S.O.D.E.Þ.G.M.! (Star wars 3, return of the sith og djöfull er þetta geggjuð mynd). Betri en ég hafði nokkurn tímann þorað að vona. Þarna kemur loks lokin á ferli sem hófst um hvað 7 ára aldur, og með heimsóknum heim til ömmu Möggu og vídjóglápi. Leigði Star Wars 1 (eða 4 réttara sagt) horfði á hana, spólaði svo til baka og horfði aftur. Já, þetta er búið að vera tilfinningaþrungin ferð sem lauk svo í gær. Ég veit ekki hve mörgum sólahringum af ævi minni þetta hefur farið í, en eitt er víst að Star Wars hefur skipað stórann sess í lífi mínu. Maður lék sér með Star Wars kalla svo árum skipti þegar maður var lítill (og kannski jafnvel enn...? :) og hvarf svo við og við aftur inn í nostalgíuna með bíómyndamaraþonum með ákveðum millibilum á ævi sinni. Og svo lauk þessu í gær. Þetta verður aldrei endurtekið í kvikmyndasögunni, ég hélt kannski að Matrix trílógían myndi skapa sama sess fyrir krakka nú til dags og SW gerði í dentid, en við vitum öll hvernig fór með þá vitleysu. SW sögurnar voru allar skrifaðar sem ein heild strax og því voru engir hnökrar á framvindunni sem virkuðu illa. Þarna voru örlog milljóna manna að ráðast um allan geiminn og á maður svo að fara ákveða hvað á að hafa í kvöldmat. Hvernig á maður að geta leitt hugann að svo smávæglegum hltutum þegar örlög geimþokunnar hafa verið ráðin fyrir framan ber augu manns!?!
Gott að sjá að fólk er ekki að taka myndina of alvarlega! :D annars finnst mér að anakin ætti að snúa sér að arkitektúr frekar en kvikmyndaleik!
HL
Hann var fínn, hann væri svona hörkuhnakka týpa uppí á okkar tíma, finnst hann smellpassa.