Það er bara komin ferðahugur í mína. Við erum loksins búin að pakka, það tók sona líka smá tíma. Farangur fyrir Hróaskeldu og fyrir mánaðardvöl á Íslandi, en það hafðist að lokum:) Við leggjum í hann kl 9 á morgun en hátíðin sjálf hefst síðan á fimmtudaginn. Vinir hans Gunna voru mættir á sunnudaginn, þannig að við verðum örruglega á ágætis stað hvað tjaldstæði varðar.
En annars þá er þetta síðasta bloggið fyrir íslandsförina, ég gæti líka alveg trúað að það verði nú ekki mikið bloggað á meðan á þeirri dvöl stendur.
kv. Ragnheidur
góða skemmtun á Hróarskeldu
kv. Emil
Hæ Ragnheiður, góða skemmtun á Hróarskeldu, vonandi færðu ekki svipað veður og Silja í fyrra. Ég er flutt í Lundarbrekkuna og búin að fá bæði kött og fiska. Geri mér grein fyrir að ég þarf líklega að forða kettinum þegar mamma þín mætir í innflutningspartýið hjá mér! Kannski hittumst við á landinu þegar þú kemur? Kveðja, Adda