Postpróf líferni
Varúð...ekki mjög karlmannlegur póstur!
Jæja, þá er maður byrjaður að vinna sig í gegnum próflokaferlið. Búinn að djamma ágætlega daginn sem við skiluðum og daginn eftir, búinn að flatmaga yfir nokkrum myndum sem voru búin að hlaðast upp á skirfborðinu, byrja á bók, væflast i miðbænum oflofl...þangað til ég var kominn að nokkru sem ég var búinn að klæja í fingurgómana lengi...að fara í gegnum fataskápinn. Þetta er nokkuð sem er farið að verða æ algengara sem hefur örugglega e-ð að gera með ódýr föt hérna í Danaveldi...og tíðar heimsóknir í bæinn...á útsölur. En jæja, fyrst ég er orðinn svona djö...sjóaður í þessum málum þá er þetta orðið auðveldara og auðveldara, enda hokinn af reynslu. Fyrst var þetta eins og maður var að gera upp á milli hva...ekki barnanna sinna heldur ...tja bara...jæja þið finnið upp á e-u sem ykkur finnst erfitt að ákveða. En núna aðhyllist maður róttæka harðlínustefnu hvaða skápafötum á að henda, ég er hættur í íhaldinu og geyma e-a peysu eitt ár í viðbót af því að ég ætla að reyna nota hana meira. Maður henti henni hvort sem er bara aftast í skápinn og fann hana ekki aftur fyrr en maður var að taka aftur til í skápnum 3 vikum seinna (niii...ég geri þetta nú ekki svo oft:) úff...ég get talað endalaust um e-r peysur, magnað eða ekki... Svo var það hvernig á að raða, þar aðhylltist ég hentugleikastefnu í anda James, um það vinsælasta hverju sinni fer fremst...og svo...jæja ég held ég hætti núna áður en karlmennskuímynd mín fer að bíða hnekki...ehemm...
Bíðið með spennt þar til í næstu viku þegar ég fer að tala um uppröðun á skóm í skógrind...ÉG KANN AÐ VERA Í FRÍI, HA!!
hæ, ég sé að þú nýtur þess alveg í botn að vera í fríi!, gott hjá þér, ég er byrjuð að vinna..ekkert kæruleysi á mér..bara harkan sex!..öfunda þig ekkert að vera í fríi, nei,nei bara "smá"! en ég verð í fríi í ágúst..annað en sumir,he,he.
kveðja Edda
p.s skilaðu próf-baráttukveðju til Ragnheiðar;)