sunnudagur, júní 12, 2005

Spot festival seinni hluti

Gærkvöldið var já bara ansi gott. Jafnvel betra en föstudagskvöldið. Þetta byrjaði svona frekar rólega, skoðuðum nokkra tónleika sem voru frekar slappir en svo var planið að kíkja á Eivör Páls og fara svo beint á Ske tónleikana. Þar sem tónleikunum með Eivör seinkaði náðum við bara einu lagi með henni og svo var hlaupið niður í Voxhall á Ske tónleikana. Síðast þegar ég sá Ske var Ragnheidur Gröndal að syngja með þeim en nú var eingin önnur en Sylvía Nótt sem er með þennan líka skemmtilega þátt á skjá einum. En hún heitir reyndar Ágústa Eva réttu nafni og þetta voru mjög fínir tónleikar. Gummi hljómborðsleikarinn var reyndar aðeins búin að fá sér of marga öl en það gerði tónleikana bara skemmtilegri. Sviðsframkoman var hin hressilegasta. Herna er smá umfjöllun um tónleikana fyrir áhugasama. Stefán Hilmars og félagar úr sálinni voru þarna líka en einhver sagði mér að þeir væru að taka upp plötu hérna í Árósum. Að sjálfsögðu er þotuliðið allt hérna í Árósum.
Svo var kíkt á ansi sérstaka tónleika þar sem 4 hljómsveitir voru búnar að æfa e-ð prógram og blönduðu öllu saman. Sumsé hresst þar var einmitt hinn færeyski Teitur góð músík. En ég er allavegana mjög sátt við hátiðina þrátt fyrir að hafa ekki þekkt mikið til hljómsveitanna fyrir. En nú verð ég að fara að halda áfram að lesa ble Ragnheiður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed