föstudagur, júní 17, 2005

Búin í prófum eða prófi

Nú er maður sko komin í sumarfrí. Vei vei. Ég fór í prófið í gær og var ekki lítið stressuð héldum fyrirlestur í hálftíma og svo vorum við (vorum 3 í hóp) spurðar útúr í 45 mínútur sem leið bara ótrúlega hratt. Við náðum sumsé allar prófinu og kennarinn sagði að við hefðum staðið okkur mjög vel og skilað mjög góðu verkefni. En ég fæ enga einkun Þeir fara ansi sparlega með þær þ.e. einkunnir.
Við fórum í heimsókn til Rögnu og Sindra eftir prófið svo seinna um kvöldið fórum við og fengum okkur að borða á nýjum veitingastað og fengum spareribs með kartöflum og öl með á 49 kr danskar, takk fyrir, það var ekki mikið. Svo eru þau skötuhjú að koma í mat á eftir og svo verður farið á Swan lee tónleika í tívolínu hérna í Árósum. Svo er nú ekki langt í að við förum á Hróaskeldu en við ætlum að mæta á miðvikudeginum 29 júní ef það verður gott veður annars á fimmtudeginum 30 en þá hefst hátíðin formlega. Vinir hans Gunna ætla nebbla að mæta tímanlega og vera þarna frá 26 júní þegar svæðið opnar. Við komum svo heim á miðnætti 3 júlí. Bless í bili Ragnheidur

4 Comments:

At 8:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ=)Og gleðilegan 17.júní!;)

Ég er farin að hlakka ógeðslega mikið til að fara út:D og líka að fá ykkur heim hehe=)
Já Ragnheiður, það er búið að mana mig svo mikið í að fara í þennnan fallturn þarna sem Gunni fór í, þannig að ég verð eilla að gera..:O

kv.Tinna Kristín

 
At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís:)
Til hamingju með að vera búin í prófum og hafa náð:) Hlakka til að sjá þig 4 júlí:=)

Kv. Kristín H

 
At 12:41 f.h., Blogger emil+siggalóa said...

Bara að kasta kveðju á ykkur kæru vinir :)

 
At 2:45 e.h., Blogger Regína said...

Til hamingju med ad vera buin i profum! Og njotid vedursins, flott ad geta loksins kikt a strondina tharna:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed