miðvikudagur, júní 08, 2005

ohh....it´s such a perfect day, I´m glad I...

Já fínn dagur eins og titillinn heldur fram. Er búinn að sitja útí garði í örugglega 4 tíma að lesa og hlusta á tónlist. Haldiði að kallinn hafi ekki splæst tvo nýja diska í tilefni prófloka, Gorillaz og Coldplay, báðir tveir þrusugóðir. Búið að vera sólríkt og hlýtt fyrir utan einstaka ský sem villist fyrir og veldur smá kælingu. Annars er ég búinn að sjá nýtt skýjafyrirbæri (eða hvað sem ég get kallað það). Heyrðu, kom ekki pínkulítið ský akkúrat fyrir framan sólina sem ílengdist og ílengdist. Svo leit ég upp og gott ef það var ekki búið að stækka um helming. Svo hélt það bara áfram að stækka og stækka og ég bara horfði á það furðu lostinn. Það var alveg eins og þessi stóri þarna uppi væri að hífa lítið ský fyrir sólu og slaka því síðan niður hægt og rólega. Að lokum braust þó sólin fram eftir þennan mikla skýjaleik, og gleðin sömuleiðis. Fyrir þá sem ekki vita það þá er töluverður gróður við hliðiná garðinum og aðeins lítill leikskóli. Sem sagt mjög rólegt og fuglasöngur allt í kring. Ég lokaði augunum í stutta stund og hlustaði á alla fuglana syngja, þvílíkt róandi. Og detti mér nú allar starralýs úr höfði, gott ef ég sá og heyrði ekki í kríu þarna fyrir ofan mig, eða amk e-ð afbrigði. Mér fannst hún vera segja við mig "að afkomandi mannsins sem kemur alltaf að dást af okkur útá Gróttu þarna í landinu fyrir norðan, er sömuleiðis búin að hreiðra um sig hér". Sel það ekki dýrara en mér skildist.

1 Comments:

At 12:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe, maðurinn verður anægður m þetta ;) kallinn farinn að hafa solitlar ahyggjur af kriunni, finnst vera of litið af henni! stutt i að kallinn fari i blöðin?!? Hilds

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed