miðvikudagur, maí 30, 2007

Tvífarar vikunnar...

...eru að þessu sinni leikarinn Michael Berryman og Eggert Magnússon Hamrari.

Mike Berryman, hefur leikið í nokkrum hryllingsmyndunum og gæðamyndinni One flew over the cuckoo´s nest. Hann er með nokkuð sérstakt höfuðlag, sem og Eggert Magnússon, sem er oft kallaður the Eggman af bresku pressunni.Í gestahorninu er það aftur hann Geir sem kom með tillögu, en .það var leikarinn Ben Stiller og fótboltaknappinn Craig Bellamy.

Það vill reyndar svo skemmtilega til að Bellamy, var fyrsti tvífarinn sem ég hafði sent til fótbolta.net sem þeir birtu. Ég hafði parað hann við Evert Víglundason Bootcampara(ansi öflugt nafn!), sem var leiðsögumaðurinn í skíðaferðalaginu okkar til Madonna di Campiglio hérna um árið.Campell

Evert lengst til hægri


e.s. reyndar höfðu báðir þessir tvífarar verið birtir á fótbolta.net, en þaðp var vegna þess að ég hafði sent þá inn, og tel því að ég hafi réttinn á að birta þá aftur :)

Efnisorð:

föstudagur, maí 25, 2007

Dómaraskandall!!

Já, nú veit ég nákvæmlega hvernig kollega mínum, honum Scorsese leið, þegar hann var svikinn um Óskarinn árið 2002, þegar Chicago hirti styttuna fyrir bestu myndina. En það er kannski ekki hægt að vera súr yfir því lengi. Myndirnar sem röðuðu sér í efstu sætin voru afar fagmennlega unnar og að því leytinu betri, en sögulega séð fannst mér mín bera af ;)
En það er nóg eftir fyrir mig að dúlla mér við. Ég á eftir að koma myndinni á DVD disk og gera e-ð sniðugt við þá alla, og svo er nú stefnan að halda smá síðbúna frumsýningu á myndinni í Köben og á Klakanum, með vinum og vandamönnum. Svo það er nú e-ð til að hlakka til...

fimmtudagur, maí 24, 2007

Premiere

Jæja, þá er frumsýningin að baki. Myndin var sýnd í gærkvöldi við góðan fögnuð áhorfenda. Ég var reyndar með ágætis herdeild með mér í eftirdragi, en tel nú samt að e-r fleiri hafi nú klappað hressilega. Svo var nú svolítið gaman þegar tveir ungir drengir löggubðu framhjá mér í salnum og sögðu "djöfull var Hrekkjalómurinn ótrúlega góð, hún á örugglega eftir að vinna" Ég veit nú ekki með að vinna, en þetta voru svo sannarlega næg verðlaun fyrir mig, sniff...sniff.
Reyndar gætti smá misskilnings i bæklinginum um stuttmynhátíðina, þar sem myndin Hrekkjalómuriunn var sögð vera eftir Gunnar Pál HREINSSON, en eins og alþjóð veit, að þá heiti ég Gunnar Páll LEIFSSON. Ég hef verið að reyna skapa mér nafn í kvikmyndaheiminum, en þetta er nú kannski ekki alveg það sem ég var að stefna að.
Svo er lokakvöldið í kvöld, og verður spennandi að sjá hvernig fer...

þriðjudagur, maí 22, 2007

Jet-settari

Ég hef líklegast sjaldan talin tilheyra þotuliðinu (sem eiga sem sagt að fljúga á milli partýa og og drekka kampavín í fínum veislum), en ef e-n tímann hefur þótt ástæða til, þá held ég að það sé nú. Ég mun svo vera með enska þýðingu á dagskránni minni, svo fólk átti sig betur á mikilvægi hennar og geti metið hvort ég passi inní jet-settið.

Á morgun mun ég nefninlega fljúga til Íslands og labba á rauða dreglinum við opnun stuttmyndahátíðinnar og sjá myndina mína á stóra tjaldinu (They are showing my new film at some film festival). Svo mun ég mæta í tvær útskriftarveislur (gotta be present in a couple of cocktail parties), fara í atvinnuviðtal (gotta fly to Iceland about a job), og svo skoða íbúðir (heard about some good property opportunities in Iceland, gonna chek it out).

sjáumst bráðum (ef ég hef ekkert merkilegra að gera)
gun

fimmtudagur, maí 17, 2007

Heimferð

Þá erum við búin að kaupa flugmiða heim. Við komum heim þann 31 júlí kl 22:50
Sjáumst

miðvikudagur, maí 16, 2007

tvífarar vikunnar

Tvífarar dagsins eru Gary Durdan úr CSI og Kieran Richardsson úr ManU. Þeir eiga fleira sameiginlegt, því ég las e-s staðar að þeir þjást báðir af PTSD úr barnæsku. Barnapíur þeirra beggja voru ansi latar og nenntu ekki að passa þá, og sleiktu bara varirnar á þeim og klesstum þeim upvið gluggann, þar sme þeir máttu hanga tímunum saman.


Seinni tvífarar dagsins eru Norsarinn Jon Arne Riise úr Liverpool og leikarinn sterklegi Brian Thompson. Sá síðarnefndi kom sterklega til greina í hlutverk Conan í endurgerð þeirrar myndar, og efast ég ekki um að Jon gæti skilað því hlutverki vel sömuleiðis.
Efnisorð:

þriðjudagur, maí 15, 2007

Já ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, það er nú þannig að við Gunnar vorum í Kongens Have um daginn og við sátum og spjölluðum við nokkrar ungar stúlkur og þær voru sona líka svakalega hrifnar af Gunna og hlógu að öllum hans bröndurum og reyndu allar að horfa í augun á honum samtímis þær voru allavegana svona 5 sko. Hvað á ég að gera, og ein þeirra sagði meira að segja við mig að hún vildi óska að hún væri ég því þá væri Gunni kærastinn hennar þúst kommon getur maður alveg leyft sér þetta. ..........En ég hló bara að þessu öllu saman þetta var nebbla annan daginn hans Gunna í vinnunni og þetta voru stelpurnar á deildinni sem eru 4 og 5 ára gamlar. Nú var Gunni að segja mér að ein þeirra sagði við hann að hana langaði að giftast honum, já já nýta sér daginn sem ég er ekki í vinnunni lúmsk he he.
Að ödrum fréttum þá var Tinna litla stóra systir í heimsókn um helgina og við fórum til Malmö að shoppa og í Fields þar sem við hittum Fredrik og Margrethe jú jú það er rétt prinsinn og drottninguna. Svo fórum við að skoða Carlsberg verksmiðjuna þar var sko nóg að skoðaSvo kíktum við í Dýragarðinn og hittum þennan félaga

mánudagur, maí 14, 2007

mæli (ekki?) með meðmælum frá Kristine

Það er nú alveg meira hvað Danirnir geta miklað suma hluti fyrir sér. Ég var til dæmis, var að biðja leiðbeinanda minn með lokaverkefnið um að gefa mér meðmæli, sem ég þarf að nota þegar ég sæki um vinnu heima á Íslandi. Vika líður og ég fæ ekkert svar við tölvupóstinum með beiðni minni. Ég sendi henni SMS um að hún eigi póst og bið hana að kíkja á það. Ég fæ svarið daginn eftir. Hún hefur ekki tíma til að skrifa meðmæli fyrir mig! Vá, það er svo stórt verkefni að skrifa nokkrar línur. Heyrðu, þá segir hún að hún gæti gert það þannig að ég skrifi bara meðmælin sjálfur og svo kvitti hún bara undir... Aldrei hef ég heyrt um annað eins...:) Ég var nú bara frekar móðgaður og svaraði henni því bara að hún gætri troðið þessu þangað þar sem sólin skíni ekki, fyrst hún gæti ekki skrifað nokkrar línur fyrir mig. Ég var hvort sem kominn með tvo meðmæli fyrir.

Ég fékk reyndar svo smá bakþanka skömmu seinna. Ekki það að ég hafi verið með e-t samviskubit um að hafa verið dónalegur við hana, heldur frekar að hafa ekki gripið tækifærið og skrifað góða umsögn þessa þvílíku góðu persónu sem ég er og tíundað alla mína frábæru kosti...

sunnudagur, maí 13, 2007

Þá er Hrekkjalómurinn kominn í loftið...

...og er líklegast í þessum skrifuðu orðum að lenda á Leifs Eiríksstöð. Það var hún Tinna sem sá um að ferja varninginn til landsins og koma honum til skila á félaga minn, sem ætlar að reka smiðshöggið á verkið með því að litgreina myndina (þ.e. að samræma litina í myndinni). Svo verður henni skilað á morgunn eða hinn (fékk altså skilafrest) og svo er það bara forsýning þann 23. eða 24. maí, í Tjarnabíói. Ég vil hvetja alla lesendur að mæta og sjá verkið og mun ég að sjálfsögðu láta vita nánar hvenær myndin verður sýnd. Það er reyndar úrslitaleikur í e-i svokallaðri Meistaradeild í fótbolta, en hver nennir að horfa á það? E-ð Liverpool lið og svo annað frá Ítalíu...miklu skemmtilegra að fara í bíó ;)
En annars munu þeir sem ekki mæta, án efa fá að sjá stykkið, þvi ég mun óspart nota tækifærið til að sýna barnið mitt. Svo er nú aldrei að vita nema við höldum gott frumsýningapartý bæði hér í Danmörku og heima við, þegar við verðum flutt þangað í lok sumars. Maður verður nú að sýna myndina, það er nú stór hluti af þessu.
Annars er ég mjög ánægður með myndina, klippinguna og hljóðið, þrátt fyrir að útlitið hafi verið frekar dökkt til að byrja með. Ég ætla því að leyfa mér að vera ánægður með sjálfan mig og njóta þess að vera loks búinn með þetta verk, sem hófst fyrir mörgum árum þegar ég hripaði þessa smásögu niður á blað og þessu afdrifaríka kvöldi.

laugardagur, maí 12, 2007

Eiki bleiki...

...var tekinn í bakaríið á fimmtudaginn var, sem og öll vestrænu löndin sem sendu lög inní Evróvisjón. Línurnar um stigagjöfina eru orðnar skýrar, eins og allir ættu að vita núna. í fyrstu undankeppninni héldum við að þetta væri kjóllinn hennar Selmu, sem hefði kostað okkur sætið í keppninni!! How little did we know. Viðhorfi Silvíu Nóttar var svo kennt um ófarir keppninnar í fyrra, en núna er það ljóst að það hefði ekki breytt neinu þó hún hefði verið sykursæt og brosandi allan hringinn, sömu tölur hefðu komið uppúr kjörkassanum. Og nú þetta... Ég meina Búlgaría!!! Heyrðuði og sáuði þetta lag (fyrsta lagið)! Guð minn góður. Og svo þegar Slóvenía komst áfram með þetta pyntingartól sem þeir kalla söng (óperulagið), tók nú botninn alveg úr tunninni. Ég mun varla nenna horfa á næstu undankeppni ef sama fyrirkomulag verður á, en það kannski breytir ekki neinu hvað nokkrir Íslendingar, Norðmenn og Danir segja, þegar öll austur Evrópa fylgist nú með keppnini sem aldrei fyrr...

þriðjudagur, maí 08, 2007

Tvífarar vikunnar

Yes, þá er loksins komið aftur að liðnum tvífarar vikunnar og er af nógu af taka. Ég kem sjálfur með tvo, og í lokin er það gestahornið sívinsæla. En þar koma myndir af einstaklingum sem gestir hafa stungið uppá sem tvífara, og í þetta skiptið er það hann Geir sem ríður á vaðið.

Við byrjum á Scott Wold (hefur leikið í myndinni Go og mörgum öðrum myndum og sjónvarpsþáttum) og fótboltamanninum Saviola (varavaraskeifu Barcelona (hann er sko enginn varamaður eins og Eiður okkar, hnuss nei)).


Næstu tvífarar eru leikarinn og sjónvarpsmaðurinn þjóðkunni Felix Bergsson og Fh-ingurinn og markaskorarinn Tryggvi Guðmundsson


Í gestahorninu var það svo Geir sem paraði saman Dida, markmann AC Milan og söngkonuna Skin, úr Skunk ´n Nansie. Það leynir sér ekki að það er töluverður svipur. Skunk sýnist mér þó taka aðeins stærra uppí sig...


ef fleiri vilja ríða á vaðið, þá er bara endilega að koma með uppástungur hérna fyrir neðan.

Efnisorð:

mánudagur, maí 07, 2007

dagbók klipparans

Hann var mjög góður dagurinn í gær við vinnslu á stuttmyndinni. Ég setti mig í hlutverk fólsins (Foley artist) og var að búa til hljóð fyrir myndina, sem vantaði á upptökunum, (t.d. lyklahljóð, fótatak). Ég og Ragnheiður tókum meira að segja upp samtal fyrir eina senu, sem ég neyðist til að setja yfir samtalið í myndinni, eða réttara sagt, þar sem samtalið ætti að vera (ekkert hljóð fylgdi upptökunni á senunni). Svo er bara spurning hvort þið getið fundið hana? Það ætti reyndar ekki að vera svo erfitt, því miður...
Ég er svo búinn að vera í hálfgerðum vandræðum með að finna e-ð svona óþægilegt og spennandi hljóð til að setja á vissa staði í myndinni. Það var svo fyrir algera slysni að ég rakst á góða leið til þess. Sum ykkar kannist kannski við hljóðið sem myndast þegar míkrófónn kemur of nálægt hátalara? En það er einmitt það sama og gerist þegar vídeótökuvélin (sem er með innbyggðan míkrófón) kemur of nálægt tölvunni og hátölum hennar. Nú er svo bara að fara experimenta með það...
Að lokum hitti ég þá Bjarna og Davíð Hedtoft, tvíburana með Take 2, og átti gott og langt spjall með þeim. Alveg ótrúlegt hvað það getur gefið manni mikið að tala við e-n sem þekkir til á þessum sviðum og getur komið með uppbyggilega gagnrýni á myndina. Eftir heimsókn þeirra er ég t.d. búinn að vera "killing my darlings", þ.e.a.s. að stytta myndina, og það töluvert, eða um heilar 4 mínútur.
Nú er farið að styttast allsvakalega í skilafrestinn á myndinni sem er 11. maí!! En eftir þessi skrif, ætla ég einmitt að hringja í forsvarsmenn nefndarinnar og sjá hvort ég geti sótt um smá frest...

sunnudagur, maí 06, 2007

Letihelgi

Þetta er búin að vera alger letihelgi hjá mér. Ekki hjá Gunna samt hann er búin að vera að vinna á fullu í myndinni sinni. Ég á hinn bóginn er bara búin að chilla. Það var frí hjá flestöllum hérna í Danmörku á föstudaginn því það var store Bededag eða stóri bænadagur. Það var þannig að fyrir einhverjum hundruðum árum síðan voru fullt af bænadögum en kóngurinn í DK var svo þreyttur á öllum þessum frídögum að hann gerði einn stóran bænadag og hann hefur haldist og það sem meira er þá halda sumir danir að þetta sé stóri brauðdagur því að í gamla daga þá voru bakaríin lokuð á þessum stóra bænadegi og því bökuðu þeir ekstra stór brauð á fimmtudeginum sem enn er hefð fyrir að kaupa. En annars er ég bara búin að njóta góða veðursins og búin að skella mér á línuskauta á amager strand þar sem nokkrir voru komnir í sjóböð ég held að ég bíði nú aðeins með þau.
ta ta

miðvikudagur, maí 02, 2007

New look


Sælt veri fólkið vildi bara láta ykkur vita að ég er komin með ljóst hár svo ykkur bregdi ekki þegar þið sjáið mig. he he kv Ragnheidur

Tvífarar vikunnar

Það er komið að nýjum lið hérna á þessari síðu sem heitir tvífarar vikunnar, þar sem annar aðilinn mun koma úr röðum fótboltamanna og hinn...bara já, e-s staðar annars staðar frá. Eldri liðir eins og "hver á hvaða hægðir?" og "hvert er lagið?" (þar sem ég klappa stappa nipur fótunum í takt við e-ð ákveðið lag og þið eigið að geta (mjög skemmtilegur leikur (samt enn betri í eigin persónu))), eru búnir að renna sitt skeið.

Ég vill þó enn frekar þakka Fótbolti.net að vera svo duglegir að birta ekki nema brot af öllum þeim tvíförum sem ég hef sent, sem leiðir til þess að ég hef ákveðið að byrja með þennan lið á minni eigin spýtu.

Til að koma þessu af stað ætla ég að birta tvö pör af tvíförum.

Það fyrsta er:

Xabi Alonso (Liverpool leikmaður) og Doug Savant (leikari í Desperate Housewifes og Melrose Place (ekki það að ég horfi á það...;)Hvað segiði um þessa? Er átæða fyrir að fótbolti.net er ekki búinn að birta þessa?

Ok, en hvað með þessa tvo snáða hérna: Deco (leikmaður Barcelona og Portúgald) og Haley Joel Osmond (þ.e. þegar hann var enn lítill og dætur, nú er hann nær óþekkjanlegur villingur í Hollywood)Það er reyndar oft voða erfitt að finna góðar myndir af fótboltamönnum því í flestum liðsmyndum eru þeir grafalvarlegir, svo þessar brosmyndir úr Hollywood virðast stundum ekki eiga mikið sameiginlegt.

Efnisorð:

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed