sunnudagur, september 04, 2005

been a long time since i´d blogged and rolled...

Jæja, nú held ég sko að nú sé kominn tími til að skrifta. Komnir hartnær 3 mánuðir síðan ég skriftaði seinast en hef samt engu gleymt. Já, sumarið á Íslandi var mjög ánægjulegt með blöndu af heimsóknum til vina jafnt til ættingja með smá skvettu af vinnu. Ekki alveg jafn mikið og ég hafði ætlað mér en hver nennir að vera vinna sumarið frá sér í fríinu sínu?!?
Svo tók ég nú á honum stóra mínum og skellti mér í hálfmarþon. Það var alveg magnað...aldrei verið hvattur jafn mikið áfram af áhorfendum sem ég held að hafi verið til þess að hlaupið gekk bara mjög vel. Upprunalega var takmarkið bara að komast á leiðarenda en ég held ég hafi bara komið sjáfum mér á óvart og var farinn að setja mér tímatakmark þegar hlaupið var hálfnað. Niðurstaðan var 21 km á 2 klst, ekki slæmt held ég for a first timer.

s�l a� lei�arlokum Posted by Picasa
Svo fór nú Ragnheiður heim í byrjun ág. og þá gafst meiri tími til ýmislegs annars líkt og fótbolta í kenningu og verki, og svo var það eitt mitt mesta þrekvirki í góðan tíma. Ég var búinn að vera með í maganum hugmynd um að gera stuttmynd sem ég hafði skrifað handrit af fyrir nokkrum árum. Við vorum eitt kvöldið hérna í Árósum og ég ákvað að nú fyrst gæri ég blásið rykið af gömlu skjalahirslunni og leyfa Ragnheiði að komast í gömlu handritin mín. Henni fannst það bara fínt...spurði af hverju ég gerði hana bara ekki. Það var klukkan 22:30 um kvöldið. Fimm tímum síðar kom ég upp í rúm og búinn að ákveða meira að segja tónlistina sem ætti að vera spiluð í frumsýningarpartýinu :) Sem sagt, gera hana vel með góðum græjum þ.e. hljóðupptökubúnaði, lýsingu, crew-i, (mamma átti að elda spekk og hakkettí oní liðið), förðun, og síðast en ekki síst...leikurum! Ég nældi mér í einn reyndan til að fara með eitt aðalhlutverkið. Átti að leika scary náunga og tókst honum vel upp með það. Þetta fór flest allt að óskum...gæti eflaust skrifað langa ritgerð um allt ferlið en aðalmálið var að redda upptökustað sem varð að vera verslun, fólki til að hjálpa mér með myndina, öllum útbúnaðinum og svo semja við leikarana. Þetta seinasta gat verið töluvert tricky, sumir þeirra voru sniðugir að taka vel í þetta í byrjun og lofa sér en svo að hætta við þegar nær dró...einn gerði slíkt deginum fyrir tökur. Þetta varð til þess að yðar einlægur tók að sér aðalhlutverkið ofaná allt hitt. Sem sagt mikið stress og ég er orðinn enn grennri en ég var. En með dugnaði og ákveðni gekk þetta í gegn og meistarastykkið liggur nú á klippiborðinu, enn spriklandi. Stefnan er að skella henni á kvikmyndahátíðir heima og að heiman og reyna fá sem besta dreifingu á henni. En nú....eftirvinnslan. Ég er ekki kominn í það enn, en ég held að þessir 4 tímar sem ég hef til að koma mér í og frá vinnu hvern dag gætu nýst vel í það, eða þessar nætur sem ég ætlað að gista á praktik staðnum mínum. Úff...ég hefði kannski átt að blása aðeins út nokkrum sinnum heima fyrir framan tölvuna í sumar, hef frá svo mörgu öðru að segja...en ég held ég segi þetta gott í bili svo fólk springi ekki á limminu vegna lengdar. gunzinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed