sunnudagur, maí 13, 2007

Þá er Hrekkjalómurinn kominn í loftið...

...og er líklegast í þessum skrifuðu orðum að lenda á Leifs Eiríksstöð. Það var hún Tinna sem sá um að ferja varninginn til landsins og koma honum til skila á félaga minn, sem ætlar að reka smiðshöggið á verkið með því að litgreina myndina (þ.e. að samræma litina í myndinni). Svo verður henni skilað á morgunn eða hinn (fékk altså skilafrest) og svo er það bara forsýning þann 23. eða 24. maí, í Tjarnabíói. Ég vil hvetja alla lesendur að mæta og sjá verkið og mun ég að sjálfsögðu láta vita nánar hvenær myndin verður sýnd. Það er reyndar úrslitaleikur í e-i svokallaðri Meistaradeild í fótbolta, en hver nennir að horfa á það? E-ð Liverpool lið og svo annað frá Ítalíu...miklu skemmtilegra að fara í bíó ;)
En annars munu þeir sem ekki mæta, án efa fá að sjá stykkið, þvi ég mun óspart nota tækifærið til að sýna barnið mitt. Svo er nú aldrei að vita nema við höldum gott frumsýningapartý bæði hér í Danmörku og heima við, þegar við verðum flutt þangað í lok sumars. Maður verður nú að sýna myndina, það er nú stór hluti af þessu.
Annars er ég mjög ánægður með myndina, klippinguna og hljóðið, þrátt fyrir að útlitið hafi verið frekar dökkt til að byrja með. Ég ætla því að leyfa mér að vera ánægður með sjálfan mig og njóta þess að vera loks búinn með þetta verk, sem hófst fyrir mörgum árum þegar ég hripaði þessa smásögu niður á blað og þessu afdrifaríka kvöldi.

5 Comments:

At 8:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Congratz! Eftir blóð, svita og tár ertu loksins orðinn pabbi! Svo fer maður að bíða eftir barni sem maður getur leikið við ... :)

 
At 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ööö ... tek það fram að ég er kona einsömul - gææti misskilist! ætlaði að leika við þitt barn! jesús - þetta verður bara verra ...

 
At 8:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, barnið þitt er komið í góðar hendur, til Gunnars..fór með þetta áðan, hlakka svo bara til þess að sjá meistaraverkið=D

kv.Tinna Kristín

 
At 8:38 e.h., Blogger Drekaflugan said...

Takk fyrir það, báðar tvær.

Það verður svo gaman þegar maður getur farið að leika við e-ð annað en sjálfan sig...;)

 
At 10:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha ... freudian slip I presume?

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed