mánudagur, maí 07, 2007

dagbók klipparans

Hann var mjög góður dagurinn í gær við vinnslu á stuttmyndinni. Ég setti mig í hlutverk fólsins (Foley artist) og var að búa til hljóð fyrir myndina, sem vantaði á upptökunum, (t.d. lyklahljóð, fótatak). Ég og Ragnheiður tókum meira að segja upp samtal fyrir eina senu, sem ég neyðist til að setja yfir samtalið í myndinni, eða réttara sagt, þar sem samtalið ætti að vera (ekkert hljóð fylgdi upptökunni á senunni). Svo er bara spurning hvort þið getið fundið hana? Það ætti reyndar ekki að vera svo erfitt, því miður...
Ég er svo búinn að vera í hálfgerðum vandræðum með að finna e-ð svona óþægilegt og spennandi hljóð til að setja á vissa staði í myndinni. Það var svo fyrir algera slysni að ég rakst á góða leið til þess. Sum ykkar kannist kannski við hljóðið sem myndast þegar míkrófónn kemur of nálægt hátalara? En það er einmitt það sama og gerist þegar vídeótökuvélin (sem er með innbyggðan míkrófón) kemur of nálægt tölvunni og hátölum hennar. Nú er svo bara að fara experimenta með það...
Að lokum hitti ég þá Bjarna og Davíð Hedtoft, tvíburana með Take 2, og átti gott og langt spjall með þeim. Alveg ótrúlegt hvað það getur gefið manni mikið að tala við e-n sem þekkir til á þessum sviðum og getur komið með uppbyggilega gagnrýni á myndina. Eftir heimsókn þeirra er ég t.d. búinn að vera "killing my darlings", þ.e.a.s. að stytta myndina, og það töluvert, eða um heilar 4 mínútur.
Nú er farið að styttast allsvakalega í skilafrestinn á myndinni sem er 11. maí!! En eftir þessi skrif, ætla ég einmitt að hringja í forsvarsmenn nefndarinnar og sjá hvort ég geti sótt um smá frest...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed