Tvífarar vikunnar
Yes, þá er loksins komið aftur að liðnum tvífarar vikunnar og er af nógu af taka. Ég kem sjálfur með tvo, og í lokin er það gestahornið sívinsæla. En þar koma myndir af einstaklingum sem gestir hafa stungið uppá sem tvífara, og í þetta skiptið er það hann Geir sem ríður á vaðið.
Við byrjum á Scott Wold (hefur leikið í myndinni Go og mörgum öðrum myndum og sjónvarpsþáttum) og fótboltamanninum Saviola (varavaraskeifu Barcelona (hann er sko enginn varamaður eins og Eiður okkar, hnuss nei)).




Næstu tvífarar eru leikarinn og sjónvarpsmaðurinn þjóðkunni Felix Bergsson og Fh-ingurinn og markaskorarinn Tryggvi Guðmundsson




Í gestahorninu var það svo Geir sem paraði saman Dida, markmann AC Milan og söngkonuna Skin, úr Skunk ´n Nansie. Það leynir sér ekki að það er töluverður svipur. Skunk sýnist mér þó taka aðeins stærra uppí sig...





ef fleiri vilja ríða á vaðið, þá er bara endilega að koma með uppástungur hérna fyrir neðan.
Efnisorð: doppelgangers