laugardagur, maí 12, 2007

Eiki bleiki...

...var tekinn í bakaríið á fimmtudaginn var, sem og öll vestrænu löndin sem sendu lög inní Evróvisjón. Línurnar um stigagjöfina eru orðnar skýrar, eins og allir ættu að vita núna. í fyrstu undankeppninni héldum við að þetta væri kjóllinn hennar Selmu, sem hefði kostað okkur sætið í keppninni!! How little did we know. Viðhorfi Silvíu Nóttar var svo kennt um ófarir keppninnar í fyrra, en núna er það ljóst að það hefði ekki breytt neinu þó hún hefði verið sykursæt og brosandi allan hringinn, sömu tölur hefðu komið uppúr kjörkassanum. Og nú þetta... Ég meina Búlgaría!!! Heyrðuði og sáuði þetta lag (fyrsta lagið)! Guð minn góður. Og svo þegar Slóvenía komst áfram með þetta pyntingartól sem þeir kalla söng (óperulagið), tók nú botninn alveg úr tunninni. Ég mun varla nenna horfa á næstu undankeppni ef sama fyrirkomulag verður á, en það kannski breytir ekki neinu hvað nokkrir Íslendingar, Norðmenn og Danir segja, þegar öll austur Evrópa fylgist nú með keppnini sem aldrei fyrr...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed