Dómaraskandall!!
Já, nú veit ég nákvæmlega hvernig kollega mínum, honum Scorsese leið, þegar hann var svikinn um Óskarinn árið 2002, þegar Chicago hirti styttuna fyrir bestu myndina. En það er kannski ekki hægt að vera súr yfir því lengi. Myndirnar sem röðuðu sér í efstu sætin voru afar fagmennlega unnar og að því leytinu betri, en sögulega séð fannst mér mín bera af ;)
En það er nóg eftir fyrir mig að dúlla mér við. Ég á eftir að koma myndinni á DVD disk og gera e-ð sniðugt við þá alla, og svo er nú stefnan að halda smá síðbúna frumsýningu á myndinni í Köben og á Klakanum, með vinum og vandamönnum. Svo það er nú e-ð til að hlakka til...