þriðjudagur, janúar 31, 2006

Snökt

Í dag kvaddi ég Rend og hop en þar er ég búin að vera í praktik í 6 mánuði. Það er hefð fyrir því að kveðja fráfarandi starfsmenn með vatni. Já það er skemmtileg hefð og hefur maður hlegið oft að því þegar fólk er að fá gusurnar yfir sig. Það er kanski ekki alveg jafn fyndið þegar komið er að manni sjálfum. Það var byrjað á að láta mig labba um eins og hund en það er einmitt uppáhalds leikur barnanna í vöggustofunni og svo átti ég að veiða epli upp úr vatni án þess að nota hendurnar og svo leita að minnt á hveitidisk. Sem gerir það að verkum að hveitið festist í andlitinu he he mjög sniðugt. Að lokum voru strákarnir búnir að gera þrautabraut útá leikvellinum þar sem ég gekk með bundið fyrir augun og steig ofaní bala fullan af ísköldu vatni, svo fékk ég góða skvettu af volgu vatni yfir mig og tvö kíló af hveiti. Fúff.


 Posted by Picasa


 Posted by Picasa

Það var í þokkabót ekki auðvelt að kveðja alla börn og fullorðna því maður getur ekki kíkt við í heimsókn því nú verð ég ekki í næsta húsi heldur alla leið í Köben.
Við Gunni erum buin að vera mjög dugleg að pakka og nú eru þrifin bara eftir. Á morgun ætla svo Helgi og Sindri að koma og hjálpa okkur að flytja og svo er það bara farvel og paa gensyn Aarhus.
Kveðja Ragnheidur

mánudagur, janúar 30, 2006

A rockstar ate my hamster!

Já, það var legið upp ansi skemmtilegu partýi nú á laugardaginn var. Tilefnið var bæði útflutningspartý hjá okkur annars vegar og Sindra, Rögnu og Höllu hins vegar. Þau eru einnig að flytja og því var um að gera að kveðja íbúðina með stæl. Til að hafa þetta aðeins skemmtilegra þá var ákveðið að hafa smá þema á partýinu. Valið stóð milli "gillzenegger" og "Silvíu Nætur" þema, eða "Rockstar" þema. Við ákváðum það síðarnefnda og það var því óspart talað um að fá "rokkstig" í kladdann fyrir ýmis uppátæki, í stað þess að vera segja "til kjjaaaalllinn" eða "kjalllinn að pósa" allt kvöldið... ógesslega sniðugt skillirrruu? Fólkið mætti svo í sínu rokkaraoutfitti og fékk sér tattú í stíl hjá Soffíu Tinnu, húðflúrarameistara Hells Angels, nýkomin á samning þar. Hún fékk nokkur rokkstig fyrir það!
Við byrjuðum kvöldið á pizzuveislu að hætti Sindra hins fræga pizzagerðamanns að austan, áður en við spiluðum aðeins og reyndum að krækja okkur í nokkur rokkstig hér og þar. Það bættust svo við fleiri í hópinn og áður en maður vissi var fólkið farið að týnast út á dansgólfið í góðum fíling, og nokkrir gerðust svo frægir að "slamma" að hætti rokkara. Heyrst hefur að fólk hafi þjáðst af harðsperrum í hálsinum daginn eftir...


Það er ekkert þægilegt að fá sér tattoo...en það er rokk! Posted by Picasa

Nokkrar myndir hérna

mánudagur, janúar 23, 2006

Ný skoðanakönnun

Kíkið á nýju skoðanakönnunina hérna til hliðar. Og kjósið endilega!

sunnudagur, janúar 22, 2006

You Belong in London

A little old fashioned, and a little modern.
A little traditional, and a little bit punk rock.
A unique woman like you needs a city that offers everything.
No wonder you and London will get along so well.


Hérna getur þú séð hvaða borg passar fyrir þig.

Hilsen Ragnheiður

brauðsneiðin

Ég var soldið frekar mikið svöng þegar ég vaknaði í morgun og ákvað því að gera mér vel útilátna brauðsneið. Þetta tók smá tíma, pestó skera niður lauk og papriku raða þessu á, sneið af skinku og smá pipar skellt yfir og að lokum the final touch salt en mín opnaði vitlausu megin saltstaukin. Mín skellir vænni slettu og viti men brauðsneiðin komin með desilíter af salti á noooohhhhooooo.

föstudagur, janúar 20, 2006

stund sannleikans er komin...

Já, nú er komið stund sannleikans krakkar mínir. Ég bara get ekki látið fók vaða í villu vegar mikið lengur. Ég beið og beið og vonaði að þessi svörunarskekkja mundi lagfærast í tímans rás en svo virðist bara ekki vera....Mér þykir þetta leitt, en 74% ykkar svarenda í skoðanarkönnunninni hafið rangt fyrir ykkur. Bjarta hliðin á þessu er hinsvegar að 17% ykkar eru á því að sápa eigi teflonið og því ber að fagna. Hins vegar eru nokkrir sem ekki enn hafa uppgvötað eiginleika þess eða 9%.
En það er ekki of seint að snúa við og fara eftir Biblíu teflonsins. Ég vísa í sönnunargagn A hér að neðan sem er tekið af heimsíðu Tefal, tefal.com. Þar segir skýrt og greinilega að skola beri pönnuna í sápugu vatni með svampi, því annars sest fitan eftir og verður elduð á ný þegar næst þegar hún verður hituð, og blettir myndast...úúú, ónei!!
Þetta er erfitt, ég veit, en þið munið þakka mér seinna meir. Ég á von á ansi hörðum umræðum hér á eftir og ætla því fyrirfram að biðja fólk um að stilla málfari sínu í hóf, og vona að við getum rætt málin af skynsemi.

6 - How do you clean a T-FAL non-stick pan?

We recommend cleaning by hand with a sponge in soapy water. The pan must be cleaned inside and out each time it's used to remove any grease film that may be on the surface. If the pan is only wiped with a paper towel or rinsed in water, the film won't be fully removed and may cook the next time you use the pan and stains may appear. Nonstick pans must not be cleaned with scouring pads or powders. A nylon sponge is ideal for both the interior and exterior of the pan. See Question #19 for deep cleaning method.

Varúð - hrikalega spennandi póstur - ekki fyrir viðkvæma

Já, það er margt sem þarf að huga að þegar flytja skal, en ekkert þó jafn magnþrungið og að taka til í sokkaskúfunni sinni. Nauðsynlegur hlutur í lífi hvers karlmanns að fara í gegnum sokkapörin sín og raða þeim rétt og henda vel gengnum og útjöskuðum sokkum. Þetta skal þó aðeins gera einu sinni á ári sökum hættu á of háum blóðþrýstingi. En, það er ýmislegt sem ég komst að með þessu uppátæki...ég veit ekki hvað varð um alla sokkana mína. Ég nefninlega kannast ekkert við þessa sokka sem eru í skúffunni minni. Ég kaupi stundum búnt af góðum sokkum og þekki því hvern sokk út og inn. Þess vegna rak ég núna upp stór augu...þetta eru bara ekkert sokkarnir mínir!! Þeir eru með öðruvísi teygju, eru hærri, ekki með sama lit og ég veit ekki hvað og hvað....Ég hélt alltaf að Ragnheiður ætti þá en hún sver af sér alla eign. Ég hef hins vegar tilgátu um hvað hefur orðið um þá alla saman. Svartir eða dökkir sokkar eru jú keimlikir og í lífi karlmannsins sem stundar íþróttir þá eru oft sameiginlegar sturtur með hinum íþróttariðkendunum, þar sem öll föti viðkomandi bíða eftir þeim...oftast á gólfinu. Þau geta því ruglast og finnst mér því líklegt að sokkarnir mínir prýði því fætur annars manns um þessar mundir. Nema náttúrulega þeir séu svona góðir að fók fari að stela þeim. Svo er náttúrulega alltaf möguleiki að auka sokkur slæðist með í þvottavélina, eða þurrkarann til dæmis. Nema náttúrulega fjórtándi jólasveinninn Sokkaskelfir sé kominn á kreik?!?
Jæja, ég ætla að láta þessar vangaveltur nægja í bili svo þið sofnið nú e-n tímann í nótt elskurnar...


°°°°upp yfir hæstu hægðir°°°°
Já, hann Gunnar Páll fer hér sannarlega ótroðnar slóðir í bloggvali sínu og fer hér upp yfir hæstu hæðir...eða kannski hægðir réttara sagt. Ég bara gat ekki hætt að lesa...
Páll Magnússon. Útvarpsfréttastjóri RÚV

°°°°Whatever you do...don´t look in your drawer!°°°°
Enn og aftur hefur Gunnar sýnt okkur hvers hann er megnugur að fjalla um ekki neitt en láta það líta út líkt og himinn og jörð séu að farast. Ég ætla að fara strax og kíkja í sokkarskúffunua mína!!
Hallgrímur Helgason. Menningarfrömuður með meiru

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Snjói snjó

Í dag hélt ég mitt fyrsta foreldraviðtal. Ég var nú sona frekar stressuð en það gekk samt bara mjög vel. Nú eru bara nokkrir dagar eftir af verknáminu mínu í þetta skiptið. Það verður skrítið að hætta í vinnunni og flytja í burtu ólíklegt að maður komi aftur í heimsókn en maður sér til. 'Eg byrja í skólanum 2. febrúar í svokölluðu ativitetsfagi og hef valið mér íþróttir og sund. Ég er mjög spennt að byrja, en samt smá scary að byrja í nýjum skóla og allt nýtt.
Ég hélt að snjórinn væri farinn og það var hann en hann er kominn aftur. Það er búið að snjóa látlaust í sólahring og er ég frekar fegin að búa hliðiná vinnunni minni því það er sko ekki hjólafært. Strætóarnir voru allir of seinir í gær. Sussususs.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Trúr þú á álfasögur?


Það var nú merkilegur sjónvarpsþáttur eða sjónvarpsþættir réttara sagt í sjónvarpinu í gær, á prime time í danska ríkissjónvarpinu. Það var eins og venjulega temakvöld, nema hvað nú var það helgað Íslandinu góða, og voru sýndir 4 þættir um Ísland ásamt íslenskri bíómynd. Þættirnir voru svona blanda af íslensku menningar, náttúru og viðskiptalífi og þá í tengslum við trú á...álfa og tröll! Það voru tekin viðtöl við fólk eins og Björn Bjarna, Viggu Finn, forstjórann hjá Marel, Þórhall miðil,"tour guide-a" í Hafnafirði út af álfasteinunum þar, og marga aðra. Svolítið merkilegur þáttur, virkaði svolítið eins og allir Íslendingar trúðu á álfa og tröll, en eftir að hafa horft á hann, þá svona áttaði maður sig kannski aðeins á því að þetta spilar nú ágætan þátt í lífi manns. Þá nægir manni að líta á tónlist (SigurRós), fjölmiðla (Þórhallur miðill) og hvað búið er að breyta mörgum vegum og húsum vegna álfasteina, ofl. Svo var sýnd myndin Cold Fever eftir Frikka Frikk, geðveik mynd. Svona vetrarútgáfa af Börnum nátturunnar með auðvitað fullt af álfum í bland við aðra þjóðtrú og siði. Það verður nóg að gera í vinnunni hjá Ragnheiði á morgunn að útskýra þetta frekar!!

mmm...dejligt

Æjjjj, hvað þetta er búin að vera góð vika e-ð. Við erum búin að vera mjög heimakær yfir vikuna, ég er að lesa yfir daginn eða stússast í flutningum, með gott jasmin te mér við hlið. Ákvöldin er svo hygge þar sem við horfum á gæðasjónvarpsefni eins og Lost, Nip tuck ofl. Svo nú um helgina erum við búin að herja á vinina og spila Trivial af miklum móð og svo voru nokkur lög rekin í Singstar í gæt...og folkens...passið ykkur á honum Bjössa, hann er allsvakalegur í Singstar. Þó hann vilji ekki viðurkenna það, þá vill Bjössi spila, það þarf bara aaaaðeins að ýta á hann :)

Fyrstir koma, fyrstir fá

Þá er pökkunarskorpa númer tvö yfirstaðin, og nú voru það eldhússkápar, pappírsflóðið á skrifborðinu og svefnherbergisskúffur sem fengu að finna fyrir því. Við náðum að fylla nokkra kassa og að sía nokkra óþarfa hluti í burtu. Okkur langaði svona að nota tækifærið og auglýsa nokkra smáhluti sem hægt er að fá gefins. Ekkert rosalagt merkilegt, fyrir utan kannski stóra Scarface plakatið, flottur Pacino þar á ferðinni. Er kominn með mörg önnur ansi flott plaköt í viðbót...en já það er þetta plakat, stóru Hoegaarden bjórglösin (maður drekkur hvort sem er alltaf lítinn flöskubjór) en mjög flott glös...en fyrirferðarmikil, straubretti (strákar þið talið bara beint við mig, það þarf enginn að frétta af þessu), hillu (ein spýta sem þarf að bora án gríns 20 göt í vegginn fyrir, en ef e-r vill þá er það öllum velkomið), og talandi um glös þá eru einnig tvö den gamle by glös sem eru tilvalin sem minjagripir (eigum eitt fyrir, það er nóg). Þetta verður hérna hjá okkur ef fólk er í nágreninu.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

hverjum klukkan glymur...eða af hverju klukkan glymur

Ég var búinn að uppgvöta eitt (líklega hefur nú e-r annar uppgvötað það á undan mér), en ég er sem sagt búinn að sitja hérna uppí sófa að lesa á meðan klukkan tifar, og gengur bara ágætlega. Hins vegar þegar einbeitingin er ekki alveg í lagi finnst mér stundum eins og klukkan sé bara alveg ótrúlega hávær! Já, og þá meina ég tifið! Það virðist stundum bara yfirgnæfa alla þögnina... Svo stundum heyri ég bara ekkert í henni, og svona skiptist þetta á! Já, svona er maður næmur.
En svo fór ég að hugsa...(takk 10-11) og þegar ég fór nú aðeins að rannsaka málið gaumgæfilega hmmm...., þá sé ég að klukkan er háværarari á vissum tímum en öðrum. Jújú, ég hnika hvergi, en þegar sekúnduvísirinn er að fara frá "12" og niður til "6" þá er bara greinilega meiri hávaði en þegar hann fer frá "6" til "12". Ég er á því að hérna sé þyngdarlögmálið e-ð að stríða okkur og vísirinn þurfi að...e-ð...berjast við...já...
Ég ætla því að biðja lesendur að hjálpa mér að komast að þessu og setja sjálfa sig í spor rannsakenda á heimilum sínum. OG ÞÁ MEINA ÉG ALLA! Ef e-r eðlisfræðingurinn er með svar við þessu þá er það vel þegið...eða ætti ég kannski að biðla til sálfræðings...?
Tjaaa, kannski ég fái mér bara göngutúr...

Hafiði heyrt um Placebo (ekki hljómsveitina sko)?

Nú er ég búinn að vera henda inn hverju verkefninu á fætur öðru og er búinn með allt í náminu að undanskildu lokaverkefninu. Maður verður því bara að hamra járnið meðan það er heitt og því sit ég hér uppí sófa og er að glugga í lesefnið sem tengist lokaverkefninu. Merkilegt alveg hreint þetta "placebo" eða lyfleysa eins og það heitir á íslensku. Vissuð þið að þegar fólk kemur og fær lyf við ýmsum kvillum, röskunum og sjúkdómum, þá getur pilla gerð úr hveiti hjálpað alveg jafn mikið og alvöru lyf, í alveg ótrúlega mörgum tilvikum! Þetta er tilkomið mjög oft vegna trúar sjúklingsins á hjálpareiginleika pillunnar (sjúklingurinn heldur að þetta sé lyf) og vilja hans á að fá hjálp. Sýnir bara hvað bjartsýni getur verið ótrúlega mikilvæg, enda kannski engin tilviljun að þeir sem eru bjartsýnastir lifa hvað lengst!
Þetta hefur sömuleiðis verið reynt í sálfræðiviðtölum (þ.e. að veita enga meðferð, heldur bara svona létt spjall!), en það hefur reynst erfitt að sníða samtalsmeðferð sem veitir enga meðferð. En samt sem áður hefur það sýnt sig að tilraunir með þessháttar "meðferðir" (placebo psychotherapy) fari bara ansi langt með að minnka t.d. þunglyndiseinkenni sjúklingsins. Merkilegt nokk! En nú held ég að nóg sé komið, svo maður fái nú e-a vinnu þegar heim verður komið.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Flutningar, íbúðir og sköllóttir menn

Sæl veriði nær og fjær. Við erum byrjuð að huga að flutningum til Kóngsins Kaupmannahafnar. Við flytjum sumsé þann 1 febrúar og skellum búslóðinni í geymslu vegna þess að við erum ekki búin að fá stúdentaíbúð. Svo eru Gerður og Kjarri búin að leyfa okkur að gista hjá sér til 5. febrúar en þá flytjum við í íbúð við Svanemollen station. Við erum búin að framleigja þá íbúð af tveim stelpum sem eru að fara að ferðast í mánuð, svo vonandi verðum við komin með stúdentaíbúð þá, annars verðum við bara að finna útúr því þegar þar að kemur.
Annars erum við aðeins byrjuð að pakka niður, hentum fjórum hálffullum svörtum ruslapkum af dóti og drasli svona til að létta aðeins á.
Verð samt að segja að það var rosalega gaman að koma heim um jólin og hitta alla verst að maður gat ekki stoppað lengur, en maður varð víst að mæta í praktikina aftur.
Svo er Gunni orðin sköllóttur aftur he he, nei kallinn er búin að snoða kollinn, fer honum líka svo vel.

laugardagur, janúar 07, 2006

You know candlebegger?

Jæja, gleðilegan þrettándann allir saman. Veit e-r annars af hverju jólin eru þessir þrettán dagar? Nú ætla ég bara að opinbera fávisku mína, ekki er það bara út af þessum blessuðum jólasveinum er það? Eða er þetta bara afsökun til að sprengja meira f flugeldum til að gleðja okkar ljósfirtu hjörtu? Spyr sá sem ekki veit. Allaveganna reka allir um augun þegar við förum út í þá sálma hér í Danaveldi. Gott ef jólaskrautið var milli jóla og nýárs, allaveganna er ekki vottur af þeim hér á byggingum eða neitt slíkt. En við héldum upp á okkar þrettándagleði eins og venjulega (aldrei sérstaklega haldið upp á hana reyndar). En við vorum boðin í mat og smá fyreværkeri hjá skyldmennum mínum sem búa hér í nágrenninu.
Gerðumst glæpamenn yfir kvöld og sprengdum bara allhressilega, það er nú bannað að sprengja hérna en ég var undirbúinn og var búinn að biðja sérlegan sprengjusérfræðing hér í Árósum að festa kaup á nokkrum flugeldum á gamlársdag. Heyrðu og bara þrusugóðir og ansi billegir barra. En við vorum öll saman tilbúin í að tvístrast ef löggann mætti á svæðið. Það hefði líklegast verið ég sem hefði sitið í súpunni enda gerður að sérlegum sprengjusérfræðingi fyrir kvöldið. Lengi lifir í gömlum glæðum. Það hefði þó verið skrautlegt að reyna útskýra þetta fyrir yfirvöldunum...já, þetta er sko jólahátíð á Íslandi, "you know candlebegger" he was the last Santaclause to go home to Esjan (eða Grænland skvt Dönum)...and so we are saying goodbye and lighting his way...or something...

miðvikudagur, janúar 04, 2006

hellú

Gleðilegt árið allir saman og takk fyrir það gamla! Já, tívolíferðin heldur áfram og við reynslunni ríkari stígum úr rússibananum og beint yfir í kolkrabbann. Ég vona bara að engum hafi orðið óglatt. Allaveganna ætlum við að prófa kolkrabbann í köben á þessu ári. Annars sé ég fram á gott ár og mun vonandi ná að miðla því hingað að e-u leyti.
Seinasti mánuðurinn hér í Árósum að hefja sitt skeið og hófst strax með skilum á vinnusálfræðiritgerðinni minni. Vinnan yfir jólin skilaði sér greinilega. Næstu skil eru á þriðjudaginn og svo er önnin formlega búin. LÍNverjar ættu því að geta farið að telja til peningana fljótlega.
Annars var engin pása eftir að heim var komið. Eftir skil á ritgerðinni var bitið á jaxlinn á kíkt aðeins á útsölunnar og gerð góð kaup þar. Engin linkind á þeim bænum,
ónei...

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed