sunnudagur, janúar 15, 2006

Fyrstir koma, fyrstir fá

Þá er pökkunarskorpa númer tvö yfirstaðin, og nú voru það eldhússkápar, pappírsflóðið á skrifborðinu og svefnherbergisskúffur sem fengu að finna fyrir því. Við náðum að fylla nokkra kassa og að sía nokkra óþarfa hluti í burtu. Okkur langaði svona að nota tækifærið og auglýsa nokkra smáhluti sem hægt er að fá gefins. Ekkert rosalagt merkilegt, fyrir utan kannski stóra Scarface plakatið, flottur Pacino þar á ferðinni. Er kominn með mörg önnur ansi flott plaköt í viðbót...en já það er þetta plakat, stóru Hoegaarden bjórglösin (maður drekkur hvort sem er alltaf lítinn flöskubjór) en mjög flott glös...en fyrirferðarmikil, straubretti (strákar þið talið bara beint við mig, það þarf enginn að frétta af þessu), hillu (ein spýta sem þarf að bora án gríns 20 göt í vegginn fyrir, en ef e-r vill þá er það öllum velkomið), og talandi um glös þá eru einnig tvö den gamle by glös sem eru tilvalin sem minjagripir (eigum eitt fyrir, það er nóg). Þetta verður hérna hjá okkur ef fólk er í nágreninu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed