miðvikudagur, janúar 11, 2006

hverjum klukkan glymur...eða af hverju klukkan glymur

Ég var búinn að uppgvöta eitt (líklega hefur nú e-r annar uppgvötað það á undan mér), en ég er sem sagt búinn að sitja hérna uppí sófa að lesa á meðan klukkan tifar, og gengur bara ágætlega. Hins vegar þegar einbeitingin er ekki alveg í lagi finnst mér stundum eins og klukkan sé bara alveg ótrúlega hávær! Já, og þá meina ég tifið! Það virðist stundum bara yfirgnæfa alla þögnina... Svo stundum heyri ég bara ekkert í henni, og svona skiptist þetta á! Já, svona er maður næmur.
En svo fór ég að hugsa...(takk 10-11) og þegar ég fór nú aðeins að rannsaka málið gaumgæfilega hmmm...., þá sé ég að klukkan er háværarari á vissum tímum en öðrum. Jújú, ég hnika hvergi, en þegar sekúnduvísirinn er að fara frá "12" og niður til "6" þá er bara greinilega meiri hávaði en þegar hann fer frá "6" til "12". Ég er á því að hérna sé þyngdarlögmálið e-ð að stríða okkur og vísirinn þurfi að...e-ð...berjast við...já...
Ég ætla því að biðja lesendur að hjálpa mér að komast að þessu og setja sjálfa sig í spor rannsakenda á heimilum sínum. OG ÞÁ MEINA ÉG ALLA! Ef e-r eðlisfræðingurinn er með svar við þessu þá er það vel þegið...eða ætti ég kannski að biðla til sálfræðings...?
Tjaaa, kannski ég fái mér bara göngutúr...

1 Comments:

At 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

I think you have too much spare time bro - no?? HL

 

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed