miðvikudagur, janúar 11, 2006

Hafiði heyrt um Placebo (ekki hljómsveitina sko)?

Nú er ég búinn að vera henda inn hverju verkefninu á fætur öðru og er búinn með allt í náminu að undanskildu lokaverkefninu. Maður verður því bara að hamra járnið meðan það er heitt og því sit ég hér uppí sófa og er að glugga í lesefnið sem tengist lokaverkefninu. Merkilegt alveg hreint þetta "placebo" eða lyfleysa eins og það heitir á íslensku. Vissuð þið að þegar fólk kemur og fær lyf við ýmsum kvillum, röskunum og sjúkdómum, þá getur pilla gerð úr hveiti hjálpað alveg jafn mikið og alvöru lyf, í alveg ótrúlega mörgum tilvikum! Þetta er tilkomið mjög oft vegna trúar sjúklingsins á hjálpareiginleika pillunnar (sjúklingurinn heldur að þetta sé lyf) og vilja hans á að fá hjálp. Sýnir bara hvað bjartsýni getur verið ótrúlega mikilvæg, enda kannski engin tilviljun að þeir sem eru bjartsýnastir lifa hvað lengst!
Þetta hefur sömuleiðis verið reynt í sálfræðiviðtölum (þ.e. að veita enga meðferð, heldur bara svona létt spjall!), en það hefur reynst erfitt að sníða samtalsmeðferð sem veitir enga meðferð. En samt sem áður hefur það sýnt sig að tilraunir með þessháttar "meðferðir" (placebo psychotherapy) fari bara ansi langt með að minnka t.d. þunglyndiseinkenni sjúklingsins. Merkilegt nokk! En nú held ég að nóg sé komið, svo maður fái nú e-a vinnu þegar heim verður komið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed