sunnudagur, janúar 15, 2006

Trúr þú á álfasögur?


Það var nú merkilegur sjónvarpsþáttur eða sjónvarpsþættir réttara sagt í sjónvarpinu í gær, á prime time í danska ríkissjónvarpinu. Það var eins og venjulega temakvöld, nema hvað nú var það helgað Íslandinu góða, og voru sýndir 4 þættir um Ísland ásamt íslenskri bíómynd. Þættirnir voru svona blanda af íslensku menningar, náttúru og viðskiptalífi og þá í tengslum við trú á...álfa og tröll! Það voru tekin viðtöl við fólk eins og Björn Bjarna, Viggu Finn, forstjórann hjá Marel, Þórhall miðil,"tour guide-a" í Hafnafirði út af álfasteinunum þar, og marga aðra. Svolítið merkilegur þáttur, virkaði svolítið eins og allir Íslendingar trúðu á álfa og tröll, en eftir að hafa horft á hann, þá svona áttaði maður sig kannski aðeins á því að þetta spilar nú ágætan þátt í lífi manns. Þá nægir manni að líta á tónlist (SigurRós), fjölmiðla (Þórhallur miðill) og hvað búið er að breyta mörgum vegum og húsum vegna álfasteina, ofl. Svo var sýnd myndin Cold Fever eftir Frikka Frikk, geðveik mynd. Svona vetrarútgáfa af Börnum nátturunnar með auðvitað fullt af álfum í bland við aðra þjóðtrú og siði. Það verður nóg að gera í vinnunni hjá Ragnheiði á morgunn að útskýra þetta frekar!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed