þriðjudagur, janúar 31, 2006

Snökt

Í dag kvaddi ég Rend og hop en þar er ég búin að vera í praktik í 6 mánuði. Það er hefð fyrir því að kveðja fráfarandi starfsmenn með vatni. Já það er skemmtileg hefð og hefur maður hlegið oft að því þegar fólk er að fá gusurnar yfir sig. Það er kanski ekki alveg jafn fyndið þegar komið er að manni sjálfum. Það var byrjað á að láta mig labba um eins og hund en það er einmitt uppáhalds leikur barnanna í vöggustofunni og svo átti ég að veiða epli upp úr vatni án þess að nota hendurnar og svo leita að minnt á hveitidisk. Sem gerir það að verkum að hveitið festist í andlitinu he he mjög sniðugt. Að lokum voru strákarnir búnir að gera þrautabraut útá leikvellinum þar sem ég gekk með bundið fyrir augun og steig ofaní bala fullan af ísköldu vatni, svo fékk ég góða skvettu af volgu vatni yfir mig og tvö kíló af hveiti. Fúff.


 Posted by Picasa


 Posted by Picasa

Það var í þokkabót ekki auðvelt að kveðja alla börn og fullorðna því maður getur ekki kíkt við í heimsókn því nú verð ég ekki í næsta húsi heldur alla leið í Köben.
Við Gunni erum buin að vera mjög dugleg að pakka og nú eru þrifin bara eftir. Á morgun ætla svo Helgi og Sindri að koma og hjálpa okkur að flytja og svo er það bara farvel og paa gensyn Aarhus.
Kveðja Ragnheidur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed