föstudagur, janúar 20, 2006

Varúð - hrikalega spennandi póstur - ekki fyrir viðkvæma

Já, það er margt sem þarf að huga að þegar flytja skal, en ekkert þó jafn magnþrungið og að taka til í sokkaskúfunni sinni. Nauðsynlegur hlutur í lífi hvers karlmanns að fara í gegnum sokkapörin sín og raða þeim rétt og henda vel gengnum og útjöskuðum sokkum. Þetta skal þó aðeins gera einu sinni á ári sökum hættu á of háum blóðþrýstingi. En, það er ýmislegt sem ég komst að með þessu uppátæki...ég veit ekki hvað varð um alla sokkana mína. Ég nefninlega kannast ekkert við þessa sokka sem eru í skúffunni minni. Ég kaupi stundum búnt af góðum sokkum og þekki því hvern sokk út og inn. Þess vegna rak ég núna upp stór augu...þetta eru bara ekkert sokkarnir mínir!! Þeir eru með öðruvísi teygju, eru hærri, ekki með sama lit og ég veit ekki hvað og hvað....Ég hélt alltaf að Ragnheiður ætti þá en hún sver af sér alla eign. Ég hef hins vegar tilgátu um hvað hefur orðið um þá alla saman. Svartir eða dökkir sokkar eru jú keimlikir og í lífi karlmannsins sem stundar íþróttir þá eru oft sameiginlegar sturtur með hinum íþróttariðkendunum, þar sem öll föti viðkomandi bíða eftir þeim...oftast á gólfinu. Þau geta því ruglast og finnst mér því líklegt að sokkarnir mínir prýði því fætur annars manns um þessar mundir. Nema náttúrulega þeir séu svona góðir að fók fari að stela þeim. Svo er náttúrulega alltaf möguleiki að auka sokkur slæðist með í þvottavélina, eða þurrkarann til dæmis. Nema náttúrulega fjórtándi jólasveinninn Sokkaskelfir sé kominn á kreik?!?
Jæja, ég ætla að láta þessar vangaveltur nægja í bili svo þið sofnið nú e-n tímann í nótt elskurnar...


°°°°upp yfir hæstu hægðir°°°°
Já, hann Gunnar Páll fer hér sannarlega ótroðnar slóðir í bloggvali sínu og fer hér upp yfir hæstu hæðir...eða kannski hægðir réttara sagt. Ég bara gat ekki hætt að lesa...
Páll Magnússon. Útvarpsfréttastjóri RÚV

°°°°Whatever you do...don´t look in your drawer!°°°°
Enn og aftur hefur Gunnar sýnt okkur hvers hann er megnugur að fjalla um ekki neitt en láta það líta út líkt og himinn og jörð séu að farast. Ég ætla að fara strax og kíkja í sokkarskúffunua mína!!
Hallgrímur Helgason. Menningarfrömuður með meiru

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed