föstudagur, september 24, 2004

Oplevelsestur

Jæja þið segið það, ég vaknaði á miðvikudagsmorguninn og sá þá allt í nýju ljósi nei nei ég hérna var á leið í oplevelsestur það sem ég vissi ekki þá ef ég bara. . . .. hefði vitað. . . . Við lögðum af stað frá skólanum half níu við keyrðum langa leið þar til við komum að rjóðri einu. . . bla bla bla til að gera langa sögu stutta þá áttum við að byggja okkkur tjald úr einhverjum viðardrumbum og plastyfirbreiðum og það gekk nú bara mjög vel þar sem í okkar hópi ( okkur var skipt í 4 hópa) var fyrrverandi skátaforingi en það var bara allt of lítið. Það ringdi svo mikið að ég hefði ekki trúað því og það gerði ferðina að frekar sona overlevelsestur enn oplevelsestur sem betur fer var ég búin að kaupa mér bleik blóma gummistígvel og var í góðum regngalla. Það var ýmislegt brallað eins og að semja lag og ljóð og fara í nafnaleiki og allskonar til að kynnast og svo áttu allir leynivin eins og í Arnarsmára :) en því miður fór minn leynivinur heim strax sama dag svo ég gat ekki gefið henni regnhlífina sem ég hafði keypt handa henni:( ég var mest hugmyndarík finnst mér allir hinir keyptu nammi og þá meina ég allir. Svo var gerður varðeldur og það var voða kósý að hlýja sér við hann. Svo var farið að sofa, sem betur fer var hægt að gista inni einhverju húsi ef það yrði of kalt, ég þraukaði 3 tíma í tjaldinu í svo mikilli kremju og ég svaf í brekku by the way þá gafst ég upp og fór upp í húsið þar sem voru yndislegar dýnur en samt alveg jafn kalt en það var yndislegt engu að síður. Ég vaknaði daginn eftir með bakverki( eftir tjaldið) og hálsbólgu og hausverk ég var ekki alveg nógu sátt við það. Svo var farið í hópa og ég fór að skoða náttúruna og dýralífið í vatninu hmm það var ágætt og það er ekkert smá mikið af sveppategundum hérna sem við greyndum og allskonar, greyndum líka pöddurnar í vatninu svo fórum við til baka og fengum pönnsur með sýrópi namm namm það var gott. Eftir hádegi var ég svo að tálga það hef ég aldrei áður gert og það var bara mjög gaman ég er ekkert góð í því en það var gaman. Svo fór ég heim ég fékk far með einum kennaranum og það var ágætt því ég hefði orðið fárveik hefði ég verið aðra nótt svo ég er bara smá veik núna. Algjör aumingi að fara heim:) Það voru reyndar margir farnir heim svo ég var ekki eini auminginn. bless bless Ragnheiður p.s. ég set inn myndir úr ferðinni þegar Gunni kemur heim ég kann ekkert á þetta myndadót;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed