miðvikudagur, september 29, 2004

bjúrókrasía í danaveldi

Fórum í dag og ætluðum að skila inn umsókn fyrir húsnæðisstyrk, en af e-m ástæðum er lokað á miðvikudögum. Virðist vera frekar algengt hérna að stofnanir loki á þessum dögum. Við fengum að vita þetta á húsnæðismiðluninni og spjölluðum bara við þá í staðinn. Þar kom í ljós að jú, heita vatnið og hiti er innifalið í leigunni eins og stóð á leigusamninginum. Þar stóð hins vegar ekkert um að þetta gjald sem við greiðum þar, er áætlað meðaltal fyrir notkun á þessu tvennu, og að í maí á næsta ári, kemur svokallaður bakreikningur. Þar gæti maður fengið í hausinn allt að 10.000 dkr. reikning ef maður hefur farið yfir þetta staðlaða meðaltal (hefur gerst fyrir íslendinga)! Það er eins gott maður frétti af þessu, annars hefði maður eflaust ekkert skilið hvað allir væru að kvarta yfir þessu dýra heita vatni, og tekið sína daglegu 15-20 mínútna sturtu! Nú neyðumst við bara til að fara í sturtu saman...oohhhhh......
gunni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed