þriðjudagur, september 21, 2004

tekið á ´essu

Það var mikið að maður skellti sér í ræktina. Er búinn að vera hérna í mánuð og reyndar haftr alveg nóg að gera, en nú þegar byrjunarútréttingarnar eru flestar búnar, þá gefst meiri tími til annars. En ég gekk næstum frá sjálfum mér, ekki á hlaupabrettinu, því að sjálfsögðu hjólaði ég þangað og því upphitunin í raun búin. Ég skellti mér því í bekkinn (þ.e. bekkpressuna) og ætlaði að hita upp líkt og ég gerði seinast þegar ég var í ræktinni (sem var n.b. fyrir rúmum tveimur mánuðum (maður nennir ekki að hanga inni í ræktinni í sumarblíðunni á ísl)). Allaveganna ég átti fullt í fangi með þessa venjulegu upphitunarþyngd. Ég vissi nú að e-ð hefði gerst á þessum tveimur mán, en vá!! Ég tók því aðeins vægar á því en venjulega í næstu tækjum, en það skipti engum togum...ég fékk næstum aðsvif! Aðeins of mikið sjokk fyrir líkamann og enginn orkuinnistæða fyrir þessu. Verð að vera betur undirbúinn næst. Ég var svo búinn þegar ég kom heim að ég orkaði ekki einu sinni að setja pulsur í pottinn...hvað? þetta voru nú STÓRAR rauðar pulsur!
En allaveganna þetta gym er nú ekki það skemmtilegasta, nýjustu lóðin eða tækin eru í minnsta lagi 12 ára gömul...og það sama á við um allt inní byggingunni. Smádót reyndar...en marr er vanur svo góðu. Ætla að harka að mér og prófa einn mánuð, enda í næsta nágrenni. Háskólagymið kostar aðeins 8000 kr.ísl yfir árið en það var uppselt! Það eru aðeins 3 dagar á árinu sem kort eru seld!! og já, uppselt.
Svona var nú það.
gunni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Standard Guestbook
Name: **
What is your email? **
Your homepage:
Where are you from?
Comments? **
This message is private
Site Feed